Íslenski boltinn

Stúkan ræðir ó­lög­legt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jason Daði Svanþórsson skoraði markið margumrædda
Jason Daði Svanþórsson skoraði markið margumrædda Vísir / Hulda Margrét

HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. 

„Klárlega stórt atriði í þessum leik. Fyrsta markið sem er svo mikilvægt. Hvers vegna er leikurinn ekki stöðvaður þarna?“ spurði þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson.

„Það er alveg óskiljanlegt. Maður hefur séð dómara vera mjög smámunasama út í einmitt þetta atriði, ef að boltinn er á hreyfingu þá er það kallað til baka og tekið aftur. Ég skil ekki útaf hverju það er ekki gert,“ sagði sérfræðingurinn Lárus Orri.

Með honum í setti var Baldur Sigurðsson sem benti honum kurteisislega á að dómari leiksins hafi ekki séð atvikið en spurði hvort fjórði dómarinn hefði ekki átt að grípa þetta.

„Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta. Er hann bara að treysta á Ella [Erlend Eiríksson, fjórða dómara]?“

Guðmundur talaði þá þess máli að leyfa leiknum að fljóta, sem flestir eru sammála um að sé skemmtilegra. Það er auðvitað verra þegar ólöglegt spil endar í marki samt.

„Kannski er ég eitthvað að verja dómara ég veit það ekki, en ef ég væri sjálfur dómari væri ég svo til í að leyfa þessu að sleppa, en ég hugsa að hann hafi fengið efasemdir þegar boltinn fór í netið.“

Klippa: Ólöglega markið í HK-Breiðablik

Atvikið og innslagið allt úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×