Trossard skaut Arsenal á toppinn Siggeir Ævarsson skrifar 12. maí 2024 15:14 Kai Havertz og Leandro Trossard fagna eftir að hafa komið Arsenal yfir í fyrri hálfleiknum á Old Trafford í dag. Getty/Stu Forster Manchester United og Arsenal mættust á Old Trafford í dag þar sem ekkert annað en sigur var í boði fyrir Skytturnar ætluðu þeir sér að halda lífi í titilvonum sínum. Það ætlunarverk tókst en leikurinn varð alls ekki sú einstefna á mark heimamanna eins og margir höfðu gert ráð fyrir fyrir leik. Meiðslalisti United er langur, byrjunarliðið þunnskipað og bekkurinn þynnri en Jack Grealish eftir þriggja daga helgi. Heimamenn byrjuðu leikinn ágætlega og voru meira með boltann en augnarbliks einbeitingarleysi í vörninni kostaði þá mark á 20. mínútu sem reyndist eina mark leiksins. Casemiro var illa staðsettur í markinu en hann hefur ekki beinlínis átt sjö dagana sæla í stöðu miðvarðar hjá liðinu. Leikurinn var í ágætu jafnvægi í seinni hálfleik en heimamenn náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Sanngjarn 0-1 sigur Arsenal staðreynd og liðið tyllir sér aftur á topp ensku úrvalsdeildinnar með stigi meira en Manchester City en City eiga tvo leiki eftir gegn aðeins einum hjá Arsenal. Fjórtánda tap United í deildinni staðreynd en fjórði sigur Arsenal í röð. Enski boltinn
Manchester United og Arsenal mættust á Old Trafford í dag þar sem ekkert annað en sigur var í boði fyrir Skytturnar ætluðu þeir sér að halda lífi í titilvonum sínum. Það ætlunarverk tókst en leikurinn varð alls ekki sú einstefna á mark heimamanna eins og margir höfðu gert ráð fyrir fyrir leik. Meiðslalisti United er langur, byrjunarliðið þunnskipað og bekkurinn þynnri en Jack Grealish eftir þriggja daga helgi. Heimamenn byrjuðu leikinn ágætlega og voru meira með boltann en augnarbliks einbeitingarleysi í vörninni kostaði þá mark á 20. mínútu sem reyndist eina mark leiksins. Casemiro var illa staðsettur í markinu en hann hefur ekki beinlínis átt sjö dagana sæla í stöðu miðvarðar hjá liðinu. Leikurinn var í ágætu jafnvægi í seinni hálfleik en heimamenn náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Sanngjarn 0-1 sigur Arsenal staðreynd og liðið tyllir sér aftur á topp ensku úrvalsdeildinnar með stigi meira en Manchester City en City eiga tvo leiki eftir gegn aðeins einum hjá Arsenal. Fjórtánda tap United í deildinni staðreynd en fjórði sigur Arsenal í röð.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti