Hvetur fólk til þess að leika sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 11:30 Birna Dröfn leikur sér á hverjum degi og hefur aldrei verið betri. Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira