Lífið

Ian Gelder úr Game of Thrones látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ian Gelder átti margra áratuga feril að baki.
Ian Gelder átti margra áratuga feril að baki. Jeff Spicer/Getty Images

Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.

Í umfjöllun BBC kemur fram að ferill leikarans hafi spannað áratugi. Hann hafi leikið hlutverk í þáttum og kvikmyndum líkt og Torchwood, His Dark Materials, Doctor Who, Snatch, The Bill og fleirum.

Fram kemur að eiginmaður Gelder og kollegi, leikarinn Ben Daniels, hafi greint frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Þar segir Daniels að Gelder hafi verið kletturinn í lífi hans. Þeir voru saman í þrjátíu ár.

Gelder lék Kevin Lannister um árabil í einum vinsælustu þáttum samtímans Game of Thrones. Hans nýjasta hlutverk var í rannsóknarþáttunum Father Brown þar sem honum brá fyrir í einum þætti í nýjustu seríunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×