Íslenskur veitingastaður slær í gegn í Danmörku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2024 10:00 Þegar Geir og Elín fluttu til Danmerkur fyrir tveimur árum grunaði þeim ekki að þau myndu enda í farsælum veitingarekstri. Samsett Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. Geir starfaði áður hjá Krónunni og Elín á tannlæknastofu. Þau eiga alls sex börn á aldrinum 2 ára til 21 árs. Árið 2022 fundu þau að það væri kominn tími á að breyta til. Á þessum tíma bjó fjölskyldan í gömlu húsi í Kópavogi. „Það var kominn tími á allskyns viðhald og við sáum ekki fram á að geta gert það nema með fjármögnun af lánatöku,“ segir Geir. „Við vildum ekki vera föst í þessu hamstrahjóli heima á Íslandi,“ segir Elín. Það vildi reyndar svo heppilega til að faðir Elínar er búsettur í bænum Hobro og Geir og Elín litu hýru auga til Danmerkur. Eitt laugardagskvöldið fundu þau síðan draumahúsið í Mariager, smábæ í tíu mínútna aksturfjarlægð frá Hobro. Um var að ræða gamlan sveitabæ þar sem ekki hafði verið búskapur í dágóðan tíma. Eftir að hús fjölskyldunnar í Kópavogi hafði verið selt héldu Elín og Geir síðan út til Danmerkur, ásamt fimm börnum og hundi en næstelsti sonurinn varð eftir á Íslandi. Þau segjast í raun ekki hafa verið með neina sérstakar áætlanir varðandi atvinnu þegar þau fluttu út. Þau stukku út í óvissuna. „En við sáum samt alltaf fyrir okkur að fara út í eigin rekstur,“ segir Elín. Allt sprakk út Fljótlega eftir að fjölskyldan var komin út fóru þau Elín og Geir að ræða þá hugmynd að opna veitingastað. „Það var alveg nóg af hamborgara og pítsustöðum í bænum. Við vildum gera eitthvað öðruvísi, koma með eitthvað nýtt. Við vildum opna veitingastað með okkar réttum, en það var ekki endilega pælingin að opna íslenskan veitingastað,“ segir Geir. Hafist var að handa við undirbúning. Hlutirnir gerðust lygilega hratt. „Við byrjuðum síðan að vinna að þessu þarna um sumarið, fórum að sækja um leyfi og hitt og þetta.“ Þau duttu niður á heppilegan stað í Hobro og í ágúst árið 2022, einungis nokkrum mánuðum eftir flutningana frá Íslandi voru dyrnar opnaðar að Esju Bistro & Bar. Móðir Elínar og eiginmaður hennar opnuðu með þeim staðinn en tveimur mánuðum eftir opnun tóku Elín og Geir alfarið við rekstrinum. „Eitt af því sem buðum upp á strax í byrjun var íslenskur þorskur. Fish and chips varð okkar sérstaða,“ segir Elín en á staðnum bjóða þau einnig upp á íslenskar drykkjarvörur, frá Borg brugghús og Ölgerðinni. Um það leyti sem Esja Bistro opnaði birtist umfjöllun á vef danska vefmiðilsins Ligeher um staðinn. Í fyrirsögninni var þess getið sérstaklega að staðurinn væri með „íslensku tvisti.“ Staðurinn fékk líka góða auglýsingu þegar hans var getið í umfjöllun á vegum einnar af stærstu útvarpstöðunum á Norður- Jótlandi. „Surf and turf “steikarloka staðarins var valinn besti rétturinn í Hobro. Í kjölfarið „sprakk allt“ eins og þau Elín og Geir orða það. Hobro er mitt á milli Árósa og Álaborgar þar sem margir Íslendingar eru búsettir. „Fólk hefur verið að keyra langar vegalengdir hingað til Hobro til að tékka á okkur.“ Á staðnum eru margar skírskotanir í Ísland fyrir utan nafnið sjálft. „Við erum ljósmyndir á veggjunum af Gullfossi og Skógafossi og fleiri stöðum. Þær vekja alltaf mikla athygli. Húsið er blátt, og svo erum við með íslenska fánann flaggandi fyrir utan.“ Íslenski fáninn blaktir fyrir utan Esju Bistro.Aðsend Ótrúleg tilviljun Viðtökurnar voru framar vonum en reksturinn á Esju og fjölskyldulífið fór ekki beinlínis vel saman. Geir sá að mestu leyti einn um vinnuna í eldhúsinu og þau áttu í erfiðleikum með að fá kokk til að leysa hann af á kvöldin. „Þá kom sér vel að krakkarnir eiga yndislegan afa sem hefur hjálpað okkur mikið, og þannig gat ég aðstoðað Geira á kvöldin.“ „Við vildum minnka álagið og vinna minna á kvöldin. Þannig að við ákváðum að loka staðnum í Hobro og færa okkur meira út í „catering“, semsagt bjóða upp á stærri pantanir fyrir fyrirtæki. Við fundum síðan fullkomið húsnæði í Spentrup, sem er smábær í hálftíma akstursfjarlægð frá Hobro,“ segir Elín og bætir við að þær áætlanir hafi þó ekki gengið eftir. „Þetta gekk ekki upp eins og við vildum. Staðurinn í Spentrup endaði sem nokkurs konar „take away“ staður. Á veitingastaðnum í Hobro gátum við verið með mun persónulegri þjónustu og það var svo góð upplifun að sjá fólk setjast inn til okkar og njóta þess að borða matinn okkar. Það er miklu skemmtilegra en að setja bara mat í box. Í kjölfarið byrjuðu Elín og Geir að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir Esju Bistro í Hobro. „Fólk var að stoppa okkur á göngugötunni og hér og þar og segja okkur að það saknaði staðarins, og okkar. Það var rosalega mikil hvatning og ýtti undir þá ákvörðun okkar um að opna aftur í Hobro. Svo vildi það bara svo ótrúlega heppilega að „gamla“ húsnæðið losnaði óvænt og við auðvitað stukkum á það um leið.“ Og það er greinilegt að Esja Bistro á afturkvæmt í Hobro. Á dögunum greindi Ligeher frá endurkomu staðarins og ræddi við þau hjónin. Á sama tíma eru þau að færa út kvíarnar. Þann 11. apríl síðastliðinn opnaði Esja Bistro þriðja staðinn í Friis streetfodd, nýrri mathöll í Álaborg. „Þegar við byrjuðum þá kunnum við ekki neitt og vissum í raun ekkert hvað við vorum að gera. Við höfum þurft að læra þetta allt frá grunni, og þróa okkur hratt,“ segir Elín. Elín og Geir opnuðu þriðja staðinn fyrr í þessari viku.Aðsend Lífsgæðin allt önnur í Danmörku Geir og Elín hafa komið sér vel fyrir í Danmörku og segjast aldrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum erlendis. Lífsgæðin í Danmörku eru að þeirra sögn mun betri en á Íslandi. „Vinnutíminn hjá okkur er auðvitað mun lengri en heima á Íslandi. Við höfum aldrei unnið eins mikið á ævinni. En það er nú bara það sem fylgir því að vera í eigin rekstri. Á móti kemur að verðlagið er miklu hagstæðara hér; matvara, fatnaður, raftæki og bara nefndu það. Svo ekki sé minnst á veðrið. Vorið kemur fyrr, og sumarið er lengra,“ segir Geir. „Við gerðum það sem margir hugsa en láta ekki verða af. Ég held að þú munir alltaf sjá eftir því ef þú tekur ekki stökkið.“ Hér má finna facebooksíða Esju Bistro. Íslendingar erlendis Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Geir starfaði áður hjá Krónunni og Elín á tannlæknastofu. Þau eiga alls sex börn á aldrinum 2 ára til 21 árs. Árið 2022 fundu þau að það væri kominn tími á að breyta til. Á þessum tíma bjó fjölskyldan í gömlu húsi í Kópavogi. „Það var kominn tími á allskyns viðhald og við sáum ekki fram á að geta gert það nema með fjármögnun af lánatöku,“ segir Geir. „Við vildum ekki vera föst í þessu hamstrahjóli heima á Íslandi,“ segir Elín. Það vildi reyndar svo heppilega til að faðir Elínar er búsettur í bænum Hobro og Geir og Elín litu hýru auga til Danmerkur. Eitt laugardagskvöldið fundu þau síðan draumahúsið í Mariager, smábæ í tíu mínútna aksturfjarlægð frá Hobro. Um var að ræða gamlan sveitabæ þar sem ekki hafði verið búskapur í dágóðan tíma. Eftir að hús fjölskyldunnar í Kópavogi hafði verið selt héldu Elín og Geir síðan út til Danmerkur, ásamt fimm börnum og hundi en næstelsti sonurinn varð eftir á Íslandi. Þau segjast í raun ekki hafa verið með neina sérstakar áætlanir varðandi atvinnu þegar þau fluttu út. Þau stukku út í óvissuna. „En við sáum samt alltaf fyrir okkur að fara út í eigin rekstur,“ segir Elín. Allt sprakk út Fljótlega eftir að fjölskyldan var komin út fóru þau Elín og Geir að ræða þá hugmynd að opna veitingastað. „Það var alveg nóg af hamborgara og pítsustöðum í bænum. Við vildum gera eitthvað öðruvísi, koma með eitthvað nýtt. Við vildum opna veitingastað með okkar réttum, en það var ekki endilega pælingin að opna íslenskan veitingastað,“ segir Geir. Hafist var að handa við undirbúning. Hlutirnir gerðust lygilega hratt. „Við byrjuðum síðan að vinna að þessu þarna um sumarið, fórum að sækja um leyfi og hitt og þetta.“ Þau duttu niður á heppilegan stað í Hobro og í ágúst árið 2022, einungis nokkrum mánuðum eftir flutningana frá Íslandi voru dyrnar opnaðar að Esju Bistro & Bar. Móðir Elínar og eiginmaður hennar opnuðu með þeim staðinn en tveimur mánuðum eftir opnun tóku Elín og Geir alfarið við rekstrinum. „Eitt af því sem buðum upp á strax í byrjun var íslenskur þorskur. Fish and chips varð okkar sérstaða,“ segir Elín en á staðnum bjóða þau einnig upp á íslenskar drykkjarvörur, frá Borg brugghús og Ölgerðinni. Um það leyti sem Esja Bistro opnaði birtist umfjöllun á vef danska vefmiðilsins Ligeher um staðinn. Í fyrirsögninni var þess getið sérstaklega að staðurinn væri með „íslensku tvisti.“ Staðurinn fékk líka góða auglýsingu þegar hans var getið í umfjöllun á vegum einnar af stærstu útvarpstöðunum á Norður- Jótlandi. „Surf and turf “steikarloka staðarins var valinn besti rétturinn í Hobro. Í kjölfarið „sprakk allt“ eins og þau Elín og Geir orða það. Hobro er mitt á milli Árósa og Álaborgar þar sem margir Íslendingar eru búsettir. „Fólk hefur verið að keyra langar vegalengdir hingað til Hobro til að tékka á okkur.“ Á staðnum eru margar skírskotanir í Ísland fyrir utan nafnið sjálft. „Við erum ljósmyndir á veggjunum af Gullfossi og Skógafossi og fleiri stöðum. Þær vekja alltaf mikla athygli. Húsið er blátt, og svo erum við með íslenska fánann flaggandi fyrir utan.“ Íslenski fáninn blaktir fyrir utan Esju Bistro.Aðsend Ótrúleg tilviljun Viðtökurnar voru framar vonum en reksturinn á Esju og fjölskyldulífið fór ekki beinlínis vel saman. Geir sá að mestu leyti einn um vinnuna í eldhúsinu og þau áttu í erfiðleikum með að fá kokk til að leysa hann af á kvöldin. „Þá kom sér vel að krakkarnir eiga yndislegan afa sem hefur hjálpað okkur mikið, og þannig gat ég aðstoðað Geira á kvöldin.“ „Við vildum minnka álagið og vinna minna á kvöldin. Þannig að við ákváðum að loka staðnum í Hobro og færa okkur meira út í „catering“, semsagt bjóða upp á stærri pantanir fyrir fyrirtæki. Við fundum síðan fullkomið húsnæði í Spentrup, sem er smábær í hálftíma akstursfjarlægð frá Hobro,“ segir Elín og bætir við að þær áætlanir hafi þó ekki gengið eftir. „Þetta gekk ekki upp eins og við vildum. Staðurinn í Spentrup endaði sem nokkurs konar „take away“ staður. Á veitingastaðnum í Hobro gátum við verið með mun persónulegri þjónustu og það var svo góð upplifun að sjá fólk setjast inn til okkar og njóta þess að borða matinn okkar. Það er miklu skemmtilegra en að setja bara mat í box. Í kjölfarið byrjuðu Elín og Geir að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir Esju Bistro í Hobro. „Fólk var að stoppa okkur á göngugötunni og hér og þar og segja okkur að það saknaði staðarins, og okkar. Það var rosalega mikil hvatning og ýtti undir þá ákvörðun okkar um að opna aftur í Hobro. Svo vildi það bara svo ótrúlega heppilega að „gamla“ húsnæðið losnaði óvænt og við auðvitað stukkum á það um leið.“ Og það er greinilegt að Esja Bistro á afturkvæmt í Hobro. Á dögunum greindi Ligeher frá endurkomu staðarins og ræddi við þau hjónin. Á sama tíma eru þau að færa út kvíarnar. Þann 11. apríl síðastliðinn opnaði Esja Bistro þriðja staðinn í Friis streetfodd, nýrri mathöll í Álaborg. „Þegar við byrjuðum þá kunnum við ekki neitt og vissum í raun ekkert hvað við vorum að gera. Við höfum þurft að læra þetta allt frá grunni, og þróa okkur hratt,“ segir Elín. Elín og Geir opnuðu þriðja staðinn fyrr í þessari viku.Aðsend Lífsgæðin allt önnur í Danmörku Geir og Elín hafa komið sér vel fyrir í Danmörku og segjast aldrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum erlendis. Lífsgæðin í Danmörku eru að þeirra sögn mun betri en á Íslandi. „Vinnutíminn hjá okkur er auðvitað mun lengri en heima á Íslandi. Við höfum aldrei unnið eins mikið á ævinni. En það er nú bara það sem fylgir því að vera í eigin rekstri. Á móti kemur að verðlagið er miklu hagstæðara hér; matvara, fatnaður, raftæki og bara nefndu það. Svo ekki sé minnst á veðrið. Vorið kemur fyrr, og sumarið er lengra,“ segir Geir. „Við gerðum það sem margir hugsa en láta ekki verða af. Ég held að þú munir alltaf sjá eftir því ef þú tekur ekki stökkið.“ Hér má finna facebooksíða Esju Bistro.
Íslendingar erlendis Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira