Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt? Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 08:01 Heimir og Aron (t.h.) voru ósammála um hvernig bæri að refsa Grétari (t.v.) fyrir tæklingu hans í gærkvöld. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn. Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan. FH Valur Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan.
FH Valur Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira