Lífið

Karl konungur snýr aftur úr veikinda­leyfi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tæpt ár er frá því að Karl var krýndur Bretakonungur, en það va 6. Maí í fyrra. Af því tilefni gaf konungshöllin út nýja mynd af konungshjónunum.
Tæpt ár er frá því að Karl var krýndur Bretakonungur, en það va 6. Maí í fyrra. Af því tilefni gaf konungshöllin út nýja mynd af konungshjónunum. Skjáskot/Instagram

Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum.

 Hans fyrsta verk verður að heimsækja krabbameinsmiðstöð á þriðjudag ásamt Kamillu drottningu. Þar mun hann hitta lækna og sérfræðinga sem hafa unnið að því að rannsaka krabbamein.

Frá þessu er greint í breskum miðlum. Á vef Guardian segir að læknar konungsins séu ánægðir með árangurinn af meðferðinni og að þeir séu jákvæðir fyrir því að hann taki að sér sínar konunglegu skyldur á ný. Þá mun hann einnig taka á móti keisara og keisaraynju Japans.

Í frétt Guardian er haft eftir talsmanni konungshallarinnar að konungurinn taki glaður við skyldum sínum á ný og að hann sé þakklátur öllum læknum sínum fyrir sérfræðiþekkingu þeirra og aðstoð.

Í tilkynningu frá konungshöllinni um endurkomu konungsins kom fram að Karl haldi áfram í meðferð en að óljóst sé hversu lengi hann þurfi á þeim að halda. Tekið verður tillit til þess á öllum þeim viðburðum og heimsóknum sem hann tekur þátt í.


Tengdar fréttir

Vill komast aftur í vinnuna

Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar

Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð.

Nógu heilsuhraustur fyrir símtal

Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.