Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara Víkings laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar 2022 gerðu KA-menn sér vonir um titilbaráttu á síðasta tímabili. Þær vonir urðu ekki að veruleika en tímabilið var samt eftirminnilegt fyrir norðan. KA endaði vissulega bara í 7. sæti Bestu deildarinnar en komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í nítján ár og vann tvö einvígi í Sambandsdeildinni. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/hulda margrét Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA í vetur. Færeyingarnir Jóan Símun Edmundsson og Pætur Petersen eru horfnir á braut og Dusan Brkovic fór í FH eftir að hafa reynst KA svo vel undanfarin þrjú ár. Til að fylla skarð hans fengu KA-menn Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliða Fjölnis. Flestum þótti þetta vera full lítil styrking fyrir lið KA en í síðustu viku breyttist allt þegar Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið. Það er gríðarleg búbót fyrir KA-menn fá Viðar sem hefur átt flottan feril í atvinnumennsku og orðið markakóngur í tveimur deildum (Noregi og Ísrael). Viðar raðaði inn mörkum síðast þegar hann spilaði á Íslandi (2013) og ætti að gera það aftur núna. grafík/gunnar tumi Það ætti því ekki að mæða jafn mikið á járnkarlinum Hallgrími Mar Steingrímssyni og síðustu ár. Hann hefur spilað alla 160 leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild, skorað 53 mörk og gefið ógrynni stoðsendinga. Hallgrímur er upphafið og endirinn í sóknarleik KA-manna en hefur stundum vantað meiri stuðning. Hallgrímur missir af byrjun tímabilsins vegna veikinda en það verður í fyrsta sinn frá sumrinu 2015 sem hann missir af deildarleikjum. Mörkum sveitunga Hallgríms, Ásgeirs Sigurgeirssonar og Elfars Árna Aðalsteinssonar, hefur fækkað en Harley Willard getur byggt ofan á góðan endasprett á síðasta tímabili, Jakob Snær Árnason er alltaf seigur og Sveinn Margeir Hauksson er í stöðugri sókn. Hann klárar reyndar ekki tímabilið þar sem hann er á leið út í nám til Bandaríkjanna. grafík/gunnar tumi KA lenti í 2. sæti síns riðils í Lengjubikarnum og missti af sæti í undanúrslitum á markatölu. KA-menn unnu svo Kjarnafæðismótið eins og alltaf. Byrjunarlið KA er enn mjög sterkt, leikmannahópurinn er reyndur og skipulagið á liðinu er jafnan til mikillar fyrirmyndar. Og Viðari er ætlað að vera auka kryddið í súpuna sem Hallgrímur Jónasson er með í pottinum fyrir norðan. Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson fagna marki í Evrópuleik gegn Dundalk í fyrra.vísir/hulda margrét Það er því kannski engin sérstök ástæða til að hafa miklar áhyggjur af KA. Fyrir komu Viðars var erfitt að sjá þá gera betur en í fyrra en eftir komu Selfyssingsins leyfa KA-menn sér eflaust að dreyma um Evrópubaráttu. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Stjörnunnar og Íslandsmeistara Víkings laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir KA 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar 2022 gerðu KA-menn sér vonir um titilbaráttu á síðasta tímabili. Þær vonir urðu ekki að veruleika en tímabilið var samt eftirminnilegt fyrir norðan. KA endaði vissulega bara í 7. sæti Bestu deildarinnar en komst í bikarúrslit í fyrsta sinn í nítján ár og vann tvö einvígi í Sambandsdeildinni. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/hulda margrét Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA í vetur. Færeyingarnir Jóan Símun Edmundsson og Pætur Petersen eru horfnir á braut og Dusan Brkovic fór í FH eftir að hafa reynst KA svo vel undanfarin þrjú ár. Til að fylla skarð hans fengu KA-menn Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliða Fjölnis. Flestum þótti þetta vera full lítil styrking fyrir lið KA en í síðustu viku breyttist allt þegar Viðar Örn Kjartansson samdi við félagið. Það er gríðarleg búbót fyrir KA-menn fá Viðar sem hefur átt flottan feril í atvinnumennsku og orðið markakóngur í tveimur deildum (Noregi og Ísrael). Viðar raðaði inn mörkum síðast þegar hann spilaði á Íslandi (2013) og ætti að gera það aftur núna. grafík/gunnar tumi Það ætti því ekki að mæða jafn mikið á járnkarlinum Hallgrími Mar Steingrímssyni og síðustu ár. Hann hefur spilað alla 160 leiki KA síðan liðið komst aftur upp í efstu deild, skorað 53 mörk og gefið ógrynni stoðsendinga. Hallgrímur er upphafið og endirinn í sóknarleik KA-manna en hefur stundum vantað meiri stuðning. Hallgrímur missir af byrjun tímabilsins vegna veikinda en það verður í fyrsta sinn frá sumrinu 2015 sem hann missir af deildarleikjum. Mörkum sveitunga Hallgríms, Ásgeirs Sigurgeirssonar og Elfars Árna Aðalsteinssonar, hefur fækkað en Harley Willard getur byggt ofan á góðan endasprett á síðasta tímabili, Jakob Snær Árnason er alltaf seigur og Sveinn Margeir Hauksson er í stöðugri sókn. Hann klárar reyndar ekki tímabilið þar sem hann er á leið út í nám til Bandaríkjanna. grafík/gunnar tumi KA lenti í 2. sæti síns riðils í Lengjubikarnum og missti af sæti í undanúrslitum á markatölu. KA-menn unnu svo Kjarnafæðismótið eins og alltaf. Byrjunarlið KA er enn mjög sterkt, leikmannahópurinn er reyndur og skipulagið á liðinu er jafnan til mikillar fyrirmyndar. Og Viðari er ætlað að vera auka kryddið í súpuna sem Hallgrímur Jónasson er með í pottinum fyrir norðan. Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson fagna marki í Evrópuleik gegn Dundalk í fyrra.vísir/hulda margrét Það er því kannski engin sérstök ástæða til að hafa miklar áhyggjur af KA. Fyrir komu Viðars var erfitt að sjá þá gera betur en í fyrra en eftir komu Selfyssingsins leyfa KA-menn sér eflaust að dreyma um Evrópubaráttu.
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti