Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - FH 3-0 | Blikar héldu uppteknum hætti Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2024 20:00 Vigdís Lilja skoraði tvö fyrir Blika. Hún hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. vísir / anton brink Breiðablik hélt frábærri byrjun sinni áfram í 3. umferð Bestu deildar kvenna með 3-0 sigri gegn FH. Blikakonur hafa nú unnið alla þrjá fyrstu leikina með þremur mörkum gegn engu. Blikar byrjuðu leikinn betur og fundu mikið pláss fyrir aftan háa varnarlínu gestanna. Vigdís Lilja og Agla María fengu fín færi strax í upphafi en Aldís Guðlaugsdóttir gerði vel í marki gestanna og hélt boltanum frá netinu. Agla María fékk frábært marktækifærivísir / anton brink FH liðið var kraftmikið í sínum sóknum og spilaði með liðið hátt uppi á vellinum. Framherji þeirra, Breukelen Woodard fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hún slapp ein í gegn á 18. mínútu en Aníta Dögg varði skot hennar vel og bjargaði Blikum frá því að lenda undir. Skot FH-inga small í stönginni. vísir / anton brink FH hélt áfram að ógna og átti skot í stöng skömmu síðar en það voru Blikar sem tóku forystuna á 35. mínútu. Markið æxlaðist á furðulegan hátt, Vigdís Lilja elti þar stungusendingu sem virtist glötuð en varð rétt á undan markverði FH í boltann, gaf svo fyrir á Birtu Georgsdóttur sem skaut tvisvar í varnarmann áður en hún þrumaði í netið af stuttu færi. Birta Georgsdóttir kom boltanum í netið eftir vandræðagang í vörn FH. vísir / anton brink Í seinni hálfleik sást fljótt að Blikar ætluðu að bæta við. Þær lágu á gestunum í nokkrar mínútur og markaskorarinn Birta Georgsdóttir var nýbúin að klúðra dauðafæri fyrir opnu marki þegar boltinn fór loks aftur inn á 61. mínútu. Vigdís Lilja fékk þar góða stungusendingu frá Andreu Rut, keyrði vel upp, skipti á hægri fótinn á hárréttum tíma og lagði boltann í fjærhornið. Það rigndi hressilegavísir / anton brink Vigdís Lilja var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu og skoraði sitt fimmta mark í þremur leikjum. Markvörður FH átti þar misheppnaða spyrnu frá marki, beint á Margréti Leu sem kom boltanum á Vigdísi og hún lagði boltann í fjærhornið af yfirvegun. Átakanlegt atvik átti sér stað undir lok leiks þegar Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig niður. Hún glímir við hjartakvilla og hélt um brjóst sér, en var með meðvitund. Andrea var flutt burt með sjúkrabíl og leikurinn var flautaður af áður en uppbótartími rann út. vísir / anton brink Atvik leiksins Átti sér raunar stað áður en flautað var á. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, nefbrotnaði í síðasta leik og verður frá næstu vikur. Allt stefndi í að sóknarsinnaði útispilarinn Rakel Hönnudóttir myndi klæða sig í hanska og verja markið en það tókst að græja flugmiða fyrir Anítu Dögg Guðmundsdóttur á ögurstundu. Hún flaug frá Bandaríkjunum í nótt, lenti klukkan sex í morgun og var mætt í Blikabúning seinnipartinn. Aníta Dögg hélt hreinu þrátt fyrir lítinn svefnvísir / anton brink Stjörnur og skúrkar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hélt frábærri spilamennsku áfram og setti tvö mörk fyrir Breiðablik. Andrea Rut og Agla María ógnuðu sífellt á köntunum. Heiða Ragney stýrði spilinu á miðsvæðinu og var valin maður leiksins í leikslok. Aníta Dögg á einnig hrós skilið fyrir sína innkomu í markið eftir lítinn sem engan undirbúning. Aldís Guðlaugsdóttir átti slæman dag í marki FH og gaf Blikum þriðja markið. Breukelen Woodard fékk dauðafæri í fyrri hálfleik til að koma FH yfir en nýtti ekki. Heiða Ragney stýrði spilinuvísir / anton brink Dómarar Bríet Bragadóttir á flautunni. Nour Natan Ninir og Þórarinn Einar Engilbertsson til aðstoðar. Svosem engin stór atvik til að setja út á en það féllu alveg nokkrir furðulegir smádómar. Ótrúlegt líka að Valgerður Ósk hafi ekki fengið gult spjald áður en hún var tekin af velli, reif Vigdísi niður og hugsaði ekkert um boltann. Stemning og umgjörð Vel staðið að hlutum á Kópavogsvelli, drykkjarföng og veitingar í hæsta gæðaflokki. Ítalska lagið Che Confusione spilað fyrir leik til að gíra aðdáendur í gang. Virkaði vel og skapaðist fínasta stemning á vellinum. Viðtöl „Hún er líklega einn besti markaskorari sem ég hef unnið með“ Nik Chamberlainvísir / anton brink „Gott að skynsemin bar ofan og leikurinn var flautaður af, það var engin ástæða til að halda áfram. Við óskum henni alls hins besta, hún hefur glímt við hjartavandamál en jafnar sig vonandi fljótt. Kærleikur og bataóskir frá klúbbnum“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Heilt yfir var hann ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld. „Okkar besta frammistaða hingað til. Fengum alvöru áskorun í dag, Aníta bjargaði okkur í fyrri hálfleik en þegar við róuðum okkar spil í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórnina. Fundum pláss og vorum hættulegar fram á við, varnarlega vorum við traustar og bægðum þeim vel frá marki.“ Framherjinn Vigdís Lilja hefur farið frábærlega af stað á mótinu og skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum. „Hún er líklega einn besti markaskorari sem ég hef unnið með, finnur alltaf rétt svæði og veit hvað hún ætlar að gera. Yfirveguð fyrir framan markið. Það er samt ekki bara markaskorun hjá henni, hún er góður uppspilspunktur og mjög mikilvæg þegar við pressum.“ Þrátt fyrir að liðið hafi spilað vel í dag og unnið þriðja 3-0 sigurinn í röð þykir Nik þær ekki hafa sýnt sitt besta enn. „Nei ekki ennþá, það er enn rými til bætingar en við stigum skref í rétta átt í dag. Vorum rólegri á boltanum og mér fannst ég sjá betri frammistöður hjá leikmönnum. Við breyttum líka leikskipulaginu sem hjálpaði kannski til. Eigum eftir að stíga nokkur skref en þetta þokast“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik FH
Breiðablik hélt frábærri byrjun sinni áfram í 3. umferð Bestu deildar kvenna með 3-0 sigri gegn FH. Blikakonur hafa nú unnið alla þrjá fyrstu leikina með þremur mörkum gegn engu. Blikar byrjuðu leikinn betur og fundu mikið pláss fyrir aftan háa varnarlínu gestanna. Vigdís Lilja og Agla María fengu fín færi strax í upphafi en Aldís Guðlaugsdóttir gerði vel í marki gestanna og hélt boltanum frá netinu. Agla María fékk frábært marktækifærivísir / anton brink FH liðið var kraftmikið í sínum sóknum og spilaði með liðið hátt uppi á vellinum. Framherji þeirra, Breukelen Woodard fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hún slapp ein í gegn á 18. mínútu en Aníta Dögg varði skot hennar vel og bjargaði Blikum frá því að lenda undir. Skot FH-inga small í stönginni. vísir / anton brink FH hélt áfram að ógna og átti skot í stöng skömmu síðar en það voru Blikar sem tóku forystuna á 35. mínútu. Markið æxlaðist á furðulegan hátt, Vigdís Lilja elti þar stungusendingu sem virtist glötuð en varð rétt á undan markverði FH í boltann, gaf svo fyrir á Birtu Georgsdóttur sem skaut tvisvar í varnarmann áður en hún þrumaði í netið af stuttu færi. Birta Georgsdóttir kom boltanum í netið eftir vandræðagang í vörn FH. vísir / anton brink Í seinni hálfleik sást fljótt að Blikar ætluðu að bæta við. Þær lágu á gestunum í nokkrar mínútur og markaskorarinn Birta Georgsdóttir var nýbúin að klúðra dauðafæri fyrir opnu marki þegar boltinn fór loks aftur inn á 61. mínútu. Vigdís Lilja fékk þar góða stungusendingu frá Andreu Rut, keyrði vel upp, skipti á hægri fótinn á hárréttum tíma og lagði boltann í fjærhornið. Það rigndi hressilegavísir / anton brink Vigdís Lilja var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu og skoraði sitt fimmta mark í þremur leikjum. Markvörður FH átti þar misheppnaða spyrnu frá marki, beint á Margréti Leu sem kom boltanum á Vigdísi og hún lagði boltann í fjærhornið af yfirvegun. Átakanlegt atvik átti sér stað undir lok leiks þegar Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig niður. Hún glímir við hjartakvilla og hélt um brjóst sér, en var með meðvitund. Andrea var flutt burt með sjúkrabíl og leikurinn var flautaður af áður en uppbótartími rann út. vísir / anton brink Atvik leiksins Átti sér raunar stað áður en flautað var á. Telma Ívarsdóttir, markvörður Breiðabliks, nefbrotnaði í síðasta leik og verður frá næstu vikur. Allt stefndi í að sóknarsinnaði útispilarinn Rakel Hönnudóttir myndi klæða sig í hanska og verja markið en það tókst að græja flugmiða fyrir Anítu Dögg Guðmundsdóttur á ögurstundu. Hún flaug frá Bandaríkjunum í nótt, lenti klukkan sex í morgun og var mætt í Blikabúning seinnipartinn. Aníta Dögg hélt hreinu þrátt fyrir lítinn svefnvísir / anton brink Stjörnur og skúrkar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hélt frábærri spilamennsku áfram og setti tvö mörk fyrir Breiðablik. Andrea Rut og Agla María ógnuðu sífellt á köntunum. Heiða Ragney stýrði spilinu á miðsvæðinu og var valin maður leiksins í leikslok. Aníta Dögg á einnig hrós skilið fyrir sína innkomu í markið eftir lítinn sem engan undirbúning. Aldís Guðlaugsdóttir átti slæman dag í marki FH og gaf Blikum þriðja markið. Breukelen Woodard fékk dauðafæri í fyrri hálfleik til að koma FH yfir en nýtti ekki. Heiða Ragney stýrði spilinuvísir / anton brink Dómarar Bríet Bragadóttir á flautunni. Nour Natan Ninir og Þórarinn Einar Engilbertsson til aðstoðar. Svosem engin stór atvik til að setja út á en það féllu alveg nokkrir furðulegir smádómar. Ótrúlegt líka að Valgerður Ósk hafi ekki fengið gult spjald áður en hún var tekin af velli, reif Vigdísi niður og hugsaði ekkert um boltann. Stemning og umgjörð Vel staðið að hlutum á Kópavogsvelli, drykkjarföng og veitingar í hæsta gæðaflokki. Ítalska lagið Che Confusione spilað fyrir leik til að gíra aðdáendur í gang. Virkaði vel og skapaðist fínasta stemning á vellinum. Viðtöl „Hún er líklega einn besti markaskorari sem ég hef unnið með“ Nik Chamberlainvísir / anton brink „Gott að skynsemin bar ofan og leikurinn var flautaður af, það var engin ástæða til að halda áfram. Við óskum henni alls hins besta, hún hefur glímt við hjartavandamál en jafnar sig vonandi fljótt. Kærleikur og bataóskir frá klúbbnum“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Heilt yfir var hann ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld. „Okkar besta frammistaða hingað til. Fengum alvöru áskorun í dag, Aníta bjargaði okkur í fyrri hálfleik en þegar við róuðum okkar spil í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórnina. Fundum pláss og vorum hættulegar fram á við, varnarlega vorum við traustar og bægðum þeim vel frá marki.“ Framherjinn Vigdís Lilja hefur farið frábærlega af stað á mótinu og skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum. „Hún er líklega einn besti markaskorari sem ég hef unnið með, finnur alltaf rétt svæði og veit hvað hún ætlar að gera. Yfirveguð fyrir framan markið. Það er samt ekki bara markaskorun hjá henni, hún er góður uppspilspunktur og mjög mikilvæg þegar við pressum.“ Þrátt fyrir að liðið hafi spilað vel í dag og unnið þriðja 3-0 sigurinn í röð þykir Nik þær ekki hafa sýnt sitt besta enn. „Nei ekki ennþá, það er enn rými til bætingar en við stigum skref í rétta átt í dag. Vorum rólegri á boltanum og mér fannst ég sjá betri frammistöður hjá leikmönnum. Við breyttum líka leikskipulaginu sem hjálpaði kannski til. Eigum eftir að stíga nokkur skref en þetta þokast“ sagði Nik að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti