„Áttaði mig á því að ég er ekki ódauðlegur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. apríl 2024 12:38 Ívar Orri hefur gert ýmsar tilraunir með hráfæði í vetur. Ívar Orri Ómarsson, frumkvöðull og rekstrarmaður segist hafa fengið andlega vakningu þegar hann greindist með sykursýki. Ívar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa gjörbylt lífi sínu eftir áfallið og það hafi verið löðrungurinn sem hann hafi þurft til þess að taka fulla ábyrgð á lífi sínu og heilsu. „Þetta byrjaði á sunnudegi eftir heila helgi af gríðarlegu sukki. Ég var í frábæru líkamlegu formi og var að keppa í bardagaíþróttum, en verðlaunaði mig oft um helgar með því að sukka. Þennan laugardag hafði ég borðað stóra Domino´s pizzu, borðaði mikið magn af blandi í poka, heilan kassa af æðibitum, drakk sex dósir af redbull og var líka fullur. Svo vaknaði ég bara fárveikur á sunnudeginum og þurfti að kasta upp. Svo þegar leið á daginn var ég bara þurrari og þurrari, alveg sama hvað ég drakk mikið.“ Greindur á staðnum Ívar segir þetta hafa haldið áfram daginn eftir. Ekkert hafi lagast sama hversu mikið vatn hann drakk. Ívar þurfti svo að rjúka út úr eigin bíl þar sem hann var staddur úti á miðri götu til þess að pissa. „Bílarnir í kring flautuðu og fólk horfði undrandi á mig. En ég átti engan valkost, nema þá bara að pissa í buxurnar. Svo varð ég bara slappari og slappari og léttist og léttist. Svo endar þetta með því að sjónin er farin að versna verulega og punkturinn sem ég átta mig á því að það sé eitthvað alvarlegt í gangi er þegar ég var nærri búinn að keyra á tvo gangandi vegfarendur á innan við tíu mínútum. Eftir það ákvað ég loksins að bíða ekki lengur með að fara til læknis. Ég var svo sendur beint á spítala og þar var ég greindur á staðnum með sykursýki 1.“ Tölfræðin bendir til styttra lífs Ívar segir að þetta áfall hafi gjörbreytt lífi hans og eftir þetta fór hann að taka ábyrgð á eigin lífsstíl. Hann segir að sykursýkin hafi í raun verið andleg vakning sem hafi breytt öllu. „Eins klikkað og það hljómar er ég mjög þakklátur fyrir að hafa greinst með sykursýki. Það var það sem ég þurfti til þess að breyta lífi mínu. Í raun var þetta andleg vakning. Áður en ég fékk sykursýkina var ég ekki á leiðinni neitt í lífinu, hafði ekki trú á sjálfum mér og var fastur í að velta mér upp úr áliti annarra. En þarna fékk ég löðrunginn sem þurfti og í kjölfarið kom gríðarlegur kraftur og metnaður og ég vissi bara að ég ætti að taka ábyrgð á eigin lífi.“ View this post on Instagram A post shared by Ívar Orri Ómarsson (@ivaromarsson) Eitt af því hafi verið að standa algjörlega með sjálfum sér. Segja það sem hann hugsar án þess að hiksta. „Tölfræðin segir mér að það sé búið að stytta líf mitt um að minnsta kosti 20 ár. Ég áttaði mig á því að ég er ekki ódauðlegur og hef takmarkaðan tíma á jörðinni. Ég hef ákveðið að taka slaginn þegar kemur að því að tala um matarræði, heilsu, lyfjaiðnaðinn og matvælaiðnaðinn. Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn og ég held ótrauður áfram.“ Allt á hliðina þegar hann borðaði hráan kjúkling Ívar hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir að gera alls konar tilraunir á sjálfum sér og birta það á samfélagsmiðlum. Hann hefur fengið alls konar viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, ekki síst eftir nýjustu tilraunina, þar sem hann borðaði bara hráan mat í heilan mánuð. „Ég vildi prófa að borða bara óeldaðan mat í heilan mánuð til að sjá hvort það myndi hafa áhrif á mig. En svo ákvað ég að gamni að enda þetta á að borða hráan kjúkling og þá fór allt á hliðina. Ég ætlaði nú aldrei að gera það, en ég fékk mikið af skilaboðum þar sem var verið að skora á mig og þá ákvað ég að kýla bara á það.“ Ívar segist skilja það að einhverjir hafi orðið ósáttir við hann. Það sé hluti af þessu. Hann sé í raun vinur allra og hafi átt góð samtöl við fólk sem er ósátt við hann. „En ég hef allavega fengið athygli út á þetta, sem vonandi verður til þess að beina sjónum að því sem ég er raunverulega að reyna að segja.“ Matarvenjur skipti sköpum Ívar, segist sannfærður um að við eigum eftir að sjá mikið af nýjum upplýsingum þegar fram líður. Hann segist trúa því að matarvenjur og lífsstíll hafi gríðarleg áhrif á heilsu fólks og að í raun megi fyrirbyggja flesta sjukdóma með skynsamlegum ákvörðunum og réttu vali á matvælum. „Ég er sannfærður um að við séum rétt að byrja að sjá hvað hægt er að gera með réttum lífsstíl. Auðvitað eru ekki allir sammála um hvað er hollur matur, en ég held að við getum allavega byrjað á að vera sammála um að ofurunninn matur er slæmur fyrir alla. Sambland af aukaefnum og sykri er kokteill sem er ekki góður fyrir neinn og sérstaklega finnst mér slæmt að sjá hvernig óhollum mat er otað að börnum,“ segir Ívar. „Læknavísindin segja að sykursýki I sé genasjúkdómur og að mataræði hafi engin áhrif. En ég er gangandi dæmi um að það er ekki alveg rétt. Líf mitt hefur gjörbreyst eftir að ég breytti lífsstílnum hjá mér. Ég veit að það sem ég er að segja kemur frá minni upplifun og trú, en ég er þeirrar skoðunar að læknavísindin viti ekki allt og að genarannsóknir séu í stöðugri þróun. Við vitum að umhverfisþættir spila stórt hlutverk í öllu sem snýr að heilsu og það eru ótrúlegir hlutir að gerast hjá fólki sem hefur kosið að taka ábyrgð og breyta lífsstíl sínum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Ívar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Þetta byrjaði á sunnudegi eftir heila helgi af gríðarlegu sukki. Ég var í frábæru líkamlegu formi og var að keppa í bardagaíþróttum, en verðlaunaði mig oft um helgar með því að sukka. Þennan laugardag hafði ég borðað stóra Domino´s pizzu, borðaði mikið magn af blandi í poka, heilan kassa af æðibitum, drakk sex dósir af redbull og var líka fullur. Svo vaknaði ég bara fárveikur á sunnudeginum og þurfti að kasta upp. Svo þegar leið á daginn var ég bara þurrari og þurrari, alveg sama hvað ég drakk mikið.“ Greindur á staðnum Ívar segir þetta hafa haldið áfram daginn eftir. Ekkert hafi lagast sama hversu mikið vatn hann drakk. Ívar þurfti svo að rjúka út úr eigin bíl þar sem hann var staddur úti á miðri götu til þess að pissa. „Bílarnir í kring flautuðu og fólk horfði undrandi á mig. En ég átti engan valkost, nema þá bara að pissa í buxurnar. Svo varð ég bara slappari og slappari og léttist og léttist. Svo endar þetta með því að sjónin er farin að versna verulega og punkturinn sem ég átta mig á því að það sé eitthvað alvarlegt í gangi er þegar ég var nærri búinn að keyra á tvo gangandi vegfarendur á innan við tíu mínútum. Eftir það ákvað ég loksins að bíða ekki lengur með að fara til læknis. Ég var svo sendur beint á spítala og þar var ég greindur á staðnum með sykursýki 1.“ Tölfræðin bendir til styttra lífs Ívar segir að þetta áfall hafi gjörbreytt lífi hans og eftir þetta fór hann að taka ábyrgð á eigin lífsstíl. Hann segir að sykursýkin hafi í raun verið andleg vakning sem hafi breytt öllu. „Eins klikkað og það hljómar er ég mjög þakklátur fyrir að hafa greinst með sykursýki. Það var það sem ég þurfti til þess að breyta lífi mínu. Í raun var þetta andleg vakning. Áður en ég fékk sykursýkina var ég ekki á leiðinni neitt í lífinu, hafði ekki trú á sjálfum mér og var fastur í að velta mér upp úr áliti annarra. En þarna fékk ég löðrunginn sem þurfti og í kjölfarið kom gríðarlegur kraftur og metnaður og ég vissi bara að ég ætti að taka ábyrgð á eigin lífi.“ View this post on Instagram A post shared by Ívar Orri Ómarsson (@ivaromarsson) Eitt af því hafi verið að standa algjörlega með sjálfum sér. Segja það sem hann hugsar án þess að hiksta. „Tölfræðin segir mér að það sé búið að stytta líf mitt um að minnsta kosti 20 ár. Ég áttaði mig á því að ég er ekki ódauðlegur og hef takmarkaðan tíma á jörðinni. Ég hef ákveðið að taka slaginn þegar kemur að því að tala um matarræði, heilsu, lyfjaiðnaðinn og matvælaiðnaðinn. Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn og ég held ótrauður áfram.“ Allt á hliðina þegar hann borðaði hráan kjúkling Ívar hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir að gera alls konar tilraunir á sjálfum sér og birta það á samfélagsmiðlum. Hann hefur fengið alls konar viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, ekki síst eftir nýjustu tilraunina, þar sem hann borðaði bara hráan mat í heilan mánuð. „Ég vildi prófa að borða bara óeldaðan mat í heilan mánuð til að sjá hvort það myndi hafa áhrif á mig. En svo ákvað ég að gamni að enda þetta á að borða hráan kjúkling og þá fór allt á hliðina. Ég ætlaði nú aldrei að gera það, en ég fékk mikið af skilaboðum þar sem var verið að skora á mig og þá ákvað ég að kýla bara á það.“ Ívar segist skilja það að einhverjir hafi orðið ósáttir við hann. Það sé hluti af þessu. Hann sé í raun vinur allra og hafi átt góð samtöl við fólk sem er ósátt við hann. „En ég hef allavega fengið athygli út á þetta, sem vonandi verður til þess að beina sjónum að því sem ég er raunverulega að reyna að segja.“ Matarvenjur skipti sköpum Ívar, segist sannfærður um að við eigum eftir að sjá mikið af nýjum upplýsingum þegar fram líður. Hann segist trúa því að matarvenjur og lífsstíll hafi gríðarleg áhrif á heilsu fólks og að í raun megi fyrirbyggja flesta sjukdóma með skynsamlegum ákvörðunum og réttu vali á matvælum. „Ég er sannfærður um að við séum rétt að byrja að sjá hvað hægt er að gera með réttum lífsstíl. Auðvitað eru ekki allir sammála um hvað er hollur matur, en ég held að við getum allavega byrjað á að vera sammála um að ofurunninn matur er slæmur fyrir alla. Sambland af aukaefnum og sykri er kokteill sem er ekki góður fyrir neinn og sérstaklega finnst mér slæmt að sjá hvernig óhollum mat er otað að börnum,“ segir Ívar. „Læknavísindin segja að sykursýki I sé genasjúkdómur og að mataræði hafi engin áhrif. En ég er gangandi dæmi um að það er ekki alveg rétt. Líf mitt hefur gjörbreyst eftir að ég breytti lífsstílnum hjá mér. Ég veit að það sem ég er að segja kemur frá minni upplifun og trú, en ég er þeirrar skoðunar að læknavísindin viti ekki allt og að genarannsóknir séu í stöðugri þróun. Við vitum að umhverfisþættir spila stórt hlutverk í öllu sem snýr að heilsu og það eru ótrúlegir hlutir að gerast hjá fólki sem hefur kosið að taka ábyrgð og breyta lífsstíl sínum.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Ívar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira