Lífið

Mikið fjör á opnun kosningaskrifstofu Gnarr

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikið var um að vera. 
Mikið var um að vera.  Red Illuminations

Fjöldi fólks lét sjá sig þegar Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði dyrnar að kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti 11 í dag. Boðið var upp á kræsingar og skemmtiatriði í tilefni opnunarinnar. 

„Komdu við þar eða vertu skar!“ skrifaði Jón Gnarr við auglýsingu viðburðarins á X. Margir virðast hafa hlýtt þessum fyrirmælum en stór hópur fólks lét sjá sig. 

Skemmtikraftar stigu á stokk, Ólöf Arnalds, Kristmundur Axel, Girerd sveitin og að sjálfsögðu Tvíhöfði. 

Myndir af opnuninni má sjá hér að neðan. 

Lúðrasveit spilaði fyrir gesti. „Syngið með svo það heyrist ekki í okkur,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson þegar hljómsveitin var í þann mund að byrja að spila. Red Illuminations
Tvíhöfði tók lagið. Red Illuminations
Jón og Jóga Gnarr skála.Red Illuminations
Björgvin Franz Gíslason leikari var meðal gesta. Red Illuminations
Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona skælbrosti. Red Illuminations
Siguður Björn Blöndal bassaleikari HAM og fyrrverandi borgarfulltrúi lét sjá sig. Red Illuminations
Almar Blær Sigurjónsson leikari lék á franskt horn og Þorsteinn Guðmundsson fóstbróðir lék á trompet. Red Illuminations
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fjölmiðlakona lét sig ekki vanta.Red Illuminations
Sigurjón Kjartansson mættur, en ekki hvað. Red Illuminations
Ungir sem aldnir tóku þátt í umræðum.Red Illuminations
Á boðstólnum var brauð og ostar, jú og kókómjólk. Red Illuminations
Starkaður Pétursson leikari var meðal gesta. Red Illuminations
Jói Jóhannsson leikari mætti líka. Red Illuminations
Tvíhöfði hneigir sig.Red Illuminations
Kristmundur Axel steig á stokk. Red Illuminations





Fleiri fréttir

Sjá meira


×