Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 16:40 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira