Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna ástandsins í Íran Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. apríl 2024 07:00 Kristrún Frostadóttir ræðir meðal annars hvernig tilviljanir hafa haft mikil áhrif á hennar líf í nýjasta þætti Einkalífsins. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Kristrún segist vera intróvert að eðlisfari en að ár í Bretlandi í barnæsku hafi dregið hana úr skelinni. Hún lýsir fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og hvernig tekist hefur að samþætta fjölskyldulífið á meðan hún reisir Samfylkinguna úr öskustónni. Tilviljanir hafi spilað stórt hlutverk í hennar lífi. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Intróvert með sterkar skoðanir Hver er Kristrún Frostadóttir? „Hver er Kristrún Frostadóttir? Ég er orðin svo vön því aðrir séu að skilgreina mig og vera á milli tannanna á fólki að maður á kannski svolítið erfitt sjálfur með að svara þessari spurningu. Ég er ótrúlegt en satt bara frekar róleg manneskja og heimakær og finnst bara gott að vera með mínu fólki. Ég var líklega framan af svona frekar óöruggt barn,“ segir Kristrún. „Ég held að fólk hafi haldið að maður hafi komið svona fullmótaður út sko og inn í þennan heim. En ég hef alltaf verið bara manneskja sem er með fáa en mjög góða einstaklinga í kringum mig og mér finnst gott að vera í friði og í fámennum hóp en finn svo sjálfa mig í þessari ótrúlegu stöðu sem ég er í akkúrat núna. En ég er fyrst og fremst eins og ég segi mikil fjölskyldumanneskja.“ Kristrún pínulítil með eldri bróður sínum.Aðsend Kristrún ólst upp í Fossvoginum, fyrst í Dalalandinu og svo í smáíbúðahverfinu. Hún er yngst þriggja systkina og bjó lengst af í herbergi sem áður var klósett en hafði verið breytt í herbergi. Kristrún segist ekki getað lýst sér sem rólegu barni. „Ég veit nú ekki hvort ég hafi verið róleg. Eins og ég segi, ég hef alltaf verið svona frekar mikið introvert sko. Fólki finnst mjög skrítið að heyra þetta vegna þess að maður er svo mikið út á við en þú getur verið sterkur félagslega en samt fengið orku á því að vera einn eða með fáum einstaklingum en mér fannst bara mjög gott að eiga svona mína færri vini og vera í þannig hópi.“ Dregin út úr skelinni í Bretlandi Kristrún segist hafa verið alinn upp við ákveðið gildismat heima. Að hlúa að fólki og vera þakklát fyrir það sem maður hefur og skilja samhengi hlutanna. Skilja hvað heppni leiki stórt hlutverk í manns lífi. Kristrún segir heppni og tilviljanir einmitt hafa ráðið miklu í lífi hennar. Hún hafi verið dregin út úr skelinni þegar foreldrar hennar fluttu til Manchester þegar hún var níu ára. „Það vissu allir í skólanum hver ég og systir mín voru. Af því að við vorum erlendu stelpurnar sem komu. Við fengum mjög mikla athygli og það var mjög vel haldið utan okkur og þetta eina ár sem ég var þarna úti hafði rosalega mótandi áhrif á mig vegna þess að ég þurfti einhvern veginn svolítið bara að stíga upp, reyna að tengjast fólki á öðru tungumáli.“ Varstu dregin út úr skelinni þarna? „Já, ég var algjörlega dregin út úr skelinni. Svo þegar ég kem til baka þá var ekkert algengt að fólk hefði búið erlendis, þá er maður Kristrún og hún hafði búið hérna í Manchester og fengið að fara á Old Trafford og það var eitthvað svona spennandi við þetta.“ Kristrún segist telja Bretland hafa haft mótandi áhrif á sig. Allt hið félagslega hafi verið auðveldara eftir þetta og var Kristrún meðal annars formaður nemendafélags Hvassaleitisskóla. Þegar í menntaskóla var komið, MR, þá segist Kristrún lítið hafa verið í skólanum. Kristrún ásamt foreldrum sínum.Aðsend Mikið á flakki með fyrstu ástinni „Þegar ég var í menntaskóla þá átti ég erlendan kærasta þannig ég var eiginlega aldrei í skólanum. Ég eyddi rosalega miklum tíma bara á einhverju flakki með honum,“ segir Kristrún. Hún útskýrir að í tíunda bekk hafi hún fengið á heilann að læra spænsku. „Ég var mjög heppin að því leytinu til að foreldrar mínir eru ekki svona fólk sem lifir hátt. Þau voru að kaupa sér fyrsta nýja bílinn sinn fyrir nokkrum árum síðan og bjuggu alltaf mjög þröngt og spöruðu fyrir öllu en eru svona ekta fólk sem lagði allt í okkur. Maður áttar sig alveg á því eftir á,“ segir Kristrún. Hún hafi auk þess verið yngst og fjárhagur foreldra hennar því sterkari. „Ég fór bara á kvöldnámskeið í Mími með einhverju harðfullorðnu fólki sem hafði verið sent þangað út af vinnunni sinni eða eitthvað. Ég skráði mig bara, þú veist ég var náttúrulega mjög sérstök týpa,“ segir Kristrún hlæjandi. Þegar hún var sextán ára hafi hún farið í nokkrar vikur til San Sebastián í norðurhluta Spánar á spænskunámskeið. Hún fór svo aftur þegar hún var sautján ára. „Þá kynnist ég strák sem er kanadískur en er fæddur og uppalinn í Íran og við endum á því að eiga samband þarna í einhver tvö, þrjú ár og þá var ég á einhverju svona smá flakki, var utan skóla og bjó að hluta til í Kanada.“ Kristrún útskýrir að hún hafi komist upp með það að vera svo mikið utan skóla vegna þess að henni hafi alltaf gengið vel í náminu. Hún hafi eytt miklum tíma með sínum manni á þessum tíma. Kristrún er með mastersgráður frá Boston háskóla, sem hún lauk árið 2014 og svo frá Yale-háskóla sem hún lauk 2016. Hugsar oft um ástandið í Íran í seinni tíð Var hann fyrsta ástin? „Jáá, eflaust er það rétta skilgreiningin. Ég er að reyna að hugsa svona aftur í tímann hvort það hafi verið einhver annar, en ég meina þetta var fyrsta alvöru sambandið sem ég var í og var auðvitað mjög svona dramatískt að mörgu leyti. Bæði er þetta manneskja sem er ekki íslensk en í ofanálag er hann frá allt öðrum menningarheimi en ég,“ segir Kristrún á einlægum nótum. Hún útskýrir að hann hafi búið í Íran þar til hann var fjórtán ára. Á þessum árum hafi pabbi hans búið í landinu og í dag býr hann sjálfur þar. Líkt og flestir vita er staða mannréttinda í landinu bágborið og hefur klerkastjórn verið þar við völd frá 1979. „Þessi maður býr í dag í Teheran og vinnur sem kvikmyndagerðarmaður en líka í menntamálum og eitthvað svoleiðis. Ég er ekki í miklum samskiptum við hann en það er bara svolítið magnað að pæla í þessu. Af því að á þeim tíma þegar þú ert ungur þá ertu einhvern veginn ekkert að hugsa um samhengi hlutanna, þú ert ekkert að hugsa um það hvort þetta muni flækja líf þitt til framtíðar og eflaust voru foreldrar mínir, sérstaklega mamma mín örugglega alveg með hjartað í buxunum.“ Var erfitt þegar þið hættuð saman? „Jú jú, ég meina ég ætla svo sem ekkert að gera lítið úr því. Þetta var bara fallegt samband, þetta var það sem þetta var. Ég hætti með honum á sínum tíma og ég held að hálfu ári síðar hafi ég kynnst manninum mínum sem ég er með í dag.“ Þetta hafi klárlega verið lífsreynsla. Hún segir mergjað að hugsa til þess hvernig skref í lífinu geti algjörlega breytt aðstæðum fólks. „En þetta var reynsla skilurðu og eins og ég segi, ég er ekkert að segja að maður hefði ekki getað látið þetta ganga upp en ég hef oft hugsað um það svona í seinni tíð, sérstaklega þegar það hafa verið aðstæður uppi til dæmis í Íran og ég hef vitað af honum þar og það hafa verið svona flókin samskipti milli landa, mannréttindaástandið náttúrulega hræðilegt í þessu landi og einhvern veginn að hugsa til þess að maður hafi verið kominn í svona alvarlegt samband með einstaklingi sem býr við allt aðrar aðstæður en þú í dag og það er bara svo mergjað að hugsa til þess hvernig einhver skref í lífinu geta algjörlega breytt aðstæðum fólks.“ Hittust á Kaffibarnum, en líka Þjóðleikhúsinu Kristrún er gift stærðfræðingnum og viðskiptafræðingnum Einari B. Ingvarssyni. Þau eiga tvær litlar stelpur saman og segir Kristrún að hún hafi alltaf viljað halda fjölskyldunni sinni utan kastljóssins. Einar sé hennar helsti stuðningsmaður í öllu sem hún gerir. „Við kynntumst á Kaffibarnum, já það er nú eiginlega ekkert mikið flóknara en það,“ segir Kristrún hlæjandi. Þau hafi sést áður á leiksýningu og það hafi verið sagan sem afi Kristrúnar hafi fengið að heyra. „Að ég hefði kynnst honum í Þjóðleikhúsinu af því að ég hafði séð hann á einhverri sýningu þar.“ Þetta var árið 2009 og segir Kristrún að þau hafi alltaf verið rosalega góðir vinir og félagar. Þau séu svipaðri týpur þó Einar sé líklega rólegri en hún. Kristrún segir Einar sinn mesta stuðningsmann. Heldur fjölskyldunni frá sviðsljósinu „Það er ástæða fyrir því að það er ég sem er í þessu starfi en ekki hann og hann meira svona til baka en hann er samt mjög skoðanasamur og mjög tilfinningaríkur maður og hefur mjög miklar skoðanir á mörgu sem ég er að gera en hann vill ekkert vera út á við með það og ég virði það og mér finnst mjög gott að hafa það þannig vegna þess að þú verður líka þegar þú ert í svona starfi, og það á svo sem við um svo margt annað, þú verður að geta sett þér mörk.“ Vilji fólk kjósa Kristrúnu eða treysti henni til verka snúist það um hvernig vinnu hún vinnur fyrir fólk en ekki það hver fjölskyldan hennar sé. Þetta segir Kristrún að henni þyki mikilvægt. „Ég skil alveg að fólk vill kynnast manni og mér finnst það mjög eðlilegt og fólk er auðvitað að sækjast eftir því að geta treyst manni og skilja hverskonar manneskja maður er en í lok dags þá er þetta vinnan mín. Þetta er ekki líf mannsins míns, þetta er ekki líf barnanna minna og ég vil ekki setja þau í þá stöðu að þau verði gleypt af þessu öllu og maður verður að geta aðskilið það.“ Stundum erfitt að vera frá börnunum Kristrún segir að það hafi að mestu leyti gengið vel að samþætta störf sín og fjölskyldulífið. Hún segist þó vera hreinskilin með það að það geti stundum verið þrot að vera með eins árs gamalt barn og eina fimm ára í þessari stöðu. Hvernig hefur gengið að eyða nægum tíma með börnunum og vera til staðar á réttum stundum? „Auðvitað hef ég ekki eytt nógu miklum tíma með þeim. Ég meina, það er auðvitað bara þannig. Og ég held að það eigi við um mjög marga bara yfirhöfuð og ég myndi vilja eyða miklu meiri tíma með þeim en ég geri. Þetta er auðvitað bara hin stöðuga, hvað á ég að segja, stöðugar spurningar sem maður spyr sjálfan sig, hvernig maður forgangsraðar sínum tímum og sérstaklega ef maður á erfiða daga, þá hugsar maður stundum bara: Af hverju er ég að gera þetta?“ segir Kristrún. „Hér eru börn sem bíða eftir mér heima, gera mjög takmarkaðar kröfur til mín þó þau séu mjög kröfuhörð, svo er maður að gera eitthvað annað niðrí bæ og fólk ekki sátt með mann en hér elska mann allir, skiluruðu. En það er held ég auðvitað bara í allri vinnu óháð því hvort þú sért í pólitík eða ekki.“ Fjölskyldan saman á síðustu áramótum. Hefurðu einhvern tímann tekið þetta inn á þig? „Já, ég hef alveg gert það og alveg oftar en einu sinni. Ég missti einu sinni af danssýningu hjá eldri stelpunni minni af því að ég var föst í einhverri atkvæðagreiðslu. Ég vil samt ekki að fólk haldi að ég hafi fest mig viljandi, ég hef líka labbað út úr atkvæðagreiðslu út af börnunum mínum.“ Kristrún segist eðli málsins samkvæmt hafa verið fúl. Hún tekur þó fram að hún sé mjög heppin með sínar aðstæður og bakland. Hún sé vel gift með mann sem styður sig hundrað prósent og foreldra að baki sér og tengdafjölskyldu sem sé alltaf til staðar. Hún sé þakklát fyrir það. „Ég er mjög kræf á það, ég reyni að sækja börnin mín eins oft og ég get, ég er upptekin mjög oft á milli hálf fimm og hálf níu og ef fólk þarf að ná á mig á þeim tíma, ef það er eitthvað akút þá tek ég símann en annars ekki. Ég vinn bara frekar á kvöldin, ég reyni alltaf að borða með fjölskyldunni minni og elda og gera hluti ef ég get það.“ Hlutirnir gerast oft bara Kristrún er 35 ára gömul með magnaða ferilskrá að baki. Hún hefur unnið fyrir Morgan Stanley banka í Bandaríkjunum, Seðlabankann, Arion banka og Kviku banka svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur gengið í gegnum ráðningarferli þar sem fimmtíu þúsund manns sóttu um tíu stöður. Hefurðu alltaf verið með þetta sjálfstraust? „Nei, það er auðvitað ekkert þannig. Ég held þetta sé alveg eins og ég var að tala um með innkomu mína í pólitík og ég hef oft sagt þetta við ungt fólk sem ég tala nið, sem er á þessum stað, kannski nítján, tuttugu ára og er að reyna að sjá lífið fyrir sér...að það er rosalega gott að setja sér markmið og vera metnaðarfullur en það er sjaldnast þannig að ferilskráin hjá fólki teiknast upp fyrirfram.“ Kristrún himinlifandi við útskrift í Bandaríkjunum. Kristrún segist þannig aldrei hafa ætlað að fara að vinna í banka. Tilviljun hafi verið að það var laus staða í greiningardeild Arion banka þegar hún útskrifaðist. „Ég fékk óvart vinnu í Seðlabankanum af því að stelpan sem hafði fengið vinnuna á undan mér hún veiktist og það var hringt í mig á síðustu stundu. Þegar ég fór til Bandaríkjanna ætlaði ég að fara að vinna í einhverjum þróunarmálum á alþjóðlegri ráðgjöf svona meira á almennara sviði hagstjórnar og samfélagsmála, þá var ég með mentor sem hafði rosalega trú á mér sem hafði verið aðalhagfræðingur í Morgan Stanley. Hlutirnir gerast oft bara svolítið.“ Kristrún útskýrir að hún hafi svo farið í doktorsnám í hagfræði í Bandaríkjunum. Eftir ár hafi hún fattað að hún hataði það og fannst það ömurlegt. Þá hætti hún og fannst henni það skelfilega erfitt. „Af því að ég var á þessum aldri sem margir eru á einhvern veginn bara búin að ákveða líf mitt. Að ég ætlaði að fara og sækja mér doktorsgráðu og verða akademíker og eitthvað. Svo fattaði ég bara að mér fannst þetta ógeðslega leiðinlegt, ég var ekkert sérstaklega góð í þessu, ég var miklu betri bara í að eiga samskipti við fólk frekar en að vera lokuð inn á skrifstofu.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Samfylkingin Alþingi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Kristrún segist vera intróvert að eðlisfari en að ár í Bretlandi í barnæsku hafi dregið hana úr skelinni. Hún lýsir fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og hvernig tekist hefur að samþætta fjölskyldulífið á meðan hún reisir Samfylkinguna úr öskustónni. Tilviljanir hafi spilað stórt hlutverk í hennar lífi. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Intróvert með sterkar skoðanir Hver er Kristrún Frostadóttir? „Hver er Kristrún Frostadóttir? Ég er orðin svo vön því aðrir séu að skilgreina mig og vera á milli tannanna á fólki að maður á kannski svolítið erfitt sjálfur með að svara þessari spurningu. Ég er ótrúlegt en satt bara frekar róleg manneskja og heimakær og finnst bara gott að vera með mínu fólki. Ég var líklega framan af svona frekar óöruggt barn,“ segir Kristrún. „Ég held að fólk hafi haldið að maður hafi komið svona fullmótaður út sko og inn í þennan heim. En ég hef alltaf verið bara manneskja sem er með fáa en mjög góða einstaklinga í kringum mig og mér finnst gott að vera í friði og í fámennum hóp en finn svo sjálfa mig í þessari ótrúlegu stöðu sem ég er í akkúrat núna. En ég er fyrst og fremst eins og ég segi mikil fjölskyldumanneskja.“ Kristrún pínulítil með eldri bróður sínum.Aðsend Kristrún ólst upp í Fossvoginum, fyrst í Dalalandinu og svo í smáíbúðahverfinu. Hún er yngst þriggja systkina og bjó lengst af í herbergi sem áður var klósett en hafði verið breytt í herbergi. Kristrún segist ekki getað lýst sér sem rólegu barni. „Ég veit nú ekki hvort ég hafi verið róleg. Eins og ég segi, ég hef alltaf verið svona frekar mikið introvert sko. Fólki finnst mjög skrítið að heyra þetta vegna þess að maður er svo mikið út á við en þú getur verið sterkur félagslega en samt fengið orku á því að vera einn eða með fáum einstaklingum en mér fannst bara mjög gott að eiga svona mína færri vini og vera í þannig hópi.“ Dregin út úr skelinni í Bretlandi Kristrún segist hafa verið alinn upp við ákveðið gildismat heima. Að hlúa að fólki og vera þakklát fyrir það sem maður hefur og skilja samhengi hlutanna. Skilja hvað heppni leiki stórt hlutverk í manns lífi. Kristrún segir heppni og tilviljanir einmitt hafa ráðið miklu í lífi hennar. Hún hafi verið dregin út úr skelinni þegar foreldrar hennar fluttu til Manchester þegar hún var níu ára. „Það vissu allir í skólanum hver ég og systir mín voru. Af því að við vorum erlendu stelpurnar sem komu. Við fengum mjög mikla athygli og það var mjög vel haldið utan okkur og þetta eina ár sem ég var þarna úti hafði rosalega mótandi áhrif á mig vegna þess að ég þurfti einhvern veginn svolítið bara að stíga upp, reyna að tengjast fólki á öðru tungumáli.“ Varstu dregin út úr skelinni þarna? „Já, ég var algjörlega dregin út úr skelinni. Svo þegar ég kem til baka þá var ekkert algengt að fólk hefði búið erlendis, þá er maður Kristrún og hún hafði búið hérna í Manchester og fengið að fara á Old Trafford og það var eitthvað svona spennandi við þetta.“ Kristrún segist telja Bretland hafa haft mótandi áhrif á sig. Allt hið félagslega hafi verið auðveldara eftir þetta og var Kristrún meðal annars formaður nemendafélags Hvassaleitisskóla. Þegar í menntaskóla var komið, MR, þá segist Kristrún lítið hafa verið í skólanum. Kristrún ásamt foreldrum sínum.Aðsend Mikið á flakki með fyrstu ástinni „Þegar ég var í menntaskóla þá átti ég erlendan kærasta þannig ég var eiginlega aldrei í skólanum. Ég eyddi rosalega miklum tíma bara á einhverju flakki með honum,“ segir Kristrún. Hún útskýrir að í tíunda bekk hafi hún fengið á heilann að læra spænsku. „Ég var mjög heppin að því leytinu til að foreldrar mínir eru ekki svona fólk sem lifir hátt. Þau voru að kaupa sér fyrsta nýja bílinn sinn fyrir nokkrum árum síðan og bjuggu alltaf mjög þröngt og spöruðu fyrir öllu en eru svona ekta fólk sem lagði allt í okkur. Maður áttar sig alveg á því eftir á,“ segir Kristrún. Hún hafi auk þess verið yngst og fjárhagur foreldra hennar því sterkari. „Ég fór bara á kvöldnámskeið í Mími með einhverju harðfullorðnu fólki sem hafði verið sent þangað út af vinnunni sinni eða eitthvað. Ég skráði mig bara, þú veist ég var náttúrulega mjög sérstök týpa,“ segir Kristrún hlæjandi. Þegar hún var sextán ára hafi hún farið í nokkrar vikur til San Sebastián í norðurhluta Spánar á spænskunámskeið. Hún fór svo aftur þegar hún var sautján ára. „Þá kynnist ég strák sem er kanadískur en er fæddur og uppalinn í Íran og við endum á því að eiga samband þarna í einhver tvö, þrjú ár og þá var ég á einhverju svona smá flakki, var utan skóla og bjó að hluta til í Kanada.“ Kristrún útskýrir að hún hafi komist upp með það að vera svo mikið utan skóla vegna þess að henni hafi alltaf gengið vel í náminu. Hún hafi eytt miklum tíma með sínum manni á þessum tíma. Kristrún er með mastersgráður frá Boston háskóla, sem hún lauk árið 2014 og svo frá Yale-háskóla sem hún lauk 2016. Hugsar oft um ástandið í Íran í seinni tíð Var hann fyrsta ástin? „Jáá, eflaust er það rétta skilgreiningin. Ég er að reyna að hugsa svona aftur í tímann hvort það hafi verið einhver annar, en ég meina þetta var fyrsta alvöru sambandið sem ég var í og var auðvitað mjög svona dramatískt að mörgu leyti. Bæði er þetta manneskja sem er ekki íslensk en í ofanálag er hann frá allt öðrum menningarheimi en ég,“ segir Kristrún á einlægum nótum. Hún útskýrir að hann hafi búið í Íran þar til hann var fjórtán ára. Á þessum árum hafi pabbi hans búið í landinu og í dag býr hann sjálfur þar. Líkt og flestir vita er staða mannréttinda í landinu bágborið og hefur klerkastjórn verið þar við völd frá 1979. „Þessi maður býr í dag í Teheran og vinnur sem kvikmyndagerðarmaður en líka í menntamálum og eitthvað svoleiðis. Ég er ekki í miklum samskiptum við hann en það er bara svolítið magnað að pæla í þessu. Af því að á þeim tíma þegar þú ert ungur þá ertu einhvern veginn ekkert að hugsa um samhengi hlutanna, þú ert ekkert að hugsa um það hvort þetta muni flækja líf þitt til framtíðar og eflaust voru foreldrar mínir, sérstaklega mamma mín örugglega alveg með hjartað í buxunum.“ Var erfitt þegar þið hættuð saman? „Jú jú, ég meina ég ætla svo sem ekkert að gera lítið úr því. Þetta var bara fallegt samband, þetta var það sem þetta var. Ég hætti með honum á sínum tíma og ég held að hálfu ári síðar hafi ég kynnst manninum mínum sem ég er með í dag.“ Þetta hafi klárlega verið lífsreynsla. Hún segir mergjað að hugsa til þess hvernig skref í lífinu geti algjörlega breytt aðstæðum fólks. „En þetta var reynsla skilurðu og eins og ég segi, ég er ekkert að segja að maður hefði ekki getað látið þetta ganga upp en ég hef oft hugsað um það svona í seinni tíð, sérstaklega þegar það hafa verið aðstæður uppi til dæmis í Íran og ég hef vitað af honum þar og það hafa verið svona flókin samskipti milli landa, mannréttindaástandið náttúrulega hræðilegt í þessu landi og einhvern veginn að hugsa til þess að maður hafi verið kominn í svona alvarlegt samband með einstaklingi sem býr við allt aðrar aðstæður en þú í dag og það er bara svo mergjað að hugsa til þess hvernig einhver skref í lífinu geta algjörlega breytt aðstæðum fólks.“ Hittust á Kaffibarnum, en líka Þjóðleikhúsinu Kristrún er gift stærðfræðingnum og viðskiptafræðingnum Einari B. Ingvarssyni. Þau eiga tvær litlar stelpur saman og segir Kristrún að hún hafi alltaf viljað halda fjölskyldunni sinni utan kastljóssins. Einar sé hennar helsti stuðningsmaður í öllu sem hún gerir. „Við kynntumst á Kaffibarnum, já það er nú eiginlega ekkert mikið flóknara en það,“ segir Kristrún hlæjandi. Þau hafi sést áður á leiksýningu og það hafi verið sagan sem afi Kristrúnar hafi fengið að heyra. „Að ég hefði kynnst honum í Þjóðleikhúsinu af því að ég hafði séð hann á einhverri sýningu þar.“ Þetta var árið 2009 og segir Kristrún að þau hafi alltaf verið rosalega góðir vinir og félagar. Þau séu svipaðri týpur þó Einar sé líklega rólegri en hún. Kristrún segir Einar sinn mesta stuðningsmann. Heldur fjölskyldunni frá sviðsljósinu „Það er ástæða fyrir því að það er ég sem er í þessu starfi en ekki hann og hann meira svona til baka en hann er samt mjög skoðanasamur og mjög tilfinningaríkur maður og hefur mjög miklar skoðanir á mörgu sem ég er að gera en hann vill ekkert vera út á við með það og ég virði það og mér finnst mjög gott að hafa það þannig vegna þess að þú verður líka þegar þú ert í svona starfi, og það á svo sem við um svo margt annað, þú verður að geta sett þér mörk.“ Vilji fólk kjósa Kristrúnu eða treysti henni til verka snúist það um hvernig vinnu hún vinnur fyrir fólk en ekki það hver fjölskyldan hennar sé. Þetta segir Kristrún að henni þyki mikilvægt. „Ég skil alveg að fólk vill kynnast manni og mér finnst það mjög eðlilegt og fólk er auðvitað að sækjast eftir því að geta treyst manni og skilja hverskonar manneskja maður er en í lok dags þá er þetta vinnan mín. Þetta er ekki líf mannsins míns, þetta er ekki líf barnanna minna og ég vil ekki setja þau í þá stöðu að þau verði gleypt af þessu öllu og maður verður að geta aðskilið það.“ Stundum erfitt að vera frá börnunum Kristrún segir að það hafi að mestu leyti gengið vel að samþætta störf sín og fjölskyldulífið. Hún segist þó vera hreinskilin með það að það geti stundum verið þrot að vera með eins árs gamalt barn og eina fimm ára í þessari stöðu. Hvernig hefur gengið að eyða nægum tíma með börnunum og vera til staðar á réttum stundum? „Auðvitað hef ég ekki eytt nógu miklum tíma með þeim. Ég meina, það er auðvitað bara þannig. Og ég held að það eigi við um mjög marga bara yfirhöfuð og ég myndi vilja eyða miklu meiri tíma með þeim en ég geri. Þetta er auðvitað bara hin stöðuga, hvað á ég að segja, stöðugar spurningar sem maður spyr sjálfan sig, hvernig maður forgangsraðar sínum tímum og sérstaklega ef maður á erfiða daga, þá hugsar maður stundum bara: Af hverju er ég að gera þetta?“ segir Kristrún. „Hér eru börn sem bíða eftir mér heima, gera mjög takmarkaðar kröfur til mín þó þau séu mjög kröfuhörð, svo er maður að gera eitthvað annað niðrí bæ og fólk ekki sátt með mann en hér elska mann allir, skiluruðu. En það er held ég auðvitað bara í allri vinnu óháð því hvort þú sért í pólitík eða ekki.“ Fjölskyldan saman á síðustu áramótum. Hefurðu einhvern tímann tekið þetta inn á þig? „Já, ég hef alveg gert það og alveg oftar en einu sinni. Ég missti einu sinni af danssýningu hjá eldri stelpunni minni af því að ég var föst í einhverri atkvæðagreiðslu. Ég vil samt ekki að fólk haldi að ég hafi fest mig viljandi, ég hef líka labbað út úr atkvæðagreiðslu út af börnunum mínum.“ Kristrún segist eðli málsins samkvæmt hafa verið fúl. Hún tekur þó fram að hún sé mjög heppin með sínar aðstæður og bakland. Hún sé vel gift með mann sem styður sig hundrað prósent og foreldra að baki sér og tengdafjölskyldu sem sé alltaf til staðar. Hún sé þakklát fyrir það. „Ég er mjög kræf á það, ég reyni að sækja börnin mín eins oft og ég get, ég er upptekin mjög oft á milli hálf fimm og hálf níu og ef fólk þarf að ná á mig á þeim tíma, ef það er eitthvað akút þá tek ég símann en annars ekki. Ég vinn bara frekar á kvöldin, ég reyni alltaf að borða með fjölskyldunni minni og elda og gera hluti ef ég get það.“ Hlutirnir gerast oft bara Kristrún er 35 ára gömul með magnaða ferilskrá að baki. Hún hefur unnið fyrir Morgan Stanley banka í Bandaríkjunum, Seðlabankann, Arion banka og Kviku banka svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur gengið í gegnum ráðningarferli þar sem fimmtíu þúsund manns sóttu um tíu stöður. Hefurðu alltaf verið með þetta sjálfstraust? „Nei, það er auðvitað ekkert þannig. Ég held þetta sé alveg eins og ég var að tala um með innkomu mína í pólitík og ég hef oft sagt þetta við ungt fólk sem ég tala nið, sem er á þessum stað, kannski nítján, tuttugu ára og er að reyna að sjá lífið fyrir sér...að það er rosalega gott að setja sér markmið og vera metnaðarfullur en það er sjaldnast þannig að ferilskráin hjá fólki teiknast upp fyrirfram.“ Kristrún himinlifandi við útskrift í Bandaríkjunum. Kristrún segist þannig aldrei hafa ætlað að fara að vinna í banka. Tilviljun hafi verið að það var laus staða í greiningardeild Arion banka þegar hún útskrifaðist. „Ég fékk óvart vinnu í Seðlabankanum af því að stelpan sem hafði fengið vinnuna á undan mér hún veiktist og það var hringt í mig á síðustu stundu. Þegar ég fór til Bandaríkjanna ætlaði ég að fara að vinna í einhverjum þróunarmálum á alþjóðlegri ráðgjöf svona meira á almennara sviði hagstjórnar og samfélagsmála, þá var ég með mentor sem hafði rosalega trú á mér sem hafði verið aðalhagfræðingur í Morgan Stanley. Hlutirnir gerast oft bara svolítið.“ Kristrún útskýrir að hún hafi svo farið í doktorsnám í hagfræði í Bandaríkjunum. Eftir ár hafi hún fattað að hún hataði það og fannst það ömurlegt. Þá hætti hún og fannst henni það skelfilega erfitt. „Af því að ég var á þessum aldri sem margir eru á einhvern veginn bara búin að ákveða líf mitt. Að ég ætlaði að fara og sækja mér doktorsgráðu og verða akademíker og eitthvað. Svo fattaði ég bara að mér fannst þetta ógeðslega leiðinlegt, ég var ekkert sérstaklega góð í þessu, ég var miklu betri bara í að eiga samskipti við fólk frekar en að vera lokuð inn á skrifstofu.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Samfylkingin Alþingi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira