„Ég hef aldrei fylgt reglunum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:01 Emilíana Torrini ræddi við blaðamann um nýja tónlist, lífið og tilveruna. Íris Bergmann „Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira. Níu bónorð en giftist aldrei Emilíana Torrini sendi nýverið frá sér lagið Let’s Keep Dancing af væntanlegri plötu sem kemur út í sumar. Platan dregur innblástur sinn frá bréfum sem Emilíana finnur með Zoe vinkonu sinni eftir að móðir vinkonu hennar, Geraldine Flower, fellur frá. „Zoe gefur mér listrænt leyfi en lögin eru skrifuð út frá bréfunum. Þessi merkilega kona fær níu bónorð á lífsleiðinni, giftist aldrei og er einstæð móðir. Hún er mjög frjáls og inspírerandi kona sem lifir algjörlega á sínum forsendum.“ Platan er unnin með Simon Byrt eiginmanni Zoe og samstarfsaðila Emilíönu til margra ára. Lagið Let’s Keep Dancing er samið út frá ljósmynd sem Miss Flower geymdi en ekkert bréf fylgdi myndinni. „Þetta var alveg ótrúlega sætur maður sem heitir Harold Prieto frá Trinidad en hún hafði verið að vinna þar. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem ljósmyndari hjá tímariti og ég hafði ótrúlega mikinn áhuga á að vita meira um hann. Mig langaði svo að hafa hann með á plötunni og mér fannst hann eitthvað mikilvægur en það var mjög erfitt að vita söguna á bak við hann þar sem við vorum bara með myndina. Zoe vinkona mín mundi allt í einu eftir því að mamma hennar hefði átt kasettu með lagi sem hann hafði samið og það stóð á henni My Song, eða lagið mitt.“ Klippa: Emilíana Torrini - Let's Keep Dancing „Algjörlega truflað að vita af honum lifandi“ Emilíana ákveður að lagið fjalli um síðustu nótt tveggja elskhuga. „Ég í raun bý til sögu sem ég veit ekkert hvort sé sönn um þessa síðustu nótt þeirra. Hann ætlar að sleppa takinu á henni en láta hana ekki gleyma sér. Við náum sömuleiðis að nota hljóðbrot úr þessu lagi hans í lagið, þannig að Harold er að syngja með mér. Okkur fannst ekki alveg rétt að taka lagið og nota það án þess að ræða við hann eða fjölskylduna hans og reyndum í tæp þrjú ár að finna hann um alla Trinidad. Við héldum að hann væri dáinn og það var rosa leiðinlegt, maður er orðinn svolítið tengdur þessu fólki þó að þau viti það ekki neitt. En þremur árum seinna fáum við tölvupóst frá Harold, fjórum dögum fyrir áttræðisafmælið hans, með mynd af honum og hann er ennþá mjög töff.“ Hún segir að það hafi verið ótrúlega magnað augnablik. „Maður fer svo inn í þetta og þetta var algjörlega truflað, að vita af honum lifandi og hressum. Hann fílaði lagið ótrúlega vel og þá varð þetta meira samvinnuverkefni. Líka að fá rödd einhvers inn í þetta, hún smellpassaði líka inn í lagið.“ Emilíana fékk aðeins að kynnast Miss Flowers á meðan að hún lifði og svo bjó hún um stund í íbúð hennar eftir að hún dó. „Þannig að ég var í öllu umhverfinu hennar. Hún var rosaleg týpa, stórglæsileg, fyndin og eldklár með stórmerkilega sögu.“ Ferlið á bak við Miss Flower plötuna var heldur betur ævintýralegt. Íris Bergmann Tekur sér sinn tíma í lagasmíðinni Emilíana hefur verið virk í tónlistarlífinu í áratugi. Hún segist ekki vera manneskja sem semur lög á hverjum degi og þykir ekki gaman að eiga banka af lögum. „Ég hef aldrei verið svoleiðis. Ég þarf meira að blása út eins og blaðra og svo springa. Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að vera til líka. Að upplifa, hlusta, horfa, hafa áhuga, vera forvitin og þá blandast þetta alltaf. Ég er rosa mikill safnari af orðum og myndum, ég les rosalega mikið og mér finnst ótrúlega gaman að kynnast fólki. Sérstaklega fólki sem er með alls konar vistverur í sér. Ég safna því svolítið að mér áður en ég bý til lög. Það er ekkert endilega það sem fer í lögin en það er það sem hrindir einhverju af stað.“ Hún segist sömuleiðis leita meira í jafnvægið í sköpunarferlinu í dag. „Áður fyrr var það þannig að ef eitthvað kom fyrir mann, hvort sem það er sorg, ást eða annað, að þá opnaðist allt. Maður ræður ekkert við það, öll sálin og líkaminn opnast og maður getur ekki stýrt því. Það er rosalega skapandi rými en það er líka mjög berskjaldað rými og það getur verið vont að vera þar til lengri tíma, þar blandast inn maníur og annað. Þetta eru allt rosalega ýktar tilfinningar. Í dag vil ég leita í meira jafnvægi, þar sem þú borgar ekki svona mikið fyrir sköpunina með orkunni þinni. Þegar að ég var yngri var eins og maður þyrfti alltaf að vera hálf blæðandi í sköpuninni. Ferlið sjálft var líka sárt og meira kreisí, meira ójafnvægi og minna sjálfstraust. Ég var alltaf með loddaralíðan (e. imposter syndrome) og að hugsa hvað er ég eiginlega að gera hérna. Svo sættirðu þig við að þú kannt þetta ekki allt. Þú ert að gera vinnuna á þinn veg og það er allt í lagi að kunna ekki allt.“ Emilíana segir að það hafi verið lærdómsríkt að byrja alltaf að segja já og sætta sig við að kunna ekki allt. Íris Bergmann Spennt að velta sér niður fjallið Hún segist hafa lært heilmikið af því að byrja að segja já við öllu. „Til dæmis þegar ég fékk símtal með hugmynd um að gera lögin mín með básúnum. Ég sagði bara já og höldum tónleika. Í þrjú ár reif ég mig algjörlega út úr þeim kassa og því hugarfari sem ég hafði verið í. Ég lenti í alls konar en það var rosalega hressandi. Eftir þetta hef ég alltaf verið spennt að velta mér niður fjallið. Segja já og fara með því. Maður veit aldrei hvert það er verið að toga mann og það þýðir ekki að ætla að stjórna öllu. Einu sinni var ég svo föst á því að ég væri stjórnandi lífs míns, en maður er það ekkert alltaf. Mér finnst betra að vera í flæði, það gerist alltaf eitthvað mjög rétt þar.“ Emilíana hefur sjaldan haft jafn gaman að tónlistinni og í dag og hefur lært mikið á sínum ferli. „Ég var orðin rosa góð í að segja hvað ég vildi ekki en ég vissi ekki endilega hvað ég vildi. Ég var kannski ekki eins opin fyrir nýjungum. Það átti eitt sinn að henda mér inn með Carole King að semja og ég átti svo erfitt með svoleiðis, maður var að engjast um bjánahrolli yfir sér því maður var ekki kominn á þetta stig. Maður varla kunni að vera þakklátur fyrir það því maður var bara að reyna að hafa þetta af. Þetta var auðvitað rosalega gaman líka en mér finnst miklu skemmtilegra núna. Að vera ekkert alltaf að eltast við eitthvað, ekkert af þessu er alvöru hvort eð er ef maður pælir í því. Maður einbeitir sér bara að því að gera gott verk.“ Erfiðar spurningar mikilvægar Hún segir mikilvægt að fara í gegnum ólík tímabil og spyrja sig erfiðara spurninga. „Þú verður að ákveða hver þú ætlar að vera og það getur auðvitað verið krefjandi. Þú ert að verða eldri og maður getur alveg farið í dramakast og hugsað er allt að verða búið bara? En það er líka tímabil bara. Svo kemurðu út úr því og þú þarft að spyrja sjálfa þig mjög erfiðra spurninga. Hver ætla ég að vera, hvað langar mig? Og svara þeim svo! Þá getur þetta orðið svo frábært. En ef þú ert ekkert búinn að vera að ögra þér þá verður það erfiðari vegur. Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Ég væri samt alveg til í að vera hér og nú í 30 ár,“ segir hún og hlær. „En lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skítur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Emilíönu Torrini koma fram á Hlustendaverðlaununum 2014: Tveir ólíkir og aðskildir heimar Emilíana hefur ferðast víða á sínum ferli en heldur alltaf sterkri tengingu við Ísland og er búsett hér. Hún er hálf íslensk og hálf ítölsk, alin upp á Íslandi en eyddi sumrum í æsku í Þýskalandi og á Ítalíu. „Tengingin verður rosalega sterk þegar maður er hálf eitthvað annað. Það er verið að ræða þetta mikið núna, við erum öll að blandast, það er svo margt spennandi og mörgum finnst þessar breytingar erfiðar. Þegar að ég hugsa til baka þá er áhugavert að pæla í því að allt mitt nánasta fólk, mínir bestu vinir, þekktu hinn helminginn minn ekki neitt. Í þrjá mánuði á sumrin bjó ég með frænda mínum í Þýskalandi. Þetta er algjör mistería því ég var aldrei spurð út í þetta. Krakkar eru ekkert að spyrja hvernig er amma þín, hvað gerir þetta fólk? Það er athyglisvert að horfa til baka, því að maður er hálf eitthvað ótrúlega sterkt þó að maður búi ekki þar. Þú elst upp með manneskju á heimilinu sem er útlensk, með allt annan kúltúr og allt annan hugsunarhátt. Það mótar það hvernig þú hugsar og hvernig þú aðlagar þig heiminum. Af því að maður er fáránlega heppinn að fá að eiga og upplifa tvo kúltúra sama hvernig þeir eru.“ Lærði að klippa á Sjálf segist Emilíana alla tíð átt mjög auðvelt með að aðskilja sína ólíku heima. „Ég hef oft hugsað til þess með börnin mín að ég myndi aldrei senda þau ein í þrjá mánuði í annað land til fjölskyldu. Ég fór ein, á hverju einasta ári frá því að ég var níu ára þangað til ég varð sextán. Ég var annars í sveit á Borgarfirði eystra hjá ömmu minni. Ég elskaði þetta en maður lærir að klippa á. Þetta er það sama og ég gerði á tónleikaferðalagi, einu sinni var ég að túra í um þrjú ár. Maðurinn minn var bara ætlar þú ekkert að hringja í mig! Svo kem ég heim og hugsa bara hvaða maður er inni á heimilinu mínu. Þetta er agalegt, ég held að þetta sé kallað business man syndrome í dag en ég er búin að vera með þetta síðan að ég var krakki. Núna er ég hér og hinn heimurinn er ekki til. Þetta varð svo rosalega intense hjá mér og ég þurfti alltaf svolítinn tíma bara til að aðlagast eftir að ég kom heim. Ég þurfti bara að biðja manninn minn að tala ekki við mig í smá, alls ekki rómantískt,“ segir Emilíana hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) „Maður myndi kannski frekar búast við því að ég kæmi hlaupandi í fangið á honum full söknuðar. Ég þurfti að gefa mér smá stund til að taka upp úr töskunum, þrífa og núllstilla mig og svo allt í einu bara næ ég áttum og þá má ballið byrja. En já, þú skiptist svolítið í tvær manneskjur og það hefur alltaf verið þannig.“ Eiginmaður Emilíönu er frá Bretlandi en segir hún hann algjöran Íslending. „Hann vildi helst búa á Norðurpólnum þegar að hann var ungur og hann elskar að vera hérna. Það tala allir útlensku fyrst við mig en íslensku við hann, segir hún hlæjandi. Hann er í fjallaklifri og á snjóbretti,“ segir Emilíana og bætir við að hún fari sömuleiðis á snjóbretti og á skíði. Ung á Gauknum og 9-5 ekki hennar köllun Tónlistin hefur verið mótandi afl í lífi Emilíönu sem byrjaði ung að árum að koma fram. „Ég var sextán ára á Gauknum að koma fram og drekka bjór. Ég pældi ekkert í því á sínum tíma og ég held að enginn hafi verið að pæla í því. Meira að segja foreldrar mínir sem voru ströngustu foreldrar í heimi hugsuðu þetta bara sem vinnuna mína,“ segir Emilíana kímin. „En ég var byrjuð að spila þá. Ég vissi að 9-5 vinna væri ekki mín köllun og að ég myndi aldrei fúnkera í því. Ég fór á tungumálabraut í MK og ætlaði að ferðast, í gegnum hótel eða ferðabransa eða eitthvað slíkt.“ Hún segir að tónlistarferilinn hafi svo eiginlega bara gerst og henni hafi nokkrum sinnum verið ýtt út í hann. „Ég fór í kór, komst inn í Óperuskólann fimmtán ára og fólk misskildi að ef maður væri þar þá væri maður ótrúlega góður í að syngja, þannig að ég var fengin til að syngja bakraddir fyrir rokkhljómsveitina Spoon. Ég var í músíktilraunum með Charles Gissur, við lentum í öðru sæti en ég var rekin eftir það gigg því ég jarmaði allan tímann. Ég var svo stressuð,“ segir Emilíana og hlær. „Mér fannst þetta hræðileg upplifun, að standa á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Gekk í villingaskólann Emilíana gekk í Þingholtsskóla og sótti unglingamiðstöðina Echo. Þar kynnist hún Kristjönu Stefánsdóttur jazzsöngkonu. „Grunnskólinn var kallaður villingaskólinn á þeim tíma, hann var alveg snarbrjálaður. Ég held að það hafi allir verið svolitlir villingar. Þetta er þessi næntís tími, þú fékkst lykil um hálsinn og áttir svolítið að sjá um þig sjálfur. Mér fannst þetta ekkert gott tímabil, svolítið toxic. Fólk er meira næs í dag.“ Kristjana Stefánsdóttir ýtir Emilíönu út í Söngvakeppni framhaldsskólana sem hún sigrar svo 1994. „Ég fékk ekkert að segja nei þó að ég hafi reynt það. Ég vildi syngja Mazzy star, var með hundaól um hálsinn og í öllu svörtu. Hún vildi að ég myndi syngja I will survive á íslensku, sem ég og gerði og mér fannst vandræðalegt. En mér var hrint í þetta í byrjun. Ég þurfti rosa mikið á því að halda, annars hefði ég aldrei gert þetta. Sem barn fylgdist ég með krökkunum taka þátt í skólaleikritunum. Ég þorði aldrei að fara en mig langaði það svo mikið. Ég er svolítið slytti sem er hrint af stað. Það var ekkert mikill drifkraftur í mér, fólk var meira að ýta mér í að syngja. Ég byrja svo ekkert að semja tónlist fyrr en seint. Ég ætlaði mér fyrst bara að vera söngkona og lifa afslöppuðu lífi. Einn steinn veltur á næsta svo rúllar þetta bara og maður segir já.“ Emilíana segist hafa verið mjög feimin í æsku og var hrint af stað í tónlistina sem hún er mjög þakklát fyrir. Íris Bergmann Heltekin af því að skapa Í upphafi ferilsins fannst Emilíönu skemmtilegra að spila fyrir framan fólk og hafði enga sérstaka ánægju af því að gera plötur. Svo snerist það algjörlega við. „Ég verð hægt og rólega mjög heltekin af því að búa til frekar en að vera að performera. Ég geri frekar lítið af því að spila og vil helst vera í stúdíóinu að skapa. Ég veit að það eru rosalega mikil forréttindi í því að geta valið endalaust það sem mann langar. Að vera komin þangað, það er algjörlega magnað. Að hafa fengið að velja sjálf alltaf og eiga svona langan feril líka.“ Emilíana leggur upp úr því að fara sínar eigin leiðir og eltist ekki við að vera stöðugt að gefa út. „Ég hef aldrei fylgt reglunum. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með það að geta fylgt mínu flæði.“ Það er heljarinnar ferli að semja heila plötu og segist Emilíana fara í algjöra búbblu við það. Þá sé auðvelt að gleyma því að platan sé að fara að koma út. „Svo fer allt í gang og maður fær smá sjokk! Maður lærir aldrei almennilega inn á það og finnst maður kannski ekki búinn að hugsa þetta alveg í gegn. Ég er bara hér að semja og svo allt í einu verður þetta svo mikill bransi, það er allt annað dæmi. Að díla við svo mikið af fólki og taka alls kyns ákvarðanir, fara í myndatökur og allt hitt.“ Segir umræðu um andleg veikindi eiga langt í land Aðspurð hvort hún eigi sér sitt uppáhalds lag segir hún svo vera. Það sé lagið Vertu úlfur sem hún samdi ásamt Markétu Irglová fyrir samnefnda leiksýningu en verkið fjallar um geðhvarfasýki. „Við eigum rosalega langt í land þegar það kemur að andlegum veikindum. Umræðan getur verið svo rosalega erfið að hlusta á. Það er talað um sjálfselsku þegar að fólk er kannski með ólæknandi sjúkdóm og það er búið að reyna að lifa lífið af í mörg ár. Það er algjör hetjuskapur hjá mörgum þeirra að hafa barist svo hart fyrir lífinu. Við getum oft ekki ímyndað okkur hvað fólk þjáist en það er samt að lifa fyrir fólkið í kringum sig. Það skiptir miklu máli að við breytum orðræðunni hvað þetta varðar.“ Samkenndin verðmæt Emilíana segist þakklát fyrir það að hafa kynnst alls konar fólki á lífsleiðinni og það hafi kennt henni hvað mest. „Maður er búinn að vera að spila síðan maður var krakki, jafnvel inni á börum sem maður má ekki vera á. Þá hittir maður alls konar fólk sem er með skrilljón vistverur. Maður er rosalega heppinn að fá að hitta allt þetta fólk. Það hefur verið svo ljúft að fá að tengjast inn á það, að fá að hafa samkennd líka. Þú þarft ekki að skilja það.“ Þetta var fyrsta íslenska lag sem Emilíana hefur samið og segist hún hafa tengst því djúpum böndum. „Því ég hef líka sjálf lent í erfiðum reynslum. Það getur alls konar gerst í lífinu og maður er kannski ekki tilbúinn fyrir það, jafnvel aldrei tilbúinn fyrir það. Svo er ekki víst að það sé búið að gefa manni nógu mikið í lífinu til þess að geta hreinlega tekist á við það. Það eru margir sem upplifa það og hafa ekki fengið hjálpina. Ég hef verið þar sjálf og ég tengdist þessu rosalega djúpt í mér allavega. Þannig að þetta er uppáhalds lagið mitt sem ég hef samið.“ Samdi stórsmell fyrir Kylie Minogue Emilíana semur örsjaldan fyrir annað tónlistarfólk og segist eigingjörn á lög sín. Oft byrji hún að semja eitthvað fyrir aðra en ákveður svo að eiga það sjálf. Þó eru undantekningar á þessu og árið 2003 samdi hún sögulegan danssmell fyrir stórstjörnuna Kylie Minogue. Þegar að blaðamaður nefnir einstakan hljóm lagsins segir Emilíana: „Það er vegna þess að það er hljóð-klaufaskapur í þessu lagi.“ Emilíana samdi lagið ásamt Dan Carey og voru þau samtímis að vinna að plötunni hennar Fisherman's Woman. Þau stóðu föst á sínu við plötufyrirtækið sem vildi skipta sér af hljóðheimunum í lagi Kylie. „Við stóðum alltaf á okkar og ég var mjög óvinsæl því ég stóð svo fast á því hvernig lagið ætti að vera. Svo föttuðum við löngu síðar að við tókum þetta upp í mono, ekki í sterio og það tekur enginn upp í mono,“ segir Emilíana og skellir upp úr. „Þetta var svo ekta við. Þegar að það kemur svo í útvarpinu þá hljómar þetta svo spes og öðruvísi. Þess vegna er það engu líkt.“ Hér má heyra lagið: Viskí, reykvél og teknó Samstarfið við Kylie kviknaði út frá því að Kylie hafði heyrt einhver popplög sem Emilíana samdi í hálfgerðu gríni að eigin sögn þegar hún var í fríi frá tónlistinni. „Ég ætlaði þá ekki að gera fleiri plötur en var að hjálpa öðrum tónlistarmanni, var að syngja demó-in hans og við sömdum nokkur lög í viðbót. Hún heyrir þau og notar fyrir einhverjar B hliðar. Svo sendir teymið hennar á mig hvort ég sé til í að semja eitt lag. Ég var með Dan í stúdíóinu og við vorum að semja Fisherman's woman á þessum tíma. Á daginn sömdum við folk plötuna og á kvöldin fengum við okkur viskí í stúdíóinu, settum reykvélina í gang og sömdum danstónlist. Við gerum þetta enn í dag þegar að við erum að semja, það er ótrúlega mikill fókus yfir daginn og svo á kvöldin rennur þetta út í eitthvað rugl. Það er mjög gaman. Það er rosa mikið frelsi að gera techno, popp og danstónlist.“ Súrrealískt að fá beiðni frá Kylie Hún segir að það hafi sannarlega verið eftirminnilegt að fá þessa beiðni frá teymi Kylie. „Við fengum svo mikið hláturskast þegar að við vorum beðin um þetta því þetta var svo súrrealískt. Líka af því að þetta var hún, við elskum Kylie Minogue! Við sömdum þetta á hálftíma og svo fórum við á pöbbinn og héldum upp á það að við hefðum samið þetta lag. Svo vildum við auðvitað ekki gefa frá okkur lagið því okkur fannst það svo flott en af því að þetta var Kylie þá gerðum við það.“ Lagið var tekið upp í rosa fínu stúdíói með Kylie og segist Emilíana hafa reynt að skreyta það og gera það fínt. „Svo gleymdi ég að lyfta upp mic-num þannig að hún varð að syngja þetta á hnjánum, greyið Kylie. Hún hefur haldið að við værum algjörir ding-dongs. En við héldum upp á það í ár að hún hafi sungið þetta lag. Þetta voru líka svo ótrúlega ólíkir heimar hjá okkur sem var mjög eftirminnilegt.“ Ekki þess virði að fórna sínu fyrir Vogue Emilíana segir mikilvægt að hafa í huga að lífið einkennist af alls kyns heimum, ekki bara einum. Það sé ekki bara ein leið sem hægt er að fara og henni þykir mikilvægt að vera óhrædd við að prófa. Hún hefur alltaf verið fylgin sjálfri sér, líka þegar að hún var yngri. Fyrir nokkrum árum deildi hún færslu á Instagram þar sem hún skrifar um lífsreynslu sína af tímaritinu Vogue. Þá var hún tuttugu ára gömul og átti að fara í einhvern míníkjól sem hún neitaði að klæðast. Í kjölfarið klippti hún sig stutt fyrir myndatökuna. „Ég fer alltaf í rebel kast ef einhver reynir að segja mér hvað ég á að gera. Ég er ekki að fara að gera eitthvað bara af því að þetta er Vogue. Kannski er ég naív en ég las aldrei Vogue og mér fannst þetta ekkert brjálæðislega merkilegt. Það var auðvitað gaman að vera í því og ég man að vinkona mín var alveg að missa sig yfir Vogue.“ View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Lærdómsríkt að verða fyrst þekkt á Íslandi Hún segir að hún hafi fengið góðan lærdóm af því að verða fræg ung að árum hér á Íslandi. „Það er krefjandi og ég er mikill introvert þannig að ég fæ ekkert út úr því. Auðvitað er æðislegt þegar að fólk er næs en þetta tekur líka rosalega á þegar maður er ungur. Því maður er að uppgötva svo margt og það eru allir ofan í þér, talandi við þig og vilja eitthvað frá þér. Ég fann að ég vildi þetta ekki. Fyrir mér varð velgengni til dæmis fólkið sem enginn tekur eftir, er rosalega farsælt í því sem það gerir en getur labbað niður Laugaveg án þess að neinn taki eftir þeim eða viti hver þau eru. Þessi mistería fannst mér ótrúlega spennandi, að þau komist upp með þetta. Mér fannst svo spennandi að komast upp með það að gera tónlist og skapa en þurfa ekki að borga fyrir það með lífi sínu. Fólkið í kringum það þarf það ekki heldur, því þetta nær auðvitað mikið lengra en bara til þín. Ég er rosaleg skjaldbaka og ég þarf að fá minn tíma til að gera það sem ég er að gera og þarf að finna það sjálf hjá mér. Þetta snýst bara um hvað kveikir í þér. Allt gengur upp, það er svo ótrúlega mikið hægt að gera þannig að það er eiginlega fáránlegt að prófa ekki það sem mann langar, án þess að láta mikið yfir þig ganga.“ Það er margt spennandi á döfinni hjá Emilíönu Torrini sem er að gefa út plötuna Miss Flower í júní. Íris Bergmann Ný plata, tónleikaferðalag og spennandi framtíð Það er margt spennandi á döfinni hjá Emilíönu Torrini. Plötuútgáfa í júní, tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst 13. júlí og fleira. Næsta smáskífa, Miss Flower, kemur síðan út 26. apríl. Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist hún vonast til þess að geta stöðugt verið að skapa. Sömuleiðis útilokar hún ekki að gefa út rave tónlist. „Ég ætla einhvern tíma að gera dansplötu, mig hefur alltaf langað það. Ég ætla að vera konan með fjólubláa hárið eða vera ótrúlega stíf níræð með ótrúlega vel lagað hár, smá fjólubláa slikju í súper hot ísköldu Margaret Thatcher outfitti. Með staf, í gráum semíhælaskóm, klædd í þykkar sokkabuxur í allt öðrum litatón en ég er og svo bara að rave-a,“ segir þessi lífsglaða, einstaka og einlæga listakona að lokum. Tónlist Menning Geðheilbrigði Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Níu bónorð en giftist aldrei Emilíana Torrini sendi nýverið frá sér lagið Let’s Keep Dancing af væntanlegri plötu sem kemur út í sumar. Platan dregur innblástur sinn frá bréfum sem Emilíana finnur með Zoe vinkonu sinni eftir að móðir vinkonu hennar, Geraldine Flower, fellur frá. „Zoe gefur mér listrænt leyfi en lögin eru skrifuð út frá bréfunum. Þessi merkilega kona fær níu bónorð á lífsleiðinni, giftist aldrei og er einstæð móðir. Hún er mjög frjáls og inspírerandi kona sem lifir algjörlega á sínum forsendum.“ Platan er unnin með Simon Byrt eiginmanni Zoe og samstarfsaðila Emilíönu til margra ára. Lagið Let’s Keep Dancing er samið út frá ljósmynd sem Miss Flower geymdi en ekkert bréf fylgdi myndinni. „Þetta var alveg ótrúlega sætur maður sem heitir Harold Prieto frá Trinidad en hún hafði verið að vinna þar. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem ljósmyndari hjá tímariti og ég hafði ótrúlega mikinn áhuga á að vita meira um hann. Mig langaði svo að hafa hann með á plötunni og mér fannst hann eitthvað mikilvægur en það var mjög erfitt að vita söguna á bak við hann þar sem við vorum bara með myndina. Zoe vinkona mín mundi allt í einu eftir því að mamma hennar hefði átt kasettu með lagi sem hann hafði samið og það stóð á henni My Song, eða lagið mitt.“ Klippa: Emilíana Torrini - Let's Keep Dancing „Algjörlega truflað að vita af honum lifandi“ Emilíana ákveður að lagið fjalli um síðustu nótt tveggja elskhuga. „Ég í raun bý til sögu sem ég veit ekkert hvort sé sönn um þessa síðustu nótt þeirra. Hann ætlar að sleppa takinu á henni en láta hana ekki gleyma sér. Við náum sömuleiðis að nota hljóðbrot úr þessu lagi hans í lagið, þannig að Harold er að syngja með mér. Okkur fannst ekki alveg rétt að taka lagið og nota það án þess að ræða við hann eða fjölskylduna hans og reyndum í tæp þrjú ár að finna hann um alla Trinidad. Við héldum að hann væri dáinn og það var rosa leiðinlegt, maður er orðinn svolítið tengdur þessu fólki þó að þau viti það ekki neitt. En þremur árum seinna fáum við tölvupóst frá Harold, fjórum dögum fyrir áttræðisafmælið hans, með mynd af honum og hann er ennþá mjög töff.“ Hún segir að það hafi verið ótrúlega magnað augnablik. „Maður fer svo inn í þetta og þetta var algjörlega truflað, að vita af honum lifandi og hressum. Hann fílaði lagið ótrúlega vel og þá varð þetta meira samvinnuverkefni. Líka að fá rödd einhvers inn í þetta, hún smellpassaði líka inn í lagið.“ Emilíana fékk aðeins að kynnast Miss Flowers á meðan að hún lifði og svo bjó hún um stund í íbúð hennar eftir að hún dó. „Þannig að ég var í öllu umhverfinu hennar. Hún var rosaleg týpa, stórglæsileg, fyndin og eldklár með stórmerkilega sögu.“ Ferlið á bak við Miss Flower plötuna var heldur betur ævintýralegt. Íris Bergmann Tekur sér sinn tíma í lagasmíðinni Emilíana hefur verið virk í tónlistarlífinu í áratugi. Hún segist ekki vera manneskja sem semur lög á hverjum degi og þykir ekki gaman að eiga banka af lögum. „Ég hef aldrei verið svoleiðis. Ég þarf meira að blása út eins og blaðra og svo springa. Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að vera til líka. Að upplifa, hlusta, horfa, hafa áhuga, vera forvitin og þá blandast þetta alltaf. Ég er rosa mikill safnari af orðum og myndum, ég les rosalega mikið og mér finnst ótrúlega gaman að kynnast fólki. Sérstaklega fólki sem er með alls konar vistverur í sér. Ég safna því svolítið að mér áður en ég bý til lög. Það er ekkert endilega það sem fer í lögin en það er það sem hrindir einhverju af stað.“ Hún segist sömuleiðis leita meira í jafnvægið í sköpunarferlinu í dag. „Áður fyrr var það þannig að ef eitthvað kom fyrir mann, hvort sem það er sorg, ást eða annað, að þá opnaðist allt. Maður ræður ekkert við það, öll sálin og líkaminn opnast og maður getur ekki stýrt því. Það er rosalega skapandi rými en það er líka mjög berskjaldað rými og það getur verið vont að vera þar til lengri tíma, þar blandast inn maníur og annað. Þetta eru allt rosalega ýktar tilfinningar. Í dag vil ég leita í meira jafnvægi, þar sem þú borgar ekki svona mikið fyrir sköpunina með orkunni þinni. Þegar að ég var yngri var eins og maður þyrfti alltaf að vera hálf blæðandi í sköpuninni. Ferlið sjálft var líka sárt og meira kreisí, meira ójafnvægi og minna sjálfstraust. Ég var alltaf með loddaralíðan (e. imposter syndrome) og að hugsa hvað er ég eiginlega að gera hérna. Svo sættirðu þig við að þú kannt þetta ekki allt. Þú ert að gera vinnuna á þinn veg og það er allt í lagi að kunna ekki allt.“ Emilíana segir að það hafi verið lærdómsríkt að byrja alltaf að segja já og sætta sig við að kunna ekki allt. Íris Bergmann Spennt að velta sér niður fjallið Hún segist hafa lært heilmikið af því að byrja að segja já við öllu. „Til dæmis þegar ég fékk símtal með hugmynd um að gera lögin mín með básúnum. Ég sagði bara já og höldum tónleika. Í þrjú ár reif ég mig algjörlega út úr þeim kassa og því hugarfari sem ég hafði verið í. Ég lenti í alls konar en það var rosalega hressandi. Eftir þetta hef ég alltaf verið spennt að velta mér niður fjallið. Segja já og fara með því. Maður veit aldrei hvert það er verið að toga mann og það þýðir ekki að ætla að stjórna öllu. Einu sinni var ég svo föst á því að ég væri stjórnandi lífs míns, en maður er það ekkert alltaf. Mér finnst betra að vera í flæði, það gerist alltaf eitthvað mjög rétt þar.“ Emilíana hefur sjaldan haft jafn gaman að tónlistinni og í dag og hefur lært mikið á sínum ferli. „Ég var orðin rosa góð í að segja hvað ég vildi ekki en ég vissi ekki endilega hvað ég vildi. Ég var kannski ekki eins opin fyrir nýjungum. Það átti eitt sinn að henda mér inn með Carole King að semja og ég átti svo erfitt með svoleiðis, maður var að engjast um bjánahrolli yfir sér því maður var ekki kominn á þetta stig. Maður varla kunni að vera þakklátur fyrir það því maður var bara að reyna að hafa þetta af. Þetta var auðvitað rosalega gaman líka en mér finnst miklu skemmtilegra núna. Að vera ekkert alltaf að eltast við eitthvað, ekkert af þessu er alvöru hvort eð er ef maður pælir í því. Maður einbeitir sér bara að því að gera gott verk.“ Erfiðar spurningar mikilvægar Hún segir mikilvægt að fara í gegnum ólík tímabil og spyrja sig erfiðara spurninga. „Þú verður að ákveða hver þú ætlar að vera og það getur auðvitað verið krefjandi. Þú ert að verða eldri og maður getur alveg farið í dramakast og hugsað er allt að verða búið bara? En það er líka tímabil bara. Svo kemurðu út úr því og þú þarft að spyrja sjálfa þig mjög erfiðra spurninga. Hver ætla ég að vera, hvað langar mig? Og svara þeim svo! Þá getur þetta orðið svo frábært. En ef þú ert ekkert búinn að vera að ögra þér þá verður það erfiðari vegur. Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Ég væri samt alveg til í að vera hér og nú í 30 ár,“ segir hún og hlær. „En lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skítur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Emilíönu Torrini koma fram á Hlustendaverðlaununum 2014: Tveir ólíkir og aðskildir heimar Emilíana hefur ferðast víða á sínum ferli en heldur alltaf sterkri tengingu við Ísland og er búsett hér. Hún er hálf íslensk og hálf ítölsk, alin upp á Íslandi en eyddi sumrum í æsku í Þýskalandi og á Ítalíu. „Tengingin verður rosalega sterk þegar maður er hálf eitthvað annað. Það er verið að ræða þetta mikið núna, við erum öll að blandast, það er svo margt spennandi og mörgum finnst þessar breytingar erfiðar. Þegar að ég hugsa til baka þá er áhugavert að pæla í því að allt mitt nánasta fólk, mínir bestu vinir, þekktu hinn helminginn minn ekki neitt. Í þrjá mánuði á sumrin bjó ég með frænda mínum í Þýskalandi. Þetta er algjör mistería því ég var aldrei spurð út í þetta. Krakkar eru ekkert að spyrja hvernig er amma þín, hvað gerir þetta fólk? Það er athyglisvert að horfa til baka, því að maður er hálf eitthvað ótrúlega sterkt þó að maður búi ekki þar. Þú elst upp með manneskju á heimilinu sem er útlensk, með allt annan kúltúr og allt annan hugsunarhátt. Það mótar það hvernig þú hugsar og hvernig þú aðlagar þig heiminum. Af því að maður er fáránlega heppinn að fá að eiga og upplifa tvo kúltúra sama hvernig þeir eru.“ Lærði að klippa á Sjálf segist Emilíana alla tíð átt mjög auðvelt með að aðskilja sína ólíku heima. „Ég hef oft hugsað til þess með börnin mín að ég myndi aldrei senda þau ein í þrjá mánuði í annað land til fjölskyldu. Ég fór ein, á hverju einasta ári frá því að ég var níu ára þangað til ég varð sextán. Ég var annars í sveit á Borgarfirði eystra hjá ömmu minni. Ég elskaði þetta en maður lærir að klippa á. Þetta er það sama og ég gerði á tónleikaferðalagi, einu sinni var ég að túra í um þrjú ár. Maðurinn minn var bara ætlar þú ekkert að hringja í mig! Svo kem ég heim og hugsa bara hvaða maður er inni á heimilinu mínu. Þetta er agalegt, ég held að þetta sé kallað business man syndrome í dag en ég er búin að vera með þetta síðan að ég var krakki. Núna er ég hér og hinn heimurinn er ekki til. Þetta varð svo rosalega intense hjá mér og ég þurfti alltaf svolítinn tíma bara til að aðlagast eftir að ég kom heim. Ég þurfti bara að biðja manninn minn að tala ekki við mig í smá, alls ekki rómantískt,“ segir Emilíana hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) „Maður myndi kannski frekar búast við því að ég kæmi hlaupandi í fangið á honum full söknuðar. Ég þurfti að gefa mér smá stund til að taka upp úr töskunum, þrífa og núllstilla mig og svo allt í einu bara næ ég áttum og þá má ballið byrja. En já, þú skiptist svolítið í tvær manneskjur og það hefur alltaf verið þannig.“ Eiginmaður Emilíönu er frá Bretlandi en segir hún hann algjöran Íslending. „Hann vildi helst búa á Norðurpólnum þegar að hann var ungur og hann elskar að vera hérna. Það tala allir útlensku fyrst við mig en íslensku við hann, segir hún hlæjandi. Hann er í fjallaklifri og á snjóbretti,“ segir Emilíana og bætir við að hún fari sömuleiðis á snjóbretti og á skíði. Ung á Gauknum og 9-5 ekki hennar köllun Tónlistin hefur verið mótandi afl í lífi Emilíönu sem byrjaði ung að árum að koma fram. „Ég var sextán ára á Gauknum að koma fram og drekka bjór. Ég pældi ekkert í því á sínum tíma og ég held að enginn hafi verið að pæla í því. Meira að segja foreldrar mínir sem voru ströngustu foreldrar í heimi hugsuðu þetta bara sem vinnuna mína,“ segir Emilíana kímin. „En ég var byrjuð að spila þá. Ég vissi að 9-5 vinna væri ekki mín köllun og að ég myndi aldrei fúnkera í því. Ég fór á tungumálabraut í MK og ætlaði að ferðast, í gegnum hótel eða ferðabransa eða eitthvað slíkt.“ Hún segir að tónlistarferilinn hafi svo eiginlega bara gerst og henni hafi nokkrum sinnum verið ýtt út í hann. „Ég fór í kór, komst inn í Óperuskólann fimmtán ára og fólk misskildi að ef maður væri þar þá væri maður ótrúlega góður í að syngja, þannig að ég var fengin til að syngja bakraddir fyrir rokkhljómsveitina Spoon. Ég var í músíktilraunum með Charles Gissur, við lentum í öðru sæti en ég var rekin eftir það gigg því ég jarmaði allan tímann. Ég var svo stressuð,“ segir Emilíana og hlær. „Mér fannst þetta hræðileg upplifun, að standa á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Gekk í villingaskólann Emilíana gekk í Þingholtsskóla og sótti unglingamiðstöðina Echo. Þar kynnist hún Kristjönu Stefánsdóttur jazzsöngkonu. „Grunnskólinn var kallaður villingaskólinn á þeim tíma, hann var alveg snarbrjálaður. Ég held að það hafi allir verið svolitlir villingar. Þetta er þessi næntís tími, þú fékkst lykil um hálsinn og áttir svolítið að sjá um þig sjálfur. Mér fannst þetta ekkert gott tímabil, svolítið toxic. Fólk er meira næs í dag.“ Kristjana Stefánsdóttir ýtir Emilíönu út í Söngvakeppni framhaldsskólana sem hún sigrar svo 1994. „Ég fékk ekkert að segja nei þó að ég hafi reynt það. Ég vildi syngja Mazzy star, var með hundaól um hálsinn og í öllu svörtu. Hún vildi að ég myndi syngja I will survive á íslensku, sem ég og gerði og mér fannst vandræðalegt. En mér var hrint í þetta í byrjun. Ég þurfti rosa mikið á því að halda, annars hefði ég aldrei gert þetta. Sem barn fylgdist ég með krökkunum taka þátt í skólaleikritunum. Ég þorði aldrei að fara en mig langaði það svo mikið. Ég er svolítið slytti sem er hrint af stað. Það var ekkert mikill drifkraftur í mér, fólk var meira að ýta mér í að syngja. Ég byrja svo ekkert að semja tónlist fyrr en seint. Ég ætlaði mér fyrst bara að vera söngkona og lifa afslöppuðu lífi. Einn steinn veltur á næsta svo rúllar þetta bara og maður segir já.“ Emilíana segist hafa verið mjög feimin í æsku og var hrint af stað í tónlistina sem hún er mjög þakklát fyrir. Íris Bergmann Heltekin af því að skapa Í upphafi ferilsins fannst Emilíönu skemmtilegra að spila fyrir framan fólk og hafði enga sérstaka ánægju af því að gera plötur. Svo snerist það algjörlega við. „Ég verð hægt og rólega mjög heltekin af því að búa til frekar en að vera að performera. Ég geri frekar lítið af því að spila og vil helst vera í stúdíóinu að skapa. Ég veit að það eru rosalega mikil forréttindi í því að geta valið endalaust það sem mann langar. Að vera komin þangað, það er algjörlega magnað. Að hafa fengið að velja sjálf alltaf og eiga svona langan feril líka.“ Emilíana leggur upp úr því að fara sínar eigin leiðir og eltist ekki við að vera stöðugt að gefa út. „Ég hef aldrei fylgt reglunum. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með það að geta fylgt mínu flæði.“ Það er heljarinnar ferli að semja heila plötu og segist Emilíana fara í algjöra búbblu við það. Þá sé auðvelt að gleyma því að platan sé að fara að koma út. „Svo fer allt í gang og maður fær smá sjokk! Maður lærir aldrei almennilega inn á það og finnst maður kannski ekki búinn að hugsa þetta alveg í gegn. Ég er bara hér að semja og svo allt í einu verður þetta svo mikill bransi, það er allt annað dæmi. Að díla við svo mikið af fólki og taka alls kyns ákvarðanir, fara í myndatökur og allt hitt.“ Segir umræðu um andleg veikindi eiga langt í land Aðspurð hvort hún eigi sér sitt uppáhalds lag segir hún svo vera. Það sé lagið Vertu úlfur sem hún samdi ásamt Markétu Irglová fyrir samnefnda leiksýningu en verkið fjallar um geðhvarfasýki. „Við eigum rosalega langt í land þegar það kemur að andlegum veikindum. Umræðan getur verið svo rosalega erfið að hlusta á. Það er talað um sjálfselsku þegar að fólk er kannski með ólæknandi sjúkdóm og það er búið að reyna að lifa lífið af í mörg ár. Það er algjör hetjuskapur hjá mörgum þeirra að hafa barist svo hart fyrir lífinu. Við getum oft ekki ímyndað okkur hvað fólk þjáist en það er samt að lifa fyrir fólkið í kringum sig. Það skiptir miklu máli að við breytum orðræðunni hvað þetta varðar.“ Samkenndin verðmæt Emilíana segist þakklát fyrir það að hafa kynnst alls konar fólki á lífsleiðinni og það hafi kennt henni hvað mest. „Maður er búinn að vera að spila síðan maður var krakki, jafnvel inni á börum sem maður má ekki vera á. Þá hittir maður alls konar fólk sem er með skrilljón vistverur. Maður er rosalega heppinn að fá að hitta allt þetta fólk. Það hefur verið svo ljúft að fá að tengjast inn á það, að fá að hafa samkennd líka. Þú þarft ekki að skilja það.“ Þetta var fyrsta íslenska lag sem Emilíana hefur samið og segist hún hafa tengst því djúpum böndum. „Því ég hef líka sjálf lent í erfiðum reynslum. Það getur alls konar gerst í lífinu og maður er kannski ekki tilbúinn fyrir það, jafnvel aldrei tilbúinn fyrir það. Svo er ekki víst að það sé búið að gefa manni nógu mikið í lífinu til þess að geta hreinlega tekist á við það. Það eru margir sem upplifa það og hafa ekki fengið hjálpina. Ég hef verið þar sjálf og ég tengdist þessu rosalega djúpt í mér allavega. Þannig að þetta er uppáhalds lagið mitt sem ég hef samið.“ Samdi stórsmell fyrir Kylie Minogue Emilíana semur örsjaldan fyrir annað tónlistarfólk og segist eigingjörn á lög sín. Oft byrji hún að semja eitthvað fyrir aðra en ákveður svo að eiga það sjálf. Þó eru undantekningar á þessu og árið 2003 samdi hún sögulegan danssmell fyrir stórstjörnuna Kylie Minogue. Þegar að blaðamaður nefnir einstakan hljóm lagsins segir Emilíana: „Það er vegna þess að það er hljóð-klaufaskapur í þessu lagi.“ Emilíana samdi lagið ásamt Dan Carey og voru þau samtímis að vinna að plötunni hennar Fisherman's Woman. Þau stóðu föst á sínu við plötufyrirtækið sem vildi skipta sér af hljóðheimunum í lagi Kylie. „Við stóðum alltaf á okkar og ég var mjög óvinsæl því ég stóð svo fast á því hvernig lagið ætti að vera. Svo föttuðum við löngu síðar að við tókum þetta upp í mono, ekki í sterio og það tekur enginn upp í mono,“ segir Emilíana og skellir upp úr. „Þetta var svo ekta við. Þegar að það kemur svo í útvarpinu þá hljómar þetta svo spes og öðruvísi. Þess vegna er það engu líkt.“ Hér má heyra lagið: Viskí, reykvél og teknó Samstarfið við Kylie kviknaði út frá því að Kylie hafði heyrt einhver popplög sem Emilíana samdi í hálfgerðu gríni að eigin sögn þegar hún var í fríi frá tónlistinni. „Ég ætlaði þá ekki að gera fleiri plötur en var að hjálpa öðrum tónlistarmanni, var að syngja demó-in hans og við sömdum nokkur lög í viðbót. Hún heyrir þau og notar fyrir einhverjar B hliðar. Svo sendir teymið hennar á mig hvort ég sé til í að semja eitt lag. Ég var með Dan í stúdíóinu og við vorum að semja Fisherman's woman á þessum tíma. Á daginn sömdum við folk plötuna og á kvöldin fengum við okkur viskí í stúdíóinu, settum reykvélina í gang og sömdum danstónlist. Við gerum þetta enn í dag þegar að við erum að semja, það er ótrúlega mikill fókus yfir daginn og svo á kvöldin rennur þetta út í eitthvað rugl. Það er mjög gaman. Það er rosa mikið frelsi að gera techno, popp og danstónlist.“ Súrrealískt að fá beiðni frá Kylie Hún segir að það hafi sannarlega verið eftirminnilegt að fá þessa beiðni frá teymi Kylie. „Við fengum svo mikið hláturskast þegar að við vorum beðin um þetta því þetta var svo súrrealískt. Líka af því að þetta var hún, við elskum Kylie Minogue! Við sömdum þetta á hálftíma og svo fórum við á pöbbinn og héldum upp á það að við hefðum samið þetta lag. Svo vildum við auðvitað ekki gefa frá okkur lagið því okkur fannst það svo flott en af því að þetta var Kylie þá gerðum við það.“ Lagið var tekið upp í rosa fínu stúdíói með Kylie og segist Emilíana hafa reynt að skreyta það og gera það fínt. „Svo gleymdi ég að lyfta upp mic-num þannig að hún varð að syngja þetta á hnjánum, greyið Kylie. Hún hefur haldið að við værum algjörir ding-dongs. En við héldum upp á það í ár að hún hafi sungið þetta lag. Þetta voru líka svo ótrúlega ólíkir heimar hjá okkur sem var mjög eftirminnilegt.“ Ekki þess virði að fórna sínu fyrir Vogue Emilíana segir mikilvægt að hafa í huga að lífið einkennist af alls kyns heimum, ekki bara einum. Það sé ekki bara ein leið sem hægt er að fara og henni þykir mikilvægt að vera óhrædd við að prófa. Hún hefur alltaf verið fylgin sjálfri sér, líka þegar að hún var yngri. Fyrir nokkrum árum deildi hún færslu á Instagram þar sem hún skrifar um lífsreynslu sína af tímaritinu Vogue. Þá var hún tuttugu ára gömul og átti að fara í einhvern míníkjól sem hún neitaði að klæðast. Í kjölfarið klippti hún sig stutt fyrir myndatökuna. „Ég fer alltaf í rebel kast ef einhver reynir að segja mér hvað ég á að gera. Ég er ekki að fara að gera eitthvað bara af því að þetta er Vogue. Kannski er ég naív en ég las aldrei Vogue og mér fannst þetta ekkert brjálæðislega merkilegt. Það var auðvitað gaman að vera í því og ég man að vinkona mín var alveg að missa sig yfir Vogue.“ View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Lærdómsríkt að verða fyrst þekkt á Íslandi Hún segir að hún hafi fengið góðan lærdóm af því að verða fræg ung að árum hér á Íslandi. „Það er krefjandi og ég er mikill introvert þannig að ég fæ ekkert út úr því. Auðvitað er æðislegt þegar að fólk er næs en þetta tekur líka rosalega á þegar maður er ungur. Því maður er að uppgötva svo margt og það eru allir ofan í þér, talandi við þig og vilja eitthvað frá þér. Ég fann að ég vildi þetta ekki. Fyrir mér varð velgengni til dæmis fólkið sem enginn tekur eftir, er rosalega farsælt í því sem það gerir en getur labbað niður Laugaveg án þess að neinn taki eftir þeim eða viti hver þau eru. Þessi mistería fannst mér ótrúlega spennandi, að þau komist upp með þetta. Mér fannst svo spennandi að komast upp með það að gera tónlist og skapa en þurfa ekki að borga fyrir það með lífi sínu. Fólkið í kringum það þarf það ekki heldur, því þetta nær auðvitað mikið lengra en bara til þín. Ég er rosaleg skjaldbaka og ég þarf að fá minn tíma til að gera það sem ég er að gera og þarf að finna það sjálf hjá mér. Þetta snýst bara um hvað kveikir í þér. Allt gengur upp, það er svo ótrúlega mikið hægt að gera þannig að það er eiginlega fáránlegt að prófa ekki það sem mann langar, án þess að láta mikið yfir þig ganga.“ Það er margt spennandi á döfinni hjá Emilíönu Torrini sem er að gefa út plötuna Miss Flower í júní. Íris Bergmann Ný plata, tónleikaferðalag og spennandi framtíð Það er margt spennandi á döfinni hjá Emilíönu Torrini. Plötuútgáfa í júní, tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst 13. júlí og fleira. Næsta smáskífa, Miss Flower, kemur síðan út 26. apríl. Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist hún vonast til þess að geta stöðugt verið að skapa. Sömuleiðis útilokar hún ekki að gefa út rave tónlist. „Ég ætla einhvern tíma að gera dansplötu, mig hefur alltaf langað það. Ég ætla að vera konan með fjólubláa hárið eða vera ótrúlega stíf níræð með ótrúlega vel lagað hár, smá fjólubláa slikju í súper hot ísköldu Margaret Thatcher outfitti. Með staf, í gráum semíhælaskóm, klædd í þykkar sokkabuxur í allt öðrum litatón en ég er og svo bara að rave-a,“ segir þessi lífsglaða, einstaka og einlæga listakona að lokum.
Tónlist Menning Geðheilbrigði Tónleikar á Íslandi Íslendingar erlendis Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira