Manchester United tryggði sér titil í lokaleik tímabilsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2024 13:44 Bikarmeistarar Manchester United. @EmiratesFACup Manchester United er FA-bikarmeistari eftir 2-1 sigur í úrslitaleik gegn nágrönnum sínum Manchester City. Líkt og búast mátti við var City mikið með boltann og ógnaði ágætlega á köflum. Það gætti þó aðeins á óöryggi í öftustu línu Manchester City. Nokkrar furðulegar sendingar milli manna og stundum eins og vantaði upp á samskipti. Sá grunur reyndist réttur á 30. mínútu þegar misskilningur milli markmannsins Stefan Ortega og miðvarðarins Josko Gvardiol leiddi til marks. Gvardiol steig Alejandro Garnacho út og skallaði til baka á markmanninn sem var staddur í skrítnu skógarhlaupi rétt fyrir utan vítateig. Boltinn sveif yfir Ortega og datt fyrir Garnacho sem lagði hann í galopið net. GARNACHOOO 🫨The @ManUtd man capitalises on a mistake to strike first at Wembley! 🔴#EmiratesFACup pic.twitter.com/olfFq43HG8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Skömmu síðar sótti Garnacho með boltann upp hægri vænginn, fann Bruno Fernandes í miklu plássi á miðjunni, hann framlengdi á Kobbie Mainoo sem kláraði auðvelt færi og tvöfaldaði forystuna. YOU COULDN'T WRITE IT 🤯Academy graduate, Kobbie Mainoo scores in the #EmiratesFACup Final for @ManUtd 😱 pic.twitter.com/d68cAKvaE8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Áfram héldu City boltanum eins og þeir gera svo vel, en sköpuðu sér fá frábær færi. Erling Haaland fékk reyndar gullið tækifæri til að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en boltinn skoppaði af slánni og út. Erling Haaland's shot crashes against the crossbar 😯#EmiratesFACup pic.twitter.com/lGX7lv0AyU— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Jeremy Doku greip til sinna ráða þegar lítið var eftir af leiknum. Kom sér framhjá varnarmanni og þrumaði skoppandi bolta í nærhornið framhjá ráðalausum Andre Onana í markinu. They won't go down without a fight 💪Jérémy Doku squeezes in for @ManCity!#EmiratesFACup pic.twitter.com/tonoW2g3A7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Þetta jók spennuna til muna og gaf City séns á að jafna leikinn í sjö mínútna uppbótartíma. Þeim tókst þó illa til og United-menn héldu vel út, lokatölur 2-1 og Manchester United er FA bikarmeistari. Enski boltinn
Manchester United er FA-bikarmeistari eftir 2-1 sigur í úrslitaleik gegn nágrönnum sínum Manchester City. Líkt og búast mátti við var City mikið með boltann og ógnaði ágætlega á köflum. Það gætti þó aðeins á óöryggi í öftustu línu Manchester City. Nokkrar furðulegar sendingar milli manna og stundum eins og vantaði upp á samskipti. Sá grunur reyndist réttur á 30. mínútu þegar misskilningur milli markmannsins Stefan Ortega og miðvarðarins Josko Gvardiol leiddi til marks. Gvardiol steig Alejandro Garnacho út og skallaði til baka á markmanninn sem var staddur í skrítnu skógarhlaupi rétt fyrir utan vítateig. Boltinn sveif yfir Ortega og datt fyrir Garnacho sem lagði hann í galopið net. GARNACHOOO 🫨The @ManUtd man capitalises on a mistake to strike first at Wembley! 🔴#EmiratesFACup pic.twitter.com/olfFq43HG8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Skömmu síðar sótti Garnacho með boltann upp hægri vænginn, fann Bruno Fernandes í miklu plássi á miðjunni, hann framlengdi á Kobbie Mainoo sem kláraði auðvelt færi og tvöfaldaði forystuna. YOU COULDN'T WRITE IT 🤯Academy graduate, Kobbie Mainoo scores in the #EmiratesFACup Final for @ManUtd 😱 pic.twitter.com/d68cAKvaE8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Áfram héldu City boltanum eins og þeir gera svo vel, en sköpuðu sér fá frábær færi. Erling Haaland fékk reyndar gullið tækifæri til að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en boltinn skoppaði af slánni og út. Erling Haaland's shot crashes against the crossbar 😯#EmiratesFACup pic.twitter.com/lGX7lv0AyU— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Jeremy Doku greip til sinna ráða þegar lítið var eftir af leiknum. Kom sér framhjá varnarmanni og þrumaði skoppandi bolta í nærhornið framhjá ráðalausum Andre Onana í markinu. They won't go down without a fight 💪Jérémy Doku squeezes in for @ManCity!#EmiratesFACup pic.twitter.com/tonoW2g3A7— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) May 25, 2024 Þetta jók spennuna til muna og gaf City séns á að jafna leikinn í sjö mínútna uppbótartíma. Þeim tókst þó illa til og United-menn héldu vel út, lokatölur 2-1 og Manchester United er FA bikarmeistari.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti