Skytturnar gerðu sitt en horfa samt á eftir titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 14:30 Kai Havertz skoraði sigurmark Arsenal í dag. Julian Finney/Getty Images Arsenal vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið þurfti á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi, en sigur Manchester City þýðir að Arsenal þarf að gera sér annað sæti að góðu. Ljóst var að spennustigið var hátt hjá heimamönnum í Arsenal, en liðið hafði þó töluverða yfirburði framan af leik. Þrátt fyrir það voru það gestirnir í Everton sem tóku forystuna þegar Idrissa Gana Gueye skoraði frábært mark á 40. mínút, en Takehiro Tomiyasu jafnaði metin fyrir Arsenal þremur mínútum síðar og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn í Arsenal sóttu stíft nær allan síðari hálfleikinn, en lengi vel vildi boltinn hreinlega ekki inn. Það var ekki fyrr en á 89. mínútu að Ashley Young gerðist sekur um slæm mistök í vörn Everton sem heimamenn nýttu sér og Kai Havertz kom boltanum yfir línuna eftir stoðsendingu frá Martin Ødegaard. We've turned it around!Kai Havertz pounces to give us the lead🔴 2-1 🔵 (89) pic.twitter.com/9BHHebTaZP— Arsenal (@Arsenal) May 19, 2024 Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði sitt, en þar sem Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham á sama tíma þurfa Skytturnar að gera sér annað sætið að góðu. Enski boltinn
Arsenal vann 2-1 sigur er liðið tók á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið þurfti á sigri að halda til að halda titilvonum sínum á lífi, en sigur Manchester City þýðir að Arsenal þarf að gera sér annað sæti að góðu. Ljóst var að spennustigið var hátt hjá heimamönnum í Arsenal, en liðið hafði þó töluverða yfirburði framan af leik. Þrátt fyrir það voru það gestirnir í Everton sem tóku forystuna þegar Idrissa Gana Gueye skoraði frábært mark á 40. mínút, en Takehiro Tomiyasu jafnaði metin fyrir Arsenal þremur mínútum síðar og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn í Arsenal sóttu stíft nær allan síðari hálfleikinn, en lengi vel vildi boltinn hreinlega ekki inn. Það var ekki fyrr en á 89. mínútu að Ashley Young gerðist sekur um slæm mistök í vörn Everton sem heimamenn nýttu sér og Kai Havertz kom boltanum yfir línuna eftir stoðsendingu frá Martin Ødegaard. We've turned it around!Kai Havertz pounces to give us the lead🔴 2-1 🔵 (89) pic.twitter.com/9BHHebTaZP— Arsenal (@Arsenal) May 19, 2024 Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið gerði sitt, en þar sem Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham á sama tíma þurfa Skytturnar að gera sér annað sætið að góðu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti