KA áfrýjar dómi í máli Arnars gegn félaginu til Landsréttar Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2024 14:30 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu til Landsréttar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu KA í dag. Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti. KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti