Lífið

For­seta­kosningar greindar í tætlur á flug­vellinum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þríeykið sátt og sælt á leið til útlanda í morgunsárið.
Þríeykið sátt og sælt á leið til útlanda í morgunsárið.

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar var staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar hitti hann Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur sjónvarpskonu.

„Forsetakosningar greindar í tætlur á Keflavik airport,“ skrifar Össur í stuttri færslu á Facebook. Þar birtir hann mynd af þríeykinu sem er á leið til útlanda, líklega í kærkomið frí. Eins og alþjóð veit er Baldur nýskriðinn úr löngu og ströngu forsetaframboði þar sem Halla Tómasdóttir fór að lokum með sigur af hólmi.

Nú er Baldur á leið erlendis, líklega í gott frí eftir vægast sagt annasaman tíma. Össur var mikill stuðningsmaður hans helsta keppinautar í forsetaframboðinu, Katrínar Jakobsdóttur og var fastagestur á kosningaskrifstofu hennar í miðbæ Reykjavíkur og duglegur að birta af sér myndir með derhúfunni hennar.

María Sigrún er svo nýbúin að birta innslag sitt í Kastljósi sem hún hafði áður unnið fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik. María þurfti að berjast fyrir því að fá að sýna innslagið sem fjallaði um samninga borgarinnar við olíufélögin vegna uppbyggingar á bensínstöðvarlóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×