Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Þór/KA 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi tveimur sætum ofar en á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í fallbaráttu 2022 tók Jóhann Kristinn Gunnarsson aftur við Þór/KA fyrir síðasta tímabili. Hann sneri genginu við og liðið endaði í 5. sæti. Og nú á að gera betur. Hjá Þór/KA hverfist nánast allt um Söndru Maríu Jessen og bestu fréttir vetrarins voru að hún gerði nýjan samning við félagið. Fleiri lykilmenn framlengdu samninga sína við Þór/KA. grafík/bjarki Auk þess að leggja áherslu á að halda sínum stelpum hefur liðið fengið fjóra erlenda leikmenn til sín í vetur í stað þeirra þriggja sem fóru. Þar af eru tveir markverðir. Shelby Money mun væntanlega verja mark Þórs/KA í vetur og henni til halds og trausts verður Gabriella Batmani sem er þekktari fyrir afrek sín í strandfótbolta síðustu ár. Þá fékk Þór/KA tvær landsliðskonur, hina bosnísku Lidiju Kulis og hina slóvensku Löru Ivanusu. Báðar komu þær frá Split í Króatíu. Hin unga og efnilega Bryndís Eiríksdóttir kom einnig á láni frá Val. grafík/bjarki Melissa Lowder, Dominique Randle og Tahnai Annis eru horfnar á braut ásamt Jakobínu Hjörvarsdóttur sem fór til Breiðabliks. Þær skilja eftir sig stór skörð en Money, Kulis og Ivanusa ættu að fylla þau. Þá eru ungu stelpurnar orðnar árinu eldri og Margrét Árnadóttir verður núna með Þór/KA frá byrjun tímabilsins. Sóknin ætti ekki að vera mikið vandamál hjá Þór/KA en vörnin er kannski aðeins meira spurningarmerki og hún bilaði all hressilega í undanúrslitum Lengjubikarsins þar sem Þór/KA tapaði 6-3 fyrir Breiðabliki. Gengið á undirbúningstímabilinu gefur samt góð fyrirheit fyrir sumarið. Norðankonur unnu sinn riðil í Lengjubikarnum og skoruðu 22 mörk í fimm leikjum. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Ef Þór/KA ætlar að taka næsta skref og berjast um Evrópusæti má liðið ekki misstíga jafn oft gegn lakari liðum deildarinnar og það gerði í fyrra. Á síðasta tímabili missti Þór/KA stig gegn Tindastóli, Keflavík og ÍBV. Þá verður áhugavert að sjá hvernig Norðankonur leysa það þegar lið leggjast til baka gegn þeim og gefa þeim ekki færi á skyndisóknunum sem þær eru svo sterkar í. Lykilmenn Shelby Money, 26 ára markvörður Hulda Björg Hannesdóttir, 23 ára varnarmaður Sandra María Jessen, 29 ára sóknarmaður Fylgist með Mikla athygli vakti þegar Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns. Í besta/versta falli Gangi gjörsamlega allt upp hjá Þór/KA, Sandra María verði í miklu markastuði, útlendingarnir reynist góð viðbót og ungu stelpurnar taki skref fram á við, gæti liðið komist upp í 3. sætið. Fari allt á versta veg gætu Akureyringar hins vegar endað í 6. sæti, einu sæti neðar en í fyrra. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Þór/KA 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi tveimur sætum ofar en á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í fallbaráttu 2022 tók Jóhann Kristinn Gunnarsson aftur við Þór/KA fyrir síðasta tímabili. Hann sneri genginu við og liðið endaði í 5. sæti. Og nú á að gera betur. Hjá Þór/KA hverfist nánast allt um Söndru Maríu Jessen og bestu fréttir vetrarins voru að hún gerði nýjan samning við félagið. Fleiri lykilmenn framlengdu samninga sína við Þór/KA. grafík/bjarki Auk þess að leggja áherslu á að halda sínum stelpum hefur liðið fengið fjóra erlenda leikmenn til sín í vetur í stað þeirra þriggja sem fóru. Þar af eru tveir markverðir. Shelby Money mun væntanlega verja mark Þórs/KA í vetur og henni til halds og trausts verður Gabriella Batmani sem er þekktari fyrir afrek sín í strandfótbolta síðustu ár. Þá fékk Þór/KA tvær landsliðskonur, hina bosnísku Lidiju Kulis og hina slóvensku Löru Ivanusu. Báðar komu þær frá Split í Króatíu. Hin unga og efnilega Bryndís Eiríksdóttir kom einnig á láni frá Val. grafík/bjarki Melissa Lowder, Dominique Randle og Tahnai Annis eru horfnar á braut ásamt Jakobínu Hjörvarsdóttur sem fór til Breiðabliks. Þær skilja eftir sig stór skörð en Money, Kulis og Ivanusa ættu að fylla þau. Þá eru ungu stelpurnar orðnar árinu eldri og Margrét Árnadóttir verður núna með Þór/KA frá byrjun tímabilsins. Sóknin ætti ekki að vera mikið vandamál hjá Þór/KA en vörnin er kannski aðeins meira spurningarmerki og hún bilaði all hressilega í undanúrslitum Lengjubikarsins þar sem Þór/KA tapaði 6-3 fyrir Breiðabliki. Gengið á undirbúningstímabilinu gefur samt góð fyrirheit fyrir sumarið. Norðankonur unnu sinn riðil í Lengjubikarnum og skoruðu 22 mörk í fimm leikjum. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Ef Þór/KA ætlar að taka næsta skref og berjast um Evrópusæti má liðið ekki misstíga jafn oft gegn lakari liðum deildarinnar og það gerði í fyrra. Á síðasta tímabili missti Þór/KA stig gegn Tindastóli, Keflavík og ÍBV. Þá verður áhugavert að sjá hvernig Norðankonur leysa það þegar lið leggjast til baka gegn þeim og gefa þeim ekki færi á skyndisóknunum sem þær eru svo sterkar í. Lykilmenn Shelby Money, 26 ára markvörður Hulda Björg Hannesdóttir, 23 ára varnarmaður Sandra María Jessen, 29 ára sóknarmaður Fylgist með Mikla athygli vakti þegar Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns. Í besta/versta falli Gangi gjörsamlega allt upp hjá Þór/KA, Sandra María verði í miklu markastuði, útlendingarnir reynist góð viðbót og ungu stelpurnar taki skref fram á við, gæti liðið komist upp í 3. sætið. Fari allt á versta veg gætu Akureyringar hins vegar endað í 6. sæti, einu sæti neðar en í fyrra.
Shelby Money, 26 ára markvörður Hulda Björg Hannesdóttir, 23 ára varnarmaður Sandra María Jessen, 29 ára sóknarmaður