Allt breytt vegna Caitlin Clark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Caitlin Clark, númer 22, er stórskostlegur leikmaður sem næstum því allt körfuboltaáhugafólk elskar að horfa á spila. Sarah Stier/Getty Images Það er ekkert WNBA lið búið að velja körfuboltakonuna Caitlin Clark enda nýliðvalið ekki fyrr en á mánudagskvöldið. Önnur félög í deildinni og sjónvarpsrétthafar eru þó farin að hegða sér eins og hún sé orðin leikmaður í deildinni. Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024 WNBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira
Vinsældir Clark eru slíkar að það seldist upp á alla leiki Iowa háskólans í vetur, miðaverðið á þá rauk upp og næstum því nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í kvennaháskólakörfuboltanum sem er meira en á öllum NBA leikjum frá 2019. Clark tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta tímabil í háskólaboltanum því hún ætlaði að bjóða sig fram í nýliðavalið. Hún varð þá aldrei háskólameistari, tapaði í úrslitaleiknum undanfarin tvö ár, en sló öll stigametin og metin yfir þriggja stiga körfur hvort sem þú horfir á karla eða konur. on the national stage 36 times this season learn more: https://t.co/Ody0WZxz9Q pic.twitter.com/UvaNdbuwcj— Indiana Fever (@IndianaFever) April 10, 2024 Clark er frábær leikmaður og sannkölluð tilþrifa drottning. Hún skorar með þristum af löngu færi, getur búið til sitt eigið skot, farið framhjá varnarmönnum og hún spilar uppi liðsfélagana með frábærum sendingum. Indiana Fever datt í lukkupottinn því félagið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í ár og mun örugglega nota hann í að velja Clark. Þetta gerir það verkum að mótherjar Indiana Fever eru farnir að færa leiki sína í stærri íþróttahús vitandi að áhugi á miðum á leikinn á móti Fever muni rjúka upp þegar Clark kemur inn í deildina. Sjónvarpsmálin segja líka sína sögu. Þar munu útsendingar frá leikjum Fever margfaldast. Indiana Fever átti líka fyrsta valréttinn í fyrra og valdi þá miðherjann Aliyah Boston. Boston hafði líka átt flottan háskólaferil en vinsældir hennar voru ekki líkingu við vinsældir Clark. Fever liðið var aðeins einu sinni í beinni útsendingu hjá stóru stöðvunum á síðasta tímabili en slíkum útsendingum fjölgar nú upp í 36. The WNBA just announced that 36 of the Indiana Fever's 40 regular season games will be on national television.That includes 10 games on ABC, ESPN, ESPN2, and CBS, as well as additional games on Amazon Prime Video and NBA TV.The Caitlin Clark effect is real.— Joe Pompliano (@JoePompliano) April 10, 2024 Jú 36 af 40 leikjum Fever á fyrsta tímabili Clark verða sýndir í beinni á stóru stöðvunum sem nást út um öll Bandaríkin. Það má líka búast við því að aðdáendur Clark verði mættir fyrir framan sjónvarpstækin til að horfa á þessa leiki og WNBA-deildin mun eflaust fá meira áhorf en hún hefur nokkurn tímann fengið. Caitlin Clark áhrifin eru engu öðru lík. Menn hafa reyndar talað um að koma hennar inn í WNBA-deildin geti orðið samskonar tímamót fyrir WNBA og þegar Larry Bird og Magic Johnson komu inn í NBA-deildina 1979. Iowa city mayor Bruce Teague says the women's basketball team added $82.5M to the local economy (h/t @EliotClough) pic.twitter.com/9eTc2DXFiD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 11, 2024
WNBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Sjá meira