23 hvolpar á heimili í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2024 20:15 Kjartan Halldór Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir hundaræktendur í Þorlákshöfn hvort með sinn hvolpinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á heimili í Þorlákshöfn þessa dagana því 23 hvolpar úr tveimur gotum voru að koma þar í heiminn, þrettán rakkar og tíu tíkur. Hvolparnir fæddust í tveimur gotum sitthvorn daginn fyrir sex vikum en um er að ræða veiðihunda úr Zeldu ræktun þeirra Kjartans Halldórs og Eydísar Grétu. Tíu tíkur og þrettán rakkar komu í heiminn en mæður þeirra eru þær Níta og Síba. „Við skulum orða það þannig að það myndi sennilega engin með fullri meðvitund óska sér 23 hvolpa en maður tekur bara því semkemur, stundum koma tveir,” segir Kjartan Halldór hlæjandi og bætir við. „En það er merkilegt með Helga bróðir, hann spáði þessu, hann dreymdi fyrir 23 hvolpum, 13 rökkum og 10 tíkum og hann var gjörsamlega með þetta á hreinu.” Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars og þá eru bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar , sem búa í Hafnarfirði duglegir að koma í heimsókn til að leika við hvolpana og fá að halda á þeim. „Þetta eru ofboðslega auðþjálfaðir hundar og skarpir hundar, klárir. Ofboðslega skemmtilegir og húsbóndahollir,” segir Eydís Gréta. Það kom í ljós fljótlega eftir gotið hjá Síbu að hún mjólkaði ekki nóg og voru hvolparnir hennar þá á pela í þrjár vikur og hvolpar Nítu fengu líka stundum auka gjafir og það merkilega er að tíkin Njála, sem er alsystir Nítu og á ekkert í hvolpunum tók upp á því að byrja að mjólka og gefur hvolpunum úr spenunum sínum alveg eins og alvöru mæður þeirra, magnað en dagsatt. Bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar þeir Natan Elí (t.v.) og Máni Hrafn Smárasynir, sem búa í Hafnarfirði koma reglulega til að kíkja á hvolpana og leika við þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú kemur aðalspurningin, hvað verður um þessa 23 hvolpa? „Heyrðu, við erum svo ofboðslega heppin, við höfum ekki oft komið með got en það hafa alltaf fengið færri en vilja en við áttuðum okkur á því með 23 að við yrðum með einhverja hunda fram eftir sumri og jafnvel eftir vetri en okkur telst til að það séu þegar farnir 14, sem er bara alveg magnað,” segir Kjartan Halldóra. Þá má geta þess að Kjartan og Eydís hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir sína ræktun en þeirra líf snýst jú númer eitt, tvö og þrjú um hunda og aftur hunda. Ræktunarsíða Kjartans og Eydísar Ölfus Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Hvolparnir fæddust í tveimur gotum sitthvorn daginn fyrir sex vikum en um er að ræða veiðihunda úr Zeldu ræktun þeirra Kjartans Halldórs og Eydísar Grétu. Tíu tíkur og þrettán rakkar komu í heiminn en mæður þeirra eru þær Níta og Síba. „Við skulum orða það þannig að það myndi sennilega engin með fullri meðvitund óska sér 23 hvolpa en maður tekur bara því semkemur, stundum koma tveir,” segir Kjartan Halldór hlæjandi og bætir við. „En það er merkilegt með Helga bróðir, hann spáði þessu, hann dreymdi fyrir 23 hvolpum, 13 rökkum og 10 tíkum og hann var gjörsamlega með þetta á hreinu.” Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvolparnir sofa mikið og njóta þessa að vera í návist hvors annars og þá eru bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar , sem búa í Hafnarfirði duglegir að koma í heimsókn til að leika við hvolpana og fá að halda á þeim. „Þetta eru ofboðslega auðþjálfaðir hundar og skarpir hundar, klárir. Ofboðslega skemmtilegir og húsbóndahollir,” segir Eydís Gréta. Það kom í ljós fljótlega eftir gotið hjá Síbu að hún mjólkaði ekki nóg og voru hvolparnir hennar þá á pela í þrjár vikur og hvolpar Nítu fengu líka stundum auka gjafir og það merkilega er að tíkin Njála, sem er alsystir Nítu og á ekkert í hvolpunum tók upp á því að byrja að mjólka og gefur hvolpunum úr spenunum sínum alveg eins og alvöru mæður þeirra, magnað en dagsatt. Bræðurnir og barnabörn þeirra Kjartans og Eydísar þeir Natan Elí (t.v.) og Máni Hrafn Smárasynir, sem búa í Hafnarfirði koma reglulega til að kíkja á hvolpana og leika við þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú kemur aðalspurningin, hvað verður um þessa 23 hvolpa? „Heyrðu, við erum svo ofboðslega heppin, við höfum ekki oft komið með got en það hafa alltaf fengið færri en vilja en við áttuðum okkur á því með 23 að við yrðum með einhverja hunda fram eftir sumri og jafnvel eftir vetri en okkur telst til að það séu þegar farnir 14, sem er bara alveg magnað,” segir Kjartan Halldóra. Þá má geta þess að Kjartan og Eydís hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir sína ræktun en þeirra líf snýst jú númer eitt, tvö og þrjú um hunda og aftur hunda. Ræktunarsíða Kjartans og Eydísar
Ölfus Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira