Lífið

Talin ó­lík­legust til að komast á­fram

Árni Sæberg skrifar
Veðbankar telja ólíklegt að Hera Björk hafi erindi sem erfiði í Eurovision.
Veðbankar telja ólíklegt að Hera Björk hafi erindi sem erfiði í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét

Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu.

Þetta kemur fram í samantekt á Eurovisonvefnum Eurovisonworld. Þar eru teknir saman stuðlar allra helstu veðbanka sem bjóða upp á stuðla á lög í Eurovision.

Miðað við nýuppfærða stuðla telja veðbankar að Ísland endi í 28. sæti í keppninni með vinningslíkur upp á innan við eitt prósent. Þá eru líkurnar taldar aðeins nítján prósent á að Hera Björk fái að stíga á svið á aðalkvöldinu í Málmey í Svíþjóð þann 11. maí. Ekkert lag er talið eiga minni möguleika á að komast upp úr fyrra undankvöldinu þann 7. sama mánaðar.

Aðstanendur lagsins geta þó huggað sig við það að enn minni líkur eru taldar á að framlag Tékklands komist áfram úr seinna undankvöldinu. Líkurnar á því eru taldar átján prósent.


Tengdar fréttir

Gunna Dís kynnir Eurovision í stað Gísla Marteins

Guðrún Dís Emilsdóttur mun verða þulur á Eurovision söngvakeppninni í ár. Hún hleypur þar með í skarðið fyrir Gísla Martein Baldursson sem lýst hefur keppninni undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×