Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 11:01 Takeru Kobayashi er heimsmethafi í kappáti. EPA/ANDY RAIN Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan. Matur Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan.
Matur Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira