Fyrirhuguð löggjöf muni ekki laga leigumarkað í lamasessi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. mars 2024 17:53 Sigurður Orri Hafþórsson er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Stöð 2/Arnar Lögmaður Húseigendafélagsins segir að ef nýtt frumarp innviðaráðherra nái fram að ganga muni það skerða hagsmuni leigusala verulega og leiða til þess að fleiri kjósi frekar að setja eignir sínar í skammtímaleigu til ferðamanna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til breytinga á húsleigulögum var lagt fram fyrr í mánuðinum, en umsögn Húseigendafélagsins um það var birt í gær. Lögmaður Húseigendafélagsins segir frumvarpið munu draga úr framboði leiguhúsnæðis, verði það að lögum. Hann bendir á að leigumarkaðurinn sé borinn uppi af einstaklingum sem leigusölum. „Ef það á að fara að herða frekar á kröfum til leigusala, til dæmis með skráningu samninga í leiguskrá og skráningu á breyttu leiguverði að viðlagrði refsiábyrgð, þá teljum við að það muni stuðla að því að leigusalar taki frekar út íbúðir sínar af almenna leigumarkaðnum,“ segir Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður félagsins. Eigendur muni þá frekar kjósa kosti eins og Airbnb, eða jafnvel að selja íbúðir sínar. „Íbúðirnar hverfa þannig af leigumarkaðnum, sem verður þá til þess að með færri íbúðum, þá auðvitað ýtist leiguverðið upp.“ Frumvarpið gangi þannig gegn markmiði sínu um aukið húsnæðisöryggi leigjenda. „Við vitum það alveg að leigumarkaðurinn er í lamasessi en hann verður ekki lagaður með svona reglubreytingum. Það þarf fleiri íbúðir inn á markaðinn.“ Hér að neðan má nálgast umsögn Húseigendafélagsins um frumvarpið. Tengd skjöl Umsögn-Húseigendafélagsins-vPDF2.5MBSækja skjal Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til breytinga á húsleigulögum var lagt fram fyrr í mánuðinum, en umsögn Húseigendafélagsins um það var birt í gær. Lögmaður Húseigendafélagsins segir frumvarpið munu draga úr framboði leiguhúsnæðis, verði það að lögum. Hann bendir á að leigumarkaðurinn sé borinn uppi af einstaklingum sem leigusölum. „Ef það á að fara að herða frekar á kröfum til leigusala, til dæmis með skráningu samninga í leiguskrá og skráningu á breyttu leiguverði að viðlagrði refsiábyrgð, þá teljum við að það muni stuðla að því að leigusalar taki frekar út íbúðir sínar af almenna leigumarkaðnum,“ segir Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður félagsins. Eigendur muni þá frekar kjósa kosti eins og Airbnb, eða jafnvel að selja íbúðir sínar. „Íbúðirnar hverfa þannig af leigumarkaðnum, sem verður þá til þess að með færri íbúðum, þá auðvitað ýtist leiguverðið upp.“ Frumvarpið gangi þannig gegn markmiði sínu um aukið húsnæðisöryggi leigjenda. „Við vitum það alveg að leigumarkaðurinn er í lamasessi en hann verður ekki lagaður með svona reglubreytingum. Það þarf fleiri íbúðir inn á markaðinn.“ Hér að neðan má nálgast umsögn Húseigendafélagsins um frumvarpið. Tengd skjöl Umsögn-Húseigendafélagsins-vPDF2.5MBSækja skjal
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira