Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júní 2024 20:01 Krökkunum finnst virkilega gaman að mæta í gróðurhúsið. Vísir/Sigurjón Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt. Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt.
Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira