Svakalega erfitt en stórkostlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 10:30 Hera var himinlifandi þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. „Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“ Bítið Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira
„Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“
Bítið Eurovision Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira