Greint var frá andláti sakbornings eins eftirminnilegasta dómsmáls bandarískrar réttarsögu í gær. Orenthal James Simpson, betur þekktur sem OJ Simpson, lést 76 ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar. Banamein OJ var krabbamein sem hann hafði glímt við í nokkur ár. Simpson gerði garðinn frægan í amerískum fótbolta, lengst af með Buffalo Bills í NFL-deildinni. Eftir ferilinn komst hann á hvíta tjaldið, og lék meðal annars í Naked Gun-kvikmyndaseríunni. Líf OJ Simpson og ímynd hans tók miklum breytingum í júní 1994. Að kvöldi tólfta dags mánaðarins voru fyrrverandi eiginkona hans Nicole Brown Simpson og vinur hennar Ron Goldman stungin til bana á heimili hennar í Brentwood, úthverfi Los Angeles-borgar. Á vettvangi morðanna fannst meðal annars vinstri handar hanski sem átti eftir að skipta sköpum í sakamálinu sem höfðað var gegn OJ. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Goldman hefði líklega komið heim til Brown á sömu stundu og hún var myrt. Morðinginn hefði líklega drepið hann líka til sjá til þess að enginn vitni væru á lífi. En á meðan sváfu börn þeirra í húsinu. OJ Simpson var í Los Angeles þetta sama kvöld, en flaug til Chicago um nóttina til þess að taka þátt í golfmóti á vegum Hertz-bílaleigunnar, en hann var talsmaður hennar á þeim tíma. Hann var sóttur heim til sín á limmósínu í flugið en á þessu heimili hans átti eftir að finnast hægri handar hanski af sömu gerð og áður var nefndur. OJ SImpson og Nicole Brown árið 1977, skömmu eftir að þau kynntust. Þau giftust 1985 og skildu 1992.Getty Bílstjóri limmósínurnar var vitni í réttarhöldunum. Hann sagðist hafa þurft að bíða eftir OJ, sem var seinn og sagðist hafa sofið yfir sig. Að sögn bílstjórans var OJ með fjórar töskur, en harðneitaði að leyfa sér að koma við eina þeirra. Starfsmaður á flugvellinum bar vitni fyrir dómi og sagði OJ einungis hafa innritað þrjár töskur. Annað vitni, sem kom ekki fyrir dóm, sagðist hafa séð hann henda munum úr tösku í rusl á flugvellinum. Rannsóknarlögreglumenn töldu að þar hefði OJ losað sig við morðvopnið og föt sem hann hefði verið í á verknaðarstundu. Simpson sneri aftur til Los Angeles daginn eftir og var yfirheyrður af lögreglunni, en ekki handtekinn. Al Cowlings ekur hvítum Ford Bronco OJ Simpson sem faldi sig í bílnum. Her lögreglumanna eltir tvímenningana eftir vegum Kaliforníuríkis.Getty Með lögguna á eftir sér í hvítum Bronco OJ dvaldi næstu nætur á heimili Roberts Kardashian, vinar síns, sem átti eftir að vera í lögfræðiteymi hans í réttarhöldunum, hinu svokallaða „draumaliði“. Skemmst er frá því að segja að Robert þessi er faðir raunveruleikastjarnanna Kim, Kourtney, og Khlóe Kardashian. Fimm dögum eftir manndrápin kröfðust saksóknarar þess að OJ Simpson myndi gefa sig fram, svo hægt væri að ákæra hann fyrir að verða Nicole Brown og Ron Goldman að bana. OJ sagðist ætla að gefa sig fram, en gerði það ekki. Hann uppfærði erfðaskrá sína og skrifaði þrjú bréf, sem voru túlkuð sem sjálfsvígsbréf. Þegar ljóst var að Simpson myndi ekki gefa sig fram, var hann eftirlýstur. Við tók ein frægasta lögreglueftirför sögunnar, þegar lögreglan elti bíl OJ, hvítan Ford Bronco, um suðurhluta Kaliforníuríkis. OJ var í bílnum ásamt vini sínum Al Cowlings sem hélt um stýrið. Eftirförinni, sem tók tvær klukkustundir, var sjónvarpað, en talið er að 95 milljónir Bandaríkjamenn hafi fylgst með. Að lokum gafst OJ upp og var handtekinn. Afstaða hans til ákæruliðanna var að hann væri „algjörlega viss um að hann væri hundrað prósent ekki sekur.“ Fangamynd sem tekin var af OJ Simpson að eftirförinni lokinni.Getty Réttarhöld aldarinnar Sjálft dómþingið, sem hefur stundum verið lýst sem „réttarhöldum aldarinnar“ hófst í nóvember 1994, og stóð yfir í ellefu mánuði, eða þangað til í október 1995 þegar dómsorðið var lesið upp. „Draumateymi“ lögfræðinga OJ hélt því fram að hann væri borinn rangri sök. Saksóknarar vildu hins vegar meina að Simpson hefði verið ofbeldisfullur eiginmaður í garð Nicole Brown, og að hann hefði orðið henni og vini hennar að bana. Saksóknararnir tengdu ýmis gögn frá morðvettvanginum við OJ. Til að mynda fannst blóð fórnarlambanna á bíl og heimili hans. Eitt eftirminnilegasta augnablik réttarhaldanna var þegar saksóknarar báðu OJ um að máta áðurnefnt hanskapar fyrir framan kviðdóminn sem sagði til um sekt eða sýknu hans. Hanskarnir virtust passa honum illa, en einn sækjandi sagði það líklega vegna þess að þeir hefðu minnkað þar sem þeir hefðu verið útataðir blóði. „Ef þeir passa ekki, verður að sýkna,“ sagði Johnnie Cochran, lögmaður OJ. Um er að ræða ein minnistæðustu ummæli dómþingsins, um erfiðleika sakborningsins að koma sér í hanskana. Vörn OJ byggði að miklu leiti á þessu augnabliki. Verjendurnir héldu því staðfast fram að rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant. Til dæmis hefðu erfðagögn ekki verið meðhöndluð með nægilega ábyrgum hætti. Þá viðurkenndi einn rannsóknarlögreglumaður, Mark Fuhrman, að hafa gert húsleit á heimili Simpson, og finna meðal annars annan hanskan og önnur lykilsönnunargöng, án húsleitarheimildar. Þá gáfu þeir til kynna að hanskanum hefði verið komið fyrir á heimili OJ, og að sjálfur Fuhrman hefði gert það. Jafnframt rifjaði „draumaliðið“ upp fjölda rasískra ummæla Fuhrmans. Verjendurnir lýstu lögreglunni í Los Angeles sem rasískri og að verið væri að gera OJ Simpson að blóraböggli vegna húðlitar hans. Viðbúnaður var mikið dómshúsið í Los Angeles.Getty Allra augu á dómsorðinu Þann þriðja október 1995 var dómsorðið lesið upp. Mikill viðbúnaður var hjá löggæslu í Los Angeles, en óttast var að óeirðir myndu brjótast út yrði OJ sakfelldur. Hundrað lögreglumenn á hestbaki umkringdu dómshúsið og Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, var upplýstur um öryggisráðstafanir. Þá hefur því verið haldið fram að hundrað milljónir jarðarbúa hafi fylgst með dómsorðinu. Langlínusímtölum og verðbréfaviðskiptum á Wall Street fækkaði umtalsvert, og vatnsnotkun minnkaði um stundar sakir, að því er sagt því fólk beið með að fara á baðherbergið til að sjá niðurstöðu málsins. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna ætti OJ Simpson, af báðum ákærum um manndráp. Mark Fuhrman var sá eini sem var sakfelldur, en það fyrir að bera ljúgvitni í málinu. Íslenskir fjölmiðlar létu sig ekki vanta. Hér má sjá frétt af forsíðu Morgunblaðsins annars vegar og umfjöllun DV hins vegar daginn sem OJ Simpson var sýknaður.Tímarit.is Skaðabótaskyldur en ekki í steininn Þess má geta að árið 1996 höfðuðu fjölskyldur Brown og Goldman einkamál á hendur Simpson. Dómari þess máls bannaði sjónvörpun á því dómsmáli, og meinaði verjendum OJ að bendla lögregluna í Los Angeles við rasisma. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að OJ Simpson væri ábyrgur fyrir andláti Brown og Goldman, og var honum gert að greiða fjölskyldunum 33,5 milljónir Bandaríkjadala. Hann sat þó ekki inni vegna málsins. OJ varð gjaldþrota, stór hluti eigna hans var seldur á uppboði og fengu fjölskyldurnar hagnaðinn. Einn meðlimur Goldman fjölskyldunnar hefur þó haldið því fram að þau hafi einungis fengið eitt prósent bótanna sem þau áttu rétt á. OJ flutti í kjölfarið frá Kaliforníu til Flórída. Árið 2007 komst OJ aftur í kast við löginn. Hann hlaut níu til 33 ára fangelsisdóm fyrir vopnað rán sem hann framdi í Las Vegas, þar sem minjagripasalar voru rændir. OJ vildi meina að hann hefði verið að endurheimta minjagripi sem hefðu verið teknir ófrjálsri hendi af honum sjálfum. OJ afplánaði um níu ár af þeim dómi, og var látinn laus árið 2017. Síðustu árin var hann duglegur á samfélagsmiðlum. Af miðlunum að dæma var íþróttamaðurinn fyrrverandi duglegur í golfi, en þá ræddi hann gjarnan það sem var efst á baugi: ameríska fótboltann, bandarísk stjórnmál, og jafnvel stór sakamál sem voru í brennidepli. Hér fyrir neðan má sjá síðustu X-færslu OJ Simpson, sem birtist í febrúar: I m from the Bay and I m going with Bay!!! Lets go @49ers pic.twitter.com/MoO9TELc8B— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) February 11, 2024 Bandaríkin Erlend sakamál Einu sinni var... Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent
Simpson gerði garðinn frægan í amerískum fótbolta, lengst af með Buffalo Bills í NFL-deildinni. Eftir ferilinn komst hann á hvíta tjaldið, og lék meðal annars í Naked Gun-kvikmyndaseríunni. Líf OJ Simpson og ímynd hans tók miklum breytingum í júní 1994. Að kvöldi tólfta dags mánaðarins voru fyrrverandi eiginkona hans Nicole Brown Simpson og vinur hennar Ron Goldman stungin til bana á heimili hennar í Brentwood, úthverfi Los Angeles-borgar. Á vettvangi morðanna fannst meðal annars vinstri handar hanski sem átti eftir að skipta sköpum í sakamálinu sem höfðað var gegn OJ. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Goldman hefði líklega komið heim til Brown á sömu stundu og hún var myrt. Morðinginn hefði líklega drepið hann líka til sjá til þess að enginn vitni væru á lífi. En á meðan sváfu börn þeirra í húsinu. OJ Simpson var í Los Angeles þetta sama kvöld, en flaug til Chicago um nóttina til þess að taka þátt í golfmóti á vegum Hertz-bílaleigunnar, en hann var talsmaður hennar á þeim tíma. Hann var sóttur heim til sín á limmósínu í flugið en á þessu heimili hans átti eftir að finnast hægri handar hanski af sömu gerð og áður var nefndur. OJ SImpson og Nicole Brown árið 1977, skömmu eftir að þau kynntust. Þau giftust 1985 og skildu 1992.Getty Bílstjóri limmósínurnar var vitni í réttarhöldunum. Hann sagðist hafa þurft að bíða eftir OJ, sem var seinn og sagðist hafa sofið yfir sig. Að sögn bílstjórans var OJ með fjórar töskur, en harðneitaði að leyfa sér að koma við eina þeirra. Starfsmaður á flugvellinum bar vitni fyrir dómi og sagði OJ einungis hafa innritað þrjár töskur. Annað vitni, sem kom ekki fyrir dóm, sagðist hafa séð hann henda munum úr tösku í rusl á flugvellinum. Rannsóknarlögreglumenn töldu að þar hefði OJ losað sig við morðvopnið og föt sem hann hefði verið í á verknaðarstundu. Simpson sneri aftur til Los Angeles daginn eftir og var yfirheyrður af lögreglunni, en ekki handtekinn. Al Cowlings ekur hvítum Ford Bronco OJ Simpson sem faldi sig í bílnum. Her lögreglumanna eltir tvímenningana eftir vegum Kaliforníuríkis.Getty Með lögguna á eftir sér í hvítum Bronco OJ dvaldi næstu nætur á heimili Roberts Kardashian, vinar síns, sem átti eftir að vera í lögfræðiteymi hans í réttarhöldunum, hinu svokallaða „draumaliði“. Skemmst er frá því að segja að Robert þessi er faðir raunveruleikastjarnanna Kim, Kourtney, og Khlóe Kardashian. Fimm dögum eftir manndrápin kröfðust saksóknarar þess að OJ Simpson myndi gefa sig fram, svo hægt væri að ákæra hann fyrir að verða Nicole Brown og Ron Goldman að bana. OJ sagðist ætla að gefa sig fram, en gerði það ekki. Hann uppfærði erfðaskrá sína og skrifaði þrjú bréf, sem voru túlkuð sem sjálfsvígsbréf. Þegar ljóst var að Simpson myndi ekki gefa sig fram, var hann eftirlýstur. Við tók ein frægasta lögreglueftirför sögunnar, þegar lögreglan elti bíl OJ, hvítan Ford Bronco, um suðurhluta Kaliforníuríkis. OJ var í bílnum ásamt vini sínum Al Cowlings sem hélt um stýrið. Eftirförinni, sem tók tvær klukkustundir, var sjónvarpað, en talið er að 95 milljónir Bandaríkjamenn hafi fylgst með. Að lokum gafst OJ upp og var handtekinn. Afstaða hans til ákæruliðanna var að hann væri „algjörlega viss um að hann væri hundrað prósent ekki sekur.“ Fangamynd sem tekin var af OJ Simpson að eftirförinni lokinni.Getty Réttarhöld aldarinnar Sjálft dómþingið, sem hefur stundum verið lýst sem „réttarhöldum aldarinnar“ hófst í nóvember 1994, og stóð yfir í ellefu mánuði, eða þangað til í október 1995 þegar dómsorðið var lesið upp. „Draumateymi“ lögfræðinga OJ hélt því fram að hann væri borinn rangri sök. Saksóknarar vildu hins vegar meina að Simpson hefði verið ofbeldisfullur eiginmaður í garð Nicole Brown, og að hann hefði orðið henni og vini hennar að bana. Saksóknararnir tengdu ýmis gögn frá morðvettvanginum við OJ. Til að mynda fannst blóð fórnarlambanna á bíl og heimili hans. Eitt eftirminnilegasta augnablik réttarhaldanna var þegar saksóknarar báðu OJ um að máta áðurnefnt hanskapar fyrir framan kviðdóminn sem sagði til um sekt eða sýknu hans. Hanskarnir virtust passa honum illa, en einn sækjandi sagði það líklega vegna þess að þeir hefðu minnkað þar sem þeir hefðu verið útataðir blóði. „Ef þeir passa ekki, verður að sýkna,“ sagði Johnnie Cochran, lögmaður OJ. Um er að ræða ein minnistæðustu ummæli dómþingsins, um erfiðleika sakborningsins að koma sér í hanskana. Vörn OJ byggði að miklu leiti á þessu augnabliki. Verjendurnir héldu því staðfast fram að rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant. Til dæmis hefðu erfðagögn ekki verið meðhöndluð með nægilega ábyrgum hætti. Þá viðurkenndi einn rannsóknarlögreglumaður, Mark Fuhrman, að hafa gert húsleit á heimili Simpson, og finna meðal annars annan hanskan og önnur lykilsönnunargöng, án húsleitarheimildar. Þá gáfu þeir til kynna að hanskanum hefði verið komið fyrir á heimili OJ, og að sjálfur Fuhrman hefði gert það. Jafnframt rifjaði „draumaliðið“ upp fjölda rasískra ummæla Fuhrmans. Verjendurnir lýstu lögreglunni í Los Angeles sem rasískri og að verið væri að gera OJ Simpson að blóraböggli vegna húðlitar hans. Viðbúnaður var mikið dómshúsið í Los Angeles.Getty Allra augu á dómsorðinu Þann þriðja október 1995 var dómsorðið lesið upp. Mikill viðbúnaður var hjá löggæslu í Los Angeles, en óttast var að óeirðir myndu brjótast út yrði OJ sakfelldur. Hundrað lögreglumenn á hestbaki umkringdu dómshúsið og Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, var upplýstur um öryggisráðstafanir. Þá hefur því verið haldið fram að hundrað milljónir jarðarbúa hafi fylgst með dómsorðinu. Langlínusímtölum og verðbréfaviðskiptum á Wall Street fækkaði umtalsvert, og vatnsnotkun minnkaði um stundar sakir, að því er sagt því fólk beið með að fara á baðherbergið til að sjá niðurstöðu málsins. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sýkna ætti OJ Simpson, af báðum ákærum um manndráp. Mark Fuhrman var sá eini sem var sakfelldur, en það fyrir að bera ljúgvitni í málinu. Íslenskir fjölmiðlar létu sig ekki vanta. Hér má sjá frétt af forsíðu Morgunblaðsins annars vegar og umfjöllun DV hins vegar daginn sem OJ Simpson var sýknaður.Tímarit.is Skaðabótaskyldur en ekki í steininn Þess má geta að árið 1996 höfðuðu fjölskyldur Brown og Goldman einkamál á hendur Simpson. Dómari þess máls bannaði sjónvörpun á því dómsmáli, og meinaði verjendum OJ að bendla lögregluna í Los Angeles við rasisma. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að OJ Simpson væri ábyrgur fyrir andláti Brown og Goldman, og var honum gert að greiða fjölskyldunum 33,5 milljónir Bandaríkjadala. Hann sat þó ekki inni vegna málsins. OJ varð gjaldþrota, stór hluti eigna hans var seldur á uppboði og fengu fjölskyldurnar hagnaðinn. Einn meðlimur Goldman fjölskyldunnar hefur þó haldið því fram að þau hafi einungis fengið eitt prósent bótanna sem þau áttu rétt á. OJ flutti í kjölfarið frá Kaliforníu til Flórída. Árið 2007 komst OJ aftur í kast við löginn. Hann hlaut níu til 33 ára fangelsisdóm fyrir vopnað rán sem hann framdi í Las Vegas, þar sem minjagripasalar voru rændir. OJ vildi meina að hann hefði verið að endurheimta minjagripi sem hefðu verið teknir ófrjálsri hendi af honum sjálfum. OJ afplánaði um níu ár af þeim dómi, og var látinn laus árið 2017. Síðustu árin var hann duglegur á samfélagsmiðlum. Af miðlunum að dæma var íþróttamaðurinn fyrrverandi duglegur í golfi, en þá ræddi hann gjarnan það sem var efst á baugi: ameríska fótboltann, bandarísk stjórnmál, og jafnvel stór sakamál sem voru í brennidepli. Hér fyrir neðan má sjá síðustu X-færslu OJ Simpson, sem birtist í febrúar: I m from the Bay and I m going with Bay!!! Lets go @49ers pic.twitter.com/MoO9TELc8B— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) February 11, 2024