Lífið

Af vængjum fram: Grínaðist alltaf með að láta húð­flúra einstefnuskilti á rass­gatið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eiríkur Ingi lét sig ekki vanta í sterkustu vængi landsins.
Eiríkur Ingi lét sig ekki vanta í sterkustu vængi landsins. Vísir

Eiríkur Ingi Jóhannsson forsetaframbjóðandi er fjölskyldufaðir sem er sjóaður í því að borða sterkan mat og hefur lifað af hryllilegt sjóslys. Hann segist aldrei hafa viljað fá sér húðflúr þó eitt hafi komið til greina.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ellefta og síðasta þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli.

„Nú er gott að borða vængi“

Eiríkur Ingi segist yfirleitt vera góður með sterkan mat þó það fari eftir stöðunni á magasýrunum. Eiríkur fer yfir ástæður þess að hann er í forsetaframboði. Hann segist vilja breyta hlutunum og telur forsetaembættið hafa mikil völd.

Eiríkur er fjölskyldufaðir sem flestir kannast við eftir sjóslys sem hann lenti í fyrir tólf árum síðan undan ströndum Noregs þar sem þrír skipverjar Eiríks létust. Honum var bjargað eftir fjóra tíma í sjónum.

Farið er yfir víðan völl í þættinum, einkalíf Eiríks og skoðanir hans á húðflúrum og eina húðflúrið sem hann hefur íhugað að fá sér. Hann ræðir sýn sína á áfengisneyslu, rifjar upp versta sterka matinn sem hann hefur borðað, svarar hraðaspurningum um lýðveldið og nefnir lagið sem honum finnst flottara en þjóðsöngurinn. Þá syngur hann frumsamið lag.

Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×