„Af hverju er oft vont að putta sig?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 7. maí 2024 20:01 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Af hverju er oft vont að putta sig? það er eins og leggöngin mín séu bara að neita aðgang alltaf.. 18 ára KVK Kæra 18 ára kona, Við skulum byrja á að rifja upp að kynlíf, sama hvort það sé sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum, á aldrei að vera vont. Sama hvort um sé að ræða fyrsta skipti eða þúsundasta skipti. Flest lærum við í kynfræðslu í grunnskóla og heyrum um það á mörgum stöðum í alls konar formi. Við hlustum á umræður en líka koma upplýsingar frá fjölmiðlum og í efni sem við horfum á að kynlíf sé „bara oft vont fyrir stelpur” og fólk með píkur en það er mýta sem þarf að útrýma sem allra fyrst. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Grindarbotnsvöðvarnir eru vöðvarnir sem liggja í kringum leggöngin og halda upp líffærunum eins og þvagblöðru, leginu og endaþarmi. Ég fæ reglulega sögur um slíkt frá fólki með píkur, jafnvel komið vel á fullorðinsaldur og er búið að stunda kynlíf í mörg ár, að það hafi bara alltaf haldið að kynlíf ætti að vera vont eða óþægilegt. Það hefur þá jafnvel nefnt það við lækni sem þekkir ekki vaginsimus, sem staðfesti bara hugmyndir þeirra að eðlilegt væri að kynlíf sé vont. Þá gefa læknar jafnvel þær ráðleggingar að „slaka bara á“, nota einhver deyfingarkrem eða bíða bara eftir að þetta líði hjá. Án þess að vísa þeim til fagaðila, til dæmis kvenheilsusjúkraþjálfara, eða fræða það um kynlíf og að ef kynlífið sem viðkomandi er að stundasé vont, hvernig er hægt að breyta kynlífinu á meðan verið er að vinna með vandann? En að vandanum hjá þér, án þess auðvitað að geta spurt þig frekari spurninga út í einkenni eða fá frekari upplýsingar, þá hljómar eins og um yfirspennu í grindarbotnsvöðvunum sé um að ræða. Góðu fréttirnar eru að hægt er að leita sér aðstoðar! Vísir/Getty Grindarbotnsvöðvarnir eru vöðvarnir sem liggja í kringum leggöngin og halda upp líffærunum eins og þvagblöðru, leginu og endaþarmi. Svo getur gerst að þessir yfirspenna verði það mikil að grindarbotnsvöðvarnir fá ósjálfráða krampa. Þessir krampar geta þá verið það miklir aðsársaukafullt verði að setja til dæmis eins og þú nefnir, putta eða jafnvel túrtappa inn í leggöngin. Þessi mikla yfirspenna kallast vaginismus, eða á góðri íslensku skeiðarkrampi. Ég ætla þó að nota orðið vaginismus því það er orðið sem ég er vön að nota. Ekki er alveg vitað hvað veldur því að sumt fólk upplifi vaginismus. Kvillinn getur valdið líkamlegum, sálrænum og kynlífstengdum vanda. Þá geta sýkingar eins og þvagfærasýking eða sveppasýking gert sársaukann verri. Þættir eins og kvíðaraskanir, fæðingaráverkar (til dæmis rifur rifur), fyrrum aðgerðir og fyrrum saga um kynferðislegt ofbeldi eða neikvæðar upplifanir/hugsanir tengdar kynlífi geta verið áhættuþættir fyrir því að þróa með sér vaginisums. Vaginisums er ein helsta ástæða fyrir sársauka í samförum og kynlífi og rannsóknir sýna að 1-7% kvenna og fólks með píku hér á vestrænu löndunum sem upplifa þetta á lífsleiðinni. Þá er tíðnin enn hærri í löndum þar sem umræða og fræðsla um kynlíf er ekki jafn opin. Að við fáum ekki kynfræðslu og heiðarlega og opinskáa umræða um kynlíf veldur eins konar vítahring. Ef við fáum ekki fræðslu um kynlíf og umræðan er ekki opin, upplifum við skömm tengda kynlífi, og kynferðisleg skömm getur aukið líkur á vaginismus, og fólk upplifir svo skömm að vera með vaginisums, en ræðir það ekki, svo vandinn versnar… Góðu fréttirnar eru að hægt er að leita sér aðstoðar! Til dæmis hjá kvenheilsusjúkraþjálfara, sem eru sjúkraþjálfarar sem sérhæfa sig í grindarbotninum hjá konum og fólki með píku. Þá er líka hægt að tala við sálfræðing og kynfræðing/kynlífsráðgjafa! Oft tengist vandinn mörgum þáttum hjá okkur, líkt og kvíða og hefur áhrif á kynlífið okkar og því gott að fá þverfaglega aðstoð. Rannsóknir sýna að þau sem leita sér aðstoðar finna létti á sínum einkennum og 80-90% geta í framhaldi stundað samfarir án verkja. Hægt er að leita til kvenheilsusjúkraþjálfara og hér hef ég tekið saman lista af nokkrum þeirra. Það þarf ekki tilvísun frá lækni fyrir fyrstu fimm skiptin hjá sjúkraþjálfara og því hægt að bóka strax tíma! Þá er vert að nefna að hægt er að fá niðurgreidda sálfræðitíma með tilvísun frá heilsugæslunni þinni hjá sálfræðingum á listanum hér sem þjónusta fullorðna. Þú getur lesið þér meira til um niðurgreidda sálfræðiþjónustu hér. Með tilvísun borgar þú bara 500 krónur fyrir tímann (og börn borga þá 0 kr.). Hér er svo þáttur með einum slíkum kvenheilsusjúkraþjálfara, henni Hildi Grímsdóttur. Hún ræðir einmitt við mig hvað gerist hjá kvenheilsusjúkraþjálfara og við veitum ýmis ráð við verkjum í kynlífi. Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Kæra 18 ára kona, Við skulum byrja á að rifja upp að kynlíf, sama hvort það sé sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum, á aldrei að vera vont. Sama hvort um sé að ræða fyrsta skipti eða þúsundasta skipti. Flest lærum við í kynfræðslu í grunnskóla og heyrum um það á mörgum stöðum í alls konar formi. Við hlustum á umræður en líka koma upplýsingar frá fjölmiðlum og í efni sem við horfum á að kynlíf sé „bara oft vont fyrir stelpur” og fólk með píkur en það er mýta sem þarf að útrýma sem allra fyrst. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Grindarbotnsvöðvarnir eru vöðvarnir sem liggja í kringum leggöngin og halda upp líffærunum eins og þvagblöðru, leginu og endaþarmi. Ég fæ reglulega sögur um slíkt frá fólki með píkur, jafnvel komið vel á fullorðinsaldur og er búið að stunda kynlíf í mörg ár, að það hafi bara alltaf haldið að kynlíf ætti að vera vont eða óþægilegt. Það hefur þá jafnvel nefnt það við lækni sem þekkir ekki vaginsimus, sem staðfesti bara hugmyndir þeirra að eðlilegt væri að kynlíf sé vont. Þá gefa læknar jafnvel þær ráðleggingar að „slaka bara á“, nota einhver deyfingarkrem eða bíða bara eftir að þetta líði hjá. Án þess að vísa þeim til fagaðila, til dæmis kvenheilsusjúkraþjálfara, eða fræða það um kynlíf og að ef kynlífið sem viðkomandi er að stundasé vont, hvernig er hægt að breyta kynlífinu á meðan verið er að vinna með vandann? En að vandanum hjá þér, án þess auðvitað að geta spurt þig frekari spurninga út í einkenni eða fá frekari upplýsingar, þá hljómar eins og um yfirspennu í grindarbotnsvöðvunum sé um að ræða. Góðu fréttirnar eru að hægt er að leita sér aðstoðar! Vísir/Getty Grindarbotnsvöðvarnir eru vöðvarnir sem liggja í kringum leggöngin og halda upp líffærunum eins og þvagblöðru, leginu og endaþarmi. Svo getur gerst að þessir yfirspenna verði það mikil að grindarbotnsvöðvarnir fá ósjálfráða krampa. Þessir krampar geta þá verið það miklir aðsársaukafullt verði að setja til dæmis eins og þú nefnir, putta eða jafnvel túrtappa inn í leggöngin. Þessi mikla yfirspenna kallast vaginismus, eða á góðri íslensku skeiðarkrampi. Ég ætla þó að nota orðið vaginismus því það er orðið sem ég er vön að nota. Ekki er alveg vitað hvað veldur því að sumt fólk upplifi vaginismus. Kvillinn getur valdið líkamlegum, sálrænum og kynlífstengdum vanda. Þá geta sýkingar eins og þvagfærasýking eða sveppasýking gert sársaukann verri. Þættir eins og kvíðaraskanir, fæðingaráverkar (til dæmis rifur rifur), fyrrum aðgerðir og fyrrum saga um kynferðislegt ofbeldi eða neikvæðar upplifanir/hugsanir tengdar kynlífi geta verið áhættuþættir fyrir því að þróa með sér vaginisums. Vaginisums er ein helsta ástæða fyrir sársauka í samförum og kynlífi og rannsóknir sýna að 1-7% kvenna og fólks með píku hér á vestrænu löndunum sem upplifa þetta á lífsleiðinni. Þá er tíðnin enn hærri í löndum þar sem umræða og fræðsla um kynlíf er ekki jafn opin. Að við fáum ekki kynfræðslu og heiðarlega og opinskáa umræða um kynlíf veldur eins konar vítahring. Ef við fáum ekki fræðslu um kynlíf og umræðan er ekki opin, upplifum við skömm tengda kynlífi, og kynferðisleg skömm getur aukið líkur á vaginismus, og fólk upplifir svo skömm að vera með vaginisums, en ræðir það ekki, svo vandinn versnar… Góðu fréttirnar eru að hægt er að leita sér aðstoðar! Til dæmis hjá kvenheilsusjúkraþjálfara, sem eru sjúkraþjálfarar sem sérhæfa sig í grindarbotninum hjá konum og fólki með píku. Þá er líka hægt að tala við sálfræðing og kynfræðing/kynlífsráðgjafa! Oft tengist vandinn mörgum þáttum hjá okkur, líkt og kvíða og hefur áhrif á kynlífið okkar og því gott að fá þverfaglega aðstoð. Rannsóknir sýna að þau sem leita sér aðstoðar finna létti á sínum einkennum og 80-90% geta í framhaldi stundað samfarir án verkja. Hægt er að leita til kvenheilsusjúkraþjálfara og hér hef ég tekið saman lista af nokkrum þeirra. Það þarf ekki tilvísun frá lækni fyrir fyrstu fimm skiptin hjá sjúkraþjálfara og því hægt að bóka strax tíma! Þá er vert að nefna að hægt er að fá niðurgreidda sálfræðitíma með tilvísun frá heilsugæslunni þinni hjá sálfræðingum á listanum hér sem þjónusta fullorðna. Þú getur lesið þér meira til um niðurgreidda sálfræðiþjónustu hér. Með tilvísun borgar þú bara 500 krónur fyrir tímann (og börn borga þá 0 kr.). Hér er svo þáttur með einum slíkum kvenheilsusjúkraþjálfara, henni Hildi Grímsdóttur. Hún ræðir einmitt við mig hvað gerist hjá kvenheilsusjúkraþjálfara og við veitum ýmis ráð við verkjum í kynlífi.
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Indíönu Rós Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira