„Hæ, ég held að þú sért blóðfaðir minn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 08:02 Tori Lynn setti sér það markmið á sínum tíma að vera búin að hafa uppi á föður sínum fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Leitin átti eftir að spanna tæp fimm ár. Vísir/Vilhelm Stærsti draumur Tori Lynn Gísladóttur rættist um síðustu jól. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg – og á sama tíma hjartnæm og falleg. Stóð uppi móðurlaus fjögurra ára gömul Tori Lynn fæddist í Indianapolis í Bandaríkjunum árið 2005. Blóðforeldrar hennar eru bæði bandarísk og þau skildu stuttu eftir að Tori Lynn kom í heiminn. Samband þeirra var stormasamt og skilnaðurinn var sársaukafullur. Tori Lynn var þriggja ára gömul þegar hún kom fyrst til Íslands, í febrúar árið 2008. Móðir hennar hafði þá kynnst íslenskum manni, Gísla Sverrissyni, og leiddi það til þess að þær mæðgur fluttust búferlum til Íslands. Saman eignuðust þau yngri bróður Tori Lynn. Til að gera langa sögu stutta þá flosnaði upp úr hjónabandi móður Tori Lynn og Gísla, stjúpföður hennar tæpu einu og hálfu ári eftir að þær mæðgur komu til Íslandi. Móðir Tori Lynn tók þá ákvörðun að veita Gísla fullt forræði yfir Tori Lynn og yngri bróður hennar, og halda einsömul heim til Bandaríkjanna. Að sögn Tori Lynn hafði móðir hennar átt erfitt uppdráttar á Íslandi og sá ekki framtíðina fyrir sér hér á landi. „Þarna var ég orðin fjögurra ára, var byrjuð á leikskóla á Íslandi og talaði bara íslensku. Hún vildi bara tala við mig ensku.“ Aðstæður Tori Lynn í æsku voru nokkuð óvenjulegar.Aðsend Þær mæðgur áttu ekki að tala saman aftur fyrr en mörgum árum seinna. „Ég var bara svo ótrúlega heppin að þarna, þegar hún pakkaði saman og skildi mig eftir, þá var ég búin að eignast stjúpföður sem tók mig algjörlega að sér. Hann gekk mér í föðurstað og ég hef alltaf kallað hann pabba. Enda á hann skilið allan heiðurinn af því hvernig ég er í dag. Hann sá um okkur einsamall í mörg ár, var í tveimur eða þremur vinnum og stóð sig ótrúlega vel. En við vorum líka mikið hjá ömmu og afa og áttum ofboðslega gott samband við þau.“ Tori Lynn bætir við að stjúppabbi hennar eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann tæklaði aðstæðurnar á sínum tíma. Eftir að móðir Tori Lynn skildi hana eftir á Íslandi var Tori Lynn búin að missa báða blóðforeldra sína. Hún greindist með svokallaða tengslaröskun, sem er ekki óalgengt hjá ungum börnum sem upplifað hafa alvarlegt áfall af þessu tagi. Börn með tengslaröskun mynda ákveðin varnarvegg; eiga gífurlega erfitt með að treysta og mynda náin tengsl við fólkið í kringum sig. Feðginin Gísli og Tori á góðri stundu.Aðsend „Ég þurfti að glíma við svakalegar skapsveiflur, var annaðhvort brjáluð og æst eða alveg róleg. Ég átti erfitt með að tengjast mínum nánustu en gat að sama skapi hlaupið yfir til bláókunnugrar manneskju og sagst elska hana. Ég var erfið viðfangs, en Gísli pabbi minn , hann tók að sér þetta verkefni og sá til þess að ég fengi hjálp hjá sálfræðingi,“ segir hún. „Ég veit ekki hvernig þetta hefði annars endað. Ég hefði örugglega ekki endað á góðum stað.“ Fimleikarnir breyttu öllu Tori Lynn byrjaði snemma að æfa íþróttir og hún segir það tvímælalaust hafa bjargað sér í æsku. „Ég hef alltaf verið rosalega mikill orkubolti, og þegar ég kom til Íslands þá „spottaði“ afi það og notaði það til að tengjast mér. Hann sá strax að ég elskaði að kasta og grípa bolta, þannig að hann fór með mig út og notaði svo tækifærið og spjallaði við mig á meðan við vorum í boltaleikjum. Það kom síðan ekki annað til greina en að senda mig í íþróttir, ég byrjaði í fótbolta en það kom nú fljótlega í ljós að ég ætti miklu betur heima í fimleikum; ég var markmaður í fótboltanum en var bara að hlaupa um og gera handahlaup og var ekkert að spá í hvar boltinn væri! Síðan byrjaði ég í fimleikum hjá Aftureldingu og var þar í mörg ár, alveg til ársins 2021.“ Í dag er Tori Lynn fimleikaþjálfari hjá Aftureldingu og þjálfar stelpur á aldrinum átta til tólf ára og einnig eldri iðkendur. Hún stundar nám á félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og hefur sett stefnuna á nám í íþróttasálfræði í framtíðinni. „Fimleikarnir voru algjörlega mitt bjargráð, fimleikarnir og fjölskyldan. Það hélt mér á beinu brautinni. Fimleikarnir voru bara ástin í lífi mínu. Af því að þar fékk ég stöðugleika. Þar fékk ég útrás fyrir alla þessa orku, útrás fyrir allt sem var að brjótast um inni í mér.“ Tori Lynn átti góða æsku á Íslandi, fyrst í Árbænum og svo í Mosfellsbænum. Tori Lynn var sex ára gömul þegar hún byrjaði að æfa fimleika og segir það hafa skipt sköpum.Aðsend „Pabbi var alltaf mjög opinn með allt varðandi mömmu mína , ég mátti alltaf tala um hana ef ég vildi. En gat hann ekki sagt mér neitt um blóðföður minn, hann vissi bara að hann héti Michael. Mamma hafði talað mjög illa um hann og málað hann upp sem algjört skrímsli. Lengst framan af þá var ég ekki mikið að spyrja, eða pæla í henni og blóðpabba mínum. Ég átti jú yndislegan pabba sem elskaði mig og var alltaf til staðar, og afa og ömmu. En ég vissi að ég væri öðruvísi, og að fjölskyldan mín væri öðruvísi. Ég er auðvitað með bandarískt nafn og það bauð upp á spurningar. Það komu tímabil í grunnskóla, í þriðja og fjórða bekk, þar sem mér var strítt og ég fékk athugasemdir frá krökkunum, en það var bara eðlilegt; þau voru forvitin og vissu ekki betur. Og stundum saknaði ég þess að eiga ekki mömmu. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvar mamma mín væri, eða hvort hún væri yfirhöfuð á lífi. Og ég vissi ekkert um blóðpabba minn, annað en það að hann væri einhverstaðar í Bandaríkjunum.“ Þegar Tori Lynn var níu ára kom Rósa, stjúpmóðir hennar inn í líf hennar. Hún og Gísli gengu í hjónaband seinasta sumar. „Og ég lít á Rósu sem mömmu mína.“ Þegar Tori Lynn komst á unglingsár fóru fyrst að vakna hjá henni spurningar varðandi uppruna hennar.Vísir/Vilhelm Varpaði sprengju Eftir því sem árin liðu fóru sífellt fleiri spurningar að vakna hjá Tori Lynn, sérstaklega eftir að hún komst á unglingsárin. „Ég átti myndir af mömmu minni, og ég átti minningar af henni, en ég vissi ekkert um blóðföður minn, hvernig hann liti út, hvað hann væri gamall, hvernig hann væri. Ég lá oft andvaka á kvöldin og velti þessi fyrir mér; Af hverju lít ég svona út? Af hverju er ég með svona hár og svona augu? Það kviknaði einhver löngun hjá mér, mig langaði að vita hvað gerði mig að mér.“ Það dró fyrst til tíðinda í ágúst árið 2019, þegar Tori Lynn var orðin 14 ára gömul. Þá hafði hún upp á móður sinni, með hjálp pabba síns, og hafði samband við hana, í fyrsta sinn í tíu ár. „Það byrjaði á því að ég sendi henni tölvupóst, sem ég lét pabba lesa yfir, og svo þróaðist það út í að við fórum að spjalla saman í gegnum messenger. Ég vildi kynnast henni, en planið var jú alltaf að hafa uppi á blóðpabba mínum, og hún var sú eina sem gat hjálpað mér með það.“ Samskiptin við móður Tori Lynn gengu hins vegar brösulega. Líkt og Tori Lynn bendir á hefur móðir hennar átt við andleg veikindi að stríða. Hún var afar erfið í tilsvörum. „Ég reyndi að koma á sambandi við hana, reyna að kynnast henni. Ég sagði henni frá mér, hvað ég væri að gera í lífinu og svona. En hún svaraði mér oft ekki fyrr en löngu seinna og vildi ekkert segja mér frá sér eða deila neinu með mér. Það liðu tæp þrjú ár þar sem þetta gekk svona; við skiptumst á einhverjum línum af og til. Svo kom að því, í september árið 2022, að ég ákvað að varpa sprengjunni og spyrja hana bara hreint út; Hver er pabbi minn? Ég sagði henni að ég vissi að Gísli væri ekki blóðpabbi minn, og að hún væri eina manneskjan sem gæti veitt mér einhverjar upplýsingar um hver pabbi minn væri.“ Viðbrögð móður Tori Lynn voru eins og við var að búast, og gáfu svo sannarlega ekki tilefni til bjartsýni. „Hún var auðvitað búin að mála hann upp sem algjört skrímsli við alla, og skiljanlega fór hún í rosalega mikla vörn. Hún bókstaflega hraunaði yfir mig, byrjaði að saka mig um að hafa komið upp á milli þeirra á sínum tíma og allskyns fleira. Sagðist ekki geta talað við mig, af því að ég liti alveg eins út og hann. Það var greinilegt að myndi aldrei vilja hjálpa mér að finna hann.“ Tori Lynn hafði á þessum tíma sótt meðferð hjá sálfræðingi um árabil og gerði enn. Það hjálpaði henni að skilja viðbrögð móður hennar, og skilja að þau voru sprottin af andlegum veikindum. „Auðvitað tók ég þessu nærri mér, svona fyrst um sinn, en ég vann strax úr þessu.“ Föður Tori Lynn tókst loks að fá móður hennar til að staðfesta fornafn blóðföður hennar: Michael. „Ég man að ég lá uppi í rúmi þetta kvöld og hugsaði og hugsaði og endurtók nafnið í sífellu: Michael, Michael. Michael. Hvernig í andskotanum á ég eiginlega að geta fundið hann?“ Tori Lynn og móðir hennar voru ekki í frekari samskiptum eftir þetta og það var ljóst að Tori Lynn myndi þurfa að finna aðra leið til að hafa uppi á blóðföður sínum. „Nokkrum vikum seinna komst ég fyrir tilviljun í samband við frænku mína í Bandaríkjunum, systur mömmu minnar, eftir að ég sá afmæliskveðju sem hún setti á facebookvegginn hennar. Ég sendi henni skilaboð á facebook og spurði hana hvort hún vissi hver pabbi minn væri. En hún vissi ekkert, nema bara að hann héti Michael. En við tvær töluðum svo aðeins meira saman og náðum að kynnast og við erum ennþá í samskiptum í dag.“ Leitin að blóðfóður Tori Lynn átti eftir að spanna tæp fimm ár.Vísir/Vilhelm Raðaði púslunum saman „Ég setti mér það markmið að á 18 ára afmælisdaginn minn ætlaði ég að vera búin að finna pabba minn. Mér var alveg sama þó að það myndi enda þannig að hann vildi ekkert með mig hafa; ég vildi vita hvernig hann liti út. Sjá hvort hann væri líkur mér í útliti. Ég var eiginlega bara heltekin af þessu á tímabili. Núna var ég komin með þetta nafn allavega,“ segir Tori Lynn. Fyrrnefnd frænka Tori Lynn í Bandaríkjunum átti eftir að reynast henni vel í leitinni. „Hún var eiginlega eina vonin sem ég hafði, eina tengingin sem ég hafði þarna úti í Bandaríkjunum. Þannig að ég treysti svolítið mikið á hana. Við settum saman tvo og tvo, af því að ég er með ættarnafnið Howard, þá hlyti pabbi minn að heita Michael Howard. En það að leita að Michael Howard í Bandaríkjunum er auðvitað bara eins og að leita að nál í heystakki. Af því að vissum ekki hvenær hann væri fæddur, hvar hann ætti heima eða neitt. Ég var samt í marga mánuði að „gúgla“ Michael Howard, skoða myndir af hinum og þessum og athuga hvort þeir væru líkir mér. Við prófuðum síðan að þrengja leitarsvæðið og takmarka það við Indianapolis, af því að ég fæddist þar. En það skilaði engu. Suma daga var ég alveg að gefast upp, en ég hélt samt alltaf í vonina. Ég hugsaði þá með mér: „Ókei, í dag er ekki dagurinn, en það kemur annar dagur á morgun.“ Einn daginn fengu Tori Lynn og frænka hennar þá hugmynd að fletta nafni Tori Lynn upp í opnum skrám á netinu, fyrir mál sem hafa farið fyrir fjölskyldudómstól í Bandaríkjunum. Það reyndist þeim til happs að vestanhafs eru slík gögn og meðfylgjandi skýrslur tiltölulega aðgengileg. Þegar blóðforeldrar Tori Lynn skildu á sínum tíma fór forræðismálið fyrir dóm. „Og í þessum gögnum fundum við fullt nafn á honum, fæðingardag og ár. Þar með var þetta komið. Þarna var ég ekki orðin 18 ára og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera með þessar upplýsingar. Þetta var rosalega yfirþyrmandi. Og ég sagði engum á Íslandi að ég væri búin að finna hann. Þetta var eins og að sitja á tikkandi sprengju.“ Tori Lynn fór í kjölfarið á Facebook og reyndi að tengja saman púslin og leita að „réttum“ Michael Howard. Hún tók loksins af skarið. Einn prófill sem hún fann á facebook reyndist vera líklegur. Michael Howard sem átti þann prófil var skráður í samband með konu að nafni Cassandra Howard. „Og ég sendi henni skilaboð. Ég vildi frekar senda skilaboð á hana, heldur en að hafa samband við hann beint. Ég sagðist heita Tori Lynn, vera frá Íslandi og að ég væri að leita að pabba mínum. Cassandra hringdi í mig nánast um leið og sagði: „Ég er búin að bíða eftir þessum degi, alveg frá því að ég kynntist pabba þínum.“ Þá kom semsagt í ljós að hún og blóðpabbi minn voru ekki lengur saman, þetta var einhver gamall facebook aðgangur hjá honum. En hún vissi auðvitað allt um hann og hvar hann væri í dag. Hann reyndist búa í Grennsburg, bæ í Indiana. Þau höfðu eignast tvö börn saman og voru í nánu sambandi. Og hún sendi mér réttan facebook prófíl hjá honum. En það liðu nokkrir dagar þar til ég hafði samband við hann. Ég og Cassandra ræddum meira saman og ég fékk að vita aðeins meira um hann. Þannig gat ég verið undirbúin. Ég skrifaði honum síðan langt bréf sem hófst með orðunum: „Hi, My name is Tori Lynn and I think you are my biological father.“ Ég sagði honum aðeins frá lífinu mínu á Íslandi, skólanum og fimleikunum. Og sagðist vilja athuga hvort hann hefði áhuga á að komast í samband við mig. Og eftir að ég hafði sent skilaboðin kom strax „seen“ – hann sá þau strax. Þá hafði Cassandra greinilega verið búin að láta hann vita að ég hefði haft samband við hana. Það leið klukkutími þar til hann sendi mér skilaboð til baka. Líklega hefur hann bara verið í einhverju áfalli og þurft tíma til að meðtaka þetta allt.“ Skilaboðin sem blóðfaðir Tori Lynn sendi til baka hófust á orðunum: „Hi, my love. I never imagined this day would come. You were my whole world, and I want you to be my whole world again.“ Í kjölfarið áttu þau feðgin sinn fyrsta fund- í gegnum myndsímtal á facebook. „Hann fór að gráta, og ég fór að gráta. Þetta var svo ótrúlega skrítið og yfirþyrmandi. Ég var búin að leita að honum í fimm ár og þarna var hann, fyrir framan mig. Og ég tók strax eftir líkindum á milli okkar.“ Tori Lynn fékk að vita að hún ætti allt í allt fjögur, og bráðum fimm hálfsystkini í Bandaríkjunum. Blóðfaðir hennar hafði eignast börn með þremur öðrum konum; tvö börn með fyrrnefndri Cassöndru, dreng með annarri, eitt í viðbót með Brandy, sinni núverandi og sjötta barnið þeirra var á leiðinni. Hún fékk líka að vita að hann starfaði sem yfirmaður (e.manager) á McDonalds. „Við töluðum saman í þrjá klukkutíma þessa nótt, alveg þar ég þurfti að leggja mig í einn og hálfan tíma og ná smá svefni áður en ég færi í skólann.“ Tori Lynn segist lengt af hafa farið frekar leynt með þessa leit við fjölskyldu sína á Íslandi. „Ég var svo hrædd um að særa þau. Það var þeim að þakka að ég átti gott líf og þau höfðu alltaf verið til staðar fyrir mig. Mér fannst ég vera að fara á bak við þau, og það var mjög erfitt. En ég var líka svo hrædd um að blóðpabbi minn myndi hafna mér. Ég var svo brennd af öllu sem ég hafði gengið í gegnum þegar mamma mín skildi mig eftir. Og ég vildi þess vegna ekki segja neitt við þau, ef ske kynni að pabbi minn mynda hafna mér líka og þetta ætti eftir að enda í sárum. Ég ákvað að bíða frekar og sjá hvað yrði.“ Viðbrögð Gísla, föður Tori Lynn og fjölskyldunnar voru hins vegar mun betri en hún hafði þorað að vona. „Þetta hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hann, og ég er ótrúlega stolt af honum fyrir það hvernig hann höndlaði þetta allt.“ Tori Lynn segist lengt af hafa farið frekar leynt með þessa leit við fjölskyldu sína á Íslandi.Vísir/Vilhelm Yfirþyrmandi upplifun Tori Lynn og blóðfaðir hennar héldu áfram að vera í samskiptum næstu vikur og mánuði á eftir. Og fljótlega kom það til umræðu að Tori Lynn myndi fljúga út til Bandaríkjanna og hitta fjölskylduna. „Mig langaði afskaplega mikið að fara út, en ég var í vandræðum, ég vildi ekki fara ein en ég vissi heldur ekki hvern ég gæti tekið með mér. Og ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, hverju ég ætti von á.“ Það varð úr að Anna Karólína, vinkona Tori Lynn slóst með í för. Bandarísk frænka Tori Lynn, sem hafði reynst henni svo vel í leitinni, var þeim til halds og trausts. „Ég var alltaf í góðu sambandi við hana í gegnum þetta allt saman. Hún er búsett í bæ sem er í sirka klukkutíma akstursfjarlægð frá Greensburg, og við ákváðum að ef allt færi á versta veg þá myndum við koma til hennar og gista hjá henni.“ Og þann 26. desember síðastliðinn, á jóladag, flugu þær stöllur út til Chicago, sem er í tæplega fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Greensburg, heimabæ blóðföður Tori Lynn í Indiana. „Þegar við lentum þá var þetta allt svo yfirþyrmandi. Mér var flökurt af stressi og sagði við Önnu að ég gæti ekki farið út úr flugvélinni og ég vildi bara hætta við þetta allt saman. Til allar hamingju tókst henni að tala um fyrir mér og segja mér að fara inn á klósett og taka smá stund þar og henda af mér þessu stressi. Við værum komnar, og það væri ekki í boði að fara að beila á öllu núna. Þegar við komum fram í anddyrið á flugvellinum þá tók ég strax eftir þeim, blóðpabba mínum, Brandy konunni hans og krökkunum. Það fyrsta sem ég hugsaði var: „Vá, hvað þau eru eitthvað lítil.“ Og það var eitthvað svo skrítið að sjá hann þarna, að geta snert hann. Síðan tók við fjögurra tíma bílferð í heimabæinn þeirra og þetta var frekar sérstök stemning þarna í bílnum. Þetta var dálítið vandræðalegt, það vissi enginn hvað ætti að segja.“ Tori Lynn og blóðfaðir hennar, Michael Howard voru sameinuð á ný eftir fimmtán ára aðskilnað.Aðsend Tori Lynn segir það þó hafa breyst fljótt, eftir að þau komu til Greensburg. Hún hitti afa sinn og ömmu og það voru miklir fagnaðarfundir. Daginn eftir hélt fjölskyldan jólin, að amerískum sið. Fjölskyldan hafði nefnilega ákveðið að „fresta“ jólahaldinu þar til Tori Lynn kæmi. Hún fékk að upplifa alvöru amerískan jóladagsmorgun með blóðföður sínum, Brandy og syni þeirra, auk þess sem hálfsystur hennar tvær voru með, auk fjögurra barna Brandy af fyrri samböndum. „Og mér var tekið opnum örmum. Ég er öðruvísi en þau, tala með íslenskum hreim og er ekki vön hinum og þessum bandarísku venjum. En það breytti engu, ég varð strax hluti af fjölskyldunni. Ég var ekki bara einhver útlendingur sem var í heimsókn hjá þeim. Það var svo magnað. Tveimur dögum seinna hitti ég síðan bróður minn og við smullum strax saman. Við erum bestu vinir í dag. Við grínumst með það að ég sé stelpuútgáfan af honum.“ Tori Lynn ásamt blóðföður sínum og systkinum sínum sem hún "græddi."Aðsend Tori Lynn og Anna Karólína voru í alls tólf daga í Bandaríkjunum og tíminn leið að sögn Tori Lynn alltof hratt. „Þau sýndu mér bæinn, við fórum á rúlluskauta og í keilu og á allskonar staði og þess á milli sátum við heima, spiluðum og spjölluðum um heima og geima.“ Í þessari heimsókn áttu Tori Lynn og blóðfaðir hennar ófá samtöl þar sem Tori Lynn fékk örlítið nánari mynd af uppruna sínum, og því sem hafði gengið á áður en hún og móðir hennar fluttu til Íslands á sínum tíma. „Hann sagði mér að hann hefði aldrei hætt að hugsa um mig, eða tala um mig. Hann hélt alltaf upp á afmælið mitt. Hann hafði alltaf þráð að komast í samband við mig, en hafði bara ekki hugmynd um hvernig hann ætti að finna mig, eða hvernig ég ætti eftir að taka honum.“ Öll spil uppi á borðum Í dag er Tori Lynn í nánu og góðu sambandi við blóðföður sinn og fjölskyldu sína úti í Bandaríkjunum. „Við heyrumst á hverjum degi og erum búin að halda áfram að rækta tengslin á milli okkar. Planið er núna að halda jólin til skiptis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ég á ennþá eftir að hitta marga úr fjölskyldunni minni úti.“ Tori Lynn bætir við að eftir að hún fann blóðföður sinn og komst í samband við hann þá sé eins og að ákveðnum kafla sé lokið. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Það er eins og það séu ekki lengur ský á himninum, það er orðið heiðskýrt. Það eru öll spil uppi á borðum,“ segir hún. Tori Lynn er fyrst og fremst þakklát Gísla, stjúpföður sínum, sem gekk henni í föðurstað á sínum tíma og sá til þess að hún átti gott líf á Íslandi.Aðsend „Ef það er einhver boðskapur með þessari sögu þá held ég að það sé að gefast aldrei upp. Taka slaginn. Búa sig undir það góða en vera tilbúin fyrir það versta. Fyrst og fremst er ég óendanlega þakklát Gísla pabba mínum og ömmu og afa, og allt sem þau hafa gert fyrir mig. Þau hafa stutt við bakið á mér í gegnum þetta allt, og það er ekki endilega sjálfsagt, að vera með þetta bakland. Ég er ótrúlega heppin.“ Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Stóð uppi móðurlaus fjögurra ára gömul Tori Lynn fæddist í Indianapolis í Bandaríkjunum árið 2005. Blóðforeldrar hennar eru bæði bandarísk og þau skildu stuttu eftir að Tori Lynn kom í heiminn. Samband þeirra var stormasamt og skilnaðurinn var sársaukafullur. Tori Lynn var þriggja ára gömul þegar hún kom fyrst til Íslands, í febrúar árið 2008. Móðir hennar hafði þá kynnst íslenskum manni, Gísla Sverrissyni, og leiddi það til þess að þær mæðgur fluttust búferlum til Íslands. Saman eignuðust þau yngri bróður Tori Lynn. Til að gera langa sögu stutta þá flosnaði upp úr hjónabandi móður Tori Lynn og Gísla, stjúpföður hennar tæpu einu og hálfu ári eftir að þær mæðgur komu til Íslandi. Móðir Tori Lynn tók þá ákvörðun að veita Gísla fullt forræði yfir Tori Lynn og yngri bróður hennar, og halda einsömul heim til Bandaríkjanna. Að sögn Tori Lynn hafði móðir hennar átt erfitt uppdráttar á Íslandi og sá ekki framtíðina fyrir sér hér á landi. „Þarna var ég orðin fjögurra ára, var byrjuð á leikskóla á Íslandi og talaði bara íslensku. Hún vildi bara tala við mig ensku.“ Aðstæður Tori Lynn í æsku voru nokkuð óvenjulegar.Aðsend Þær mæðgur áttu ekki að tala saman aftur fyrr en mörgum árum seinna. „Ég var bara svo ótrúlega heppin að þarna, þegar hún pakkaði saman og skildi mig eftir, þá var ég búin að eignast stjúpföður sem tók mig algjörlega að sér. Hann gekk mér í föðurstað og ég hef alltaf kallað hann pabba. Enda á hann skilið allan heiðurinn af því hvernig ég er í dag. Hann sá um okkur einsamall í mörg ár, var í tveimur eða þremur vinnum og stóð sig ótrúlega vel. En við vorum líka mikið hjá ömmu og afa og áttum ofboðslega gott samband við þau.“ Tori Lynn bætir við að stjúppabbi hennar eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hann tæklaði aðstæðurnar á sínum tíma. Eftir að móðir Tori Lynn skildi hana eftir á Íslandi var Tori Lynn búin að missa báða blóðforeldra sína. Hún greindist með svokallaða tengslaröskun, sem er ekki óalgengt hjá ungum börnum sem upplifað hafa alvarlegt áfall af þessu tagi. Börn með tengslaröskun mynda ákveðin varnarvegg; eiga gífurlega erfitt með að treysta og mynda náin tengsl við fólkið í kringum sig. Feðginin Gísli og Tori á góðri stundu.Aðsend „Ég þurfti að glíma við svakalegar skapsveiflur, var annaðhvort brjáluð og æst eða alveg róleg. Ég átti erfitt með að tengjast mínum nánustu en gat að sama skapi hlaupið yfir til bláókunnugrar manneskju og sagst elska hana. Ég var erfið viðfangs, en Gísli pabbi minn , hann tók að sér þetta verkefni og sá til þess að ég fengi hjálp hjá sálfræðingi,“ segir hún. „Ég veit ekki hvernig þetta hefði annars endað. Ég hefði örugglega ekki endað á góðum stað.“ Fimleikarnir breyttu öllu Tori Lynn byrjaði snemma að æfa íþróttir og hún segir það tvímælalaust hafa bjargað sér í æsku. „Ég hef alltaf verið rosalega mikill orkubolti, og þegar ég kom til Íslands þá „spottaði“ afi það og notaði það til að tengjast mér. Hann sá strax að ég elskaði að kasta og grípa bolta, þannig að hann fór með mig út og notaði svo tækifærið og spjallaði við mig á meðan við vorum í boltaleikjum. Það kom síðan ekki annað til greina en að senda mig í íþróttir, ég byrjaði í fótbolta en það kom nú fljótlega í ljós að ég ætti miklu betur heima í fimleikum; ég var markmaður í fótboltanum en var bara að hlaupa um og gera handahlaup og var ekkert að spá í hvar boltinn væri! Síðan byrjaði ég í fimleikum hjá Aftureldingu og var þar í mörg ár, alveg til ársins 2021.“ Í dag er Tori Lynn fimleikaþjálfari hjá Aftureldingu og þjálfar stelpur á aldrinum átta til tólf ára og einnig eldri iðkendur. Hún stundar nám á félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og hefur sett stefnuna á nám í íþróttasálfræði í framtíðinni. „Fimleikarnir voru algjörlega mitt bjargráð, fimleikarnir og fjölskyldan. Það hélt mér á beinu brautinni. Fimleikarnir voru bara ástin í lífi mínu. Af því að þar fékk ég stöðugleika. Þar fékk ég útrás fyrir alla þessa orku, útrás fyrir allt sem var að brjótast um inni í mér.“ Tori Lynn átti góða æsku á Íslandi, fyrst í Árbænum og svo í Mosfellsbænum. Tori Lynn var sex ára gömul þegar hún byrjaði að æfa fimleika og segir það hafa skipt sköpum.Aðsend „Pabbi var alltaf mjög opinn með allt varðandi mömmu mína , ég mátti alltaf tala um hana ef ég vildi. En gat hann ekki sagt mér neitt um blóðföður minn, hann vissi bara að hann héti Michael. Mamma hafði talað mjög illa um hann og málað hann upp sem algjört skrímsli. Lengst framan af þá var ég ekki mikið að spyrja, eða pæla í henni og blóðpabba mínum. Ég átti jú yndislegan pabba sem elskaði mig og var alltaf til staðar, og afa og ömmu. En ég vissi að ég væri öðruvísi, og að fjölskyldan mín væri öðruvísi. Ég er auðvitað með bandarískt nafn og það bauð upp á spurningar. Það komu tímabil í grunnskóla, í þriðja og fjórða bekk, þar sem mér var strítt og ég fékk athugasemdir frá krökkunum, en það var bara eðlilegt; þau voru forvitin og vissu ekki betur. Og stundum saknaði ég þess að eiga ekki mömmu. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvar mamma mín væri, eða hvort hún væri yfirhöfuð á lífi. Og ég vissi ekkert um blóðpabba minn, annað en það að hann væri einhverstaðar í Bandaríkjunum.“ Þegar Tori Lynn var níu ára kom Rósa, stjúpmóðir hennar inn í líf hennar. Hún og Gísli gengu í hjónaband seinasta sumar. „Og ég lít á Rósu sem mömmu mína.“ Þegar Tori Lynn komst á unglingsár fóru fyrst að vakna hjá henni spurningar varðandi uppruna hennar.Vísir/Vilhelm Varpaði sprengju Eftir því sem árin liðu fóru sífellt fleiri spurningar að vakna hjá Tori Lynn, sérstaklega eftir að hún komst á unglingsárin. „Ég átti myndir af mömmu minni, og ég átti minningar af henni, en ég vissi ekkert um blóðföður minn, hvernig hann liti út, hvað hann væri gamall, hvernig hann væri. Ég lá oft andvaka á kvöldin og velti þessi fyrir mér; Af hverju lít ég svona út? Af hverju er ég með svona hár og svona augu? Það kviknaði einhver löngun hjá mér, mig langaði að vita hvað gerði mig að mér.“ Það dró fyrst til tíðinda í ágúst árið 2019, þegar Tori Lynn var orðin 14 ára gömul. Þá hafði hún upp á móður sinni, með hjálp pabba síns, og hafði samband við hana, í fyrsta sinn í tíu ár. „Það byrjaði á því að ég sendi henni tölvupóst, sem ég lét pabba lesa yfir, og svo þróaðist það út í að við fórum að spjalla saman í gegnum messenger. Ég vildi kynnast henni, en planið var jú alltaf að hafa uppi á blóðpabba mínum, og hún var sú eina sem gat hjálpað mér með það.“ Samskiptin við móður Tori Lynn gengu hins vegar brösulega. Líkt og Tori Lynn bendir á hefur móðir hennar átt við andleg veikindi að stríða. Hún var afar erfið í tilsvörum. „Ég reyndi að koma á sambandi við hana, reyna að kynnast henni. Ég sagði henni frá mér, hvað ég væri að gera í lífinu og svona. En hún svaraði mér oft ekki fyrr en löngu seinna og vildi ekkert segja mér frá sér eða deila neinu með mér. Það liðu tæp þrjú ár þar sem þetta gekk svona; við skiptumst á einhverjum línum af og til. Svo kom að því, í september árið 2022, að ég ákvað að varpa sprengjunni og spyrja hana bara hreint út; Hver er pabbi minn? Ég sagði henni að ég vissi að Gísli væri ekki blóðpabbi minn, og að hún væri eina manneskjan sem gæti veitt mér einhverjar upplýsingar um hver pabbi minn væri.“ Viðbrögð móður Tori Lynn voru eins og við var að búast, og gáfu svo sannarlega ekki tilefni til bjartsýni. „Hún var auðvitað búin að mála hann upp sem algjört skrímsli við alla, og skiljanlega fór hún í rosalega mikla vörn. Hún bókstaflega hraunaði yfir mig, byrjaði að saka mig um að hafa komið upp á milli þeirra á sínum tíma og allskyns fleira. Sagðist ekki geta talað við mig, af því að ég liti alveg eins út og hann. Það var greinilegt að myndi aldrei vilja hjálpa mér að finna hann.“ Tori Lynn hafði á þessum tíma sótt meðferð hjá sálfræðingi um árabil og gerði enn. Það hjálpaði henni að skilja viðbrögð móður hennar, og skilja að þau voru sprottin af andlegum veikindum. „Auðvitað tók ég þessu nærri mér, svona fyrst um sinn, en ég vann strax úr þessu.“ Föður Tori Lynn tókst loks að fá móður hennar til að staðfesta fornafn blóðföður hennar: Michael. „Ég man að ég lá uppi í rúmi þetta kvöld og hugsaði og hugsaði og endurtók nafnið í sífellu: Michael, Michael. Michael. Hvernig í andskotanum á ég eiginlega að geta fundið hann?“ Tori Lynn og móðir hennar voru ekki í frekari samskiptum eftir þetta og það var ljóst að Tori Lynn myndi þurfa að finna aðra leið til að hafa uppi á blóðföður sínum. „Nokkrum vikum seinna komst ég fyrir tilviljun í samband við frænku mína í Bandaríkjunum, systur mömmu minnar, eftir að ég sá afmæliskveðju sem hún setti á facebookvegginn hennar. Ég sendi henni skilaboð á facebook og spurði hana hvort hún vissi hver pabbi minn væri. En hún vissi ekkert, nema bara að hann héti Michael. En við tvær töluðum svo aðeins meira saman og náðum að kynnast og við erum ennþá í samskiptum í dag.“ Leitin að blóðfóður Tori Lynn átti eftir að spanna tæp fimm ár.Vísir/Vilhelm Raðaði púslunum saman „Ég setti mér það markmið að á 18 ára afmælisdaginn minn ætlaði ég að vera búin að finna pabba minn. Mér var alveg sama þó að það myndi enda þannig að hann vildi ekkert með mig hafa; ég vildi vita hvernig hann liti út. Sjá hvort hann væri líkur mér í útliti. Ég var eiginlega bara heltekin af þessu á tímabili. Núna var ég komin með þetta nafn allavega,“ segir Tori Lynn. Fyrrnefnd frænka Tori Lynn í Bandaríkjunum átti eftir að reynast henni vel í leitinni. „Hún var eiginlega eina vonin sem ég hafði, eina tengingin sem ég hafði þarna úti í Bandaríkjunum. Þannig að ég treysti svolítið mikið á hana. Við settum saman tvo og tvo, af því að ég er með ættarnafnið Howard, þá hlyti pabbi minn að heita Michael Howard. En það að leita að Michael Howard í Bandaríkjunum er auðvitað bara eins og að leita að nál í heystakki. Af því að vissum ekki hvenær hann væri fæddur, hvar hann ætti heima eða neitt. Ég var samt í marga mánuði að „gúgla“ Michael Howard, skoða myndir af hinum og þessum og athuga hvort þeir væru líkir mér. Við prófuðum síðan að þrengja leitarsvæðið og takmarka það við Indianapolis, af því að ég fæddist þar. En það skilaði engu. Suma daga var ég alveg að gefast upp, en ég hélt samt alltaf í vonina. Ég hugsaði þá með mér: „Ókei, í dag er ekki dagurinn, en það kemur annar dagur á morgun.“ Einn daginn fengu Tori Lynn og frænka hennar þá hugmynd að fletta nafni Tori Lynn upp í opnum skrám á netinu, fyrir mál sem hafa farið fyrir fjölskyldudómstól í Bandaríkjunum. Það reyndist þeim til happs að vestanhafs eru slík gögn og meðfylgjandi skýrslur tiltölulega aðgengileg. Þegar blóðforeldrar Tori Lynn skildu á sínum tíma fór forræðismálið fyrir dóm. „Og í þessum gögnum fundum við fullt nafn á honum, fæðingardag og ár. Þar með var þetta komið. Þarna var ég ekki orðin 18 ára og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera með þessar upplýsingar. Þetta var rosalega yfirþyrmandi. Og ég sagði engum á Íslandi að ég væri búin að finna hann. Þetta var eins og að sitja á tikkandi sprengju.“ Tori Lynn fór í kjölfarið á Facebook og reyndi að tengja saman púslin og leita að „réttum“ Michael Howard. Hún tók loksins af skarið. Einn prófill sem hún fann á facebook reyndist vera líklegur. Michael Howard sem átti þann prófil var skráður í samband með konu að nafni Cassandra Howard. „Og ég sendi henni skilaboð. Ég vildi frekar senda skilaboð á hana, heldur en að hafa samband við hann beint. Ég sagðist heita Tori Lynn, vera frá Íslandi og að ég væri að leita að pabba mínum. Cassandra hringdi í mig nánast um leið og sagði: „Ég er búin að bíða eftir þessum degi, alveg frá því að ég kynntist pabba þínum.“ Þá kom semsagt í ljós að hún og blóðpabbi minn voru ekki lengur saman, þetta var einhver gamall facebook aðgangur hjá honum. En hún vissi auðvitað allt um hann og hvar hann væri í dag. Hann reyndist búa í Grennsburg, bæ í Indiana. Þau höfðu eignast tvö börn saman og voru í nánu sambandi. Og hún sendi mér réttan facebook prófíl hjá honum. En það liðu nokkrir dagar þar til ég hafði samband við hann. Ég og Cassandra ræddum meira saman og ég fékk að vita aðeins meira um hann. Þannig gat ég verið undirbúin. Ég skrifaði honum síðan langt bréf sem hófst með orðunum: „Hi, My name is Tori Lynn and I think you are my biological father.“ Ég sagði honum aðeins frá lífinu mínu á Íslandi, skólanum og fimleikunum. Og sagðist vilja athuga hvort hann hefði áhuga á að komast í samband við mig. Og eftir að ég hafði sent skilaboðin kom strax „seen“ – hann sá þau strax. Þá hafði Cassandra greinilega verið búin að láta hann vita að ég hefði haft samband við hana. Það leið klukkutími þar til hann sendi mér skilaboð til baka. Líklega hefur hann bara verið í einhverju áfalli og þurft tíma til að meðtaka þetta allt.“ Skilaboðin sem blóðfaðir Tori Lynn sendi til baka hófust á orðunum: „Hi, my love. I never imagined this day would come. You were my whole world, and I want you to be my whole world again.“ Í kjölfarið áttu þau feðgin sinn fyrsta fund- í gegnum myndsímtal á facebook. „Hann fór að gráta, og ég fór að gráta. Þetta var svo ótrúlega skrítið og yfirþyrmandi. Ég var búin að leita að honum í fimm ár og þarna var hann, fyrir framan mig. Og ég tók strax eftir líkindum á milli okkar.“ Tori Lynn fékk að vita að hún ætti allt í allt fjögur, og bráðum fimm hálfsystkini í Bandaríkjunum. Blóðfaðir hennar hafði eignast börn með þremur öðrum konum; tvö börn með fyrrnefndri Cassöndru, dreng með annarri, eitt í viðbót með Brandy, sinni núverandi og sjötta barnið þeirra var á leiðinni. Hún fékk líka að vita að hann starfaði sem yfirmaður (e.manager) á McDonalds. „Við töluðum saman í þrjá klukkutíma þessa nótt, alveg þar ég þurfti að leggja mig í einn og hálfan tíma og ná smá svefni áður en ég færi í skólann.“ Tori Lynn segist lengt af hafa farið frekar leynt með þessa leit við fjölskyldu sína á Íslandi. „Ég var svo hrædd um að særa þau. Það var þeim að þakka að ég átti gott líf og þau höfðu alltaf verið til staðar fyrir mig. Mér fannst ég vera að fara á bak við þau, og það var mjög erfitt. En ég var líka svo hrædd um að blóðpabbi minn myndi hafna mér. Ég var svo brennd af öllu sem ég hafði gengið í gegnum þegar mamma mín skildi mig eftir. Og ég vildi þess vegna ekki segja neitt við þau, ef ske kynni að pabbi minn mynda hafna mér líka og þetta ætti eftir að enda í sárum. Ég ákvað að bíða frekar og sjá hvað yrði.“ Viðbrögð Gísla, föður Tori Lynn og fjölskyldunnar voru hins vegar mun betri en hún hafði þorað að vona. „Þetta hefur örugglega ekki verið auðvelt fyrir hann, og ég er ótrúlega stolt af honum fyrir það hvernig hann höndlaði þetta allt.“ Tori Lynn segist lengt af hafa farið frekar leynt með þessa leit við fjölskyldu sína á Íslandi.Vísir/Vilhelm Yfirþyrmandi upplifun Tori Lynn og blóðfaðir hennar héldu áfram að vera í samskiptum næstu vikur og mánuði á eftir. Og fljótlega kom það til umræðu að Tori Lynn myndi fljúga út til Bandaríkjanna og hitta fjölskylduna. „Mig langaði afskaplega mikið að fara út, en ég var í vandræðum, ég vildi ekki fara ein en ég vissi heldur ekki hvern ég gæti tekið með mér. Og ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, hverju ég ætti von á.“ Það varð úr að Anna Karólína, vinkona Tori Lynn slóst með í för. Bandarísk frænka Tori Lynn, sem hafði reynst henni svo vel í leitinni, var þeim til halds og trausts. „Ég var alltaf í góðu sambandi við hana í gegnum þetta allt saman. Hún er búsett í bæ sem er í sirka klukkutíma akstursfjarlægð frá Greensburg, og við ákváðum að ef allt færi á versta veg þá myndum við koma til hennar og gista hjá henni.“ Og þann 26. desember síðastliðinn, á jóladag, flugu þær stöllur út til Chicago, sem er í tæplega fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Greensburg, heimabæ blóðföður Tori Lynn í Indiana. „Þegar við lentum þá var þetta allt svo yfirþyrmandi. Mér var flökurt af stressi og sagði við Önnu að ég gæti ekki farið út úr flugvélinni og ég vildi bara hætta við þetta allt saman. Til allar hamingju tókst henni að tala um fyrir mér og segja mér að fara inn á klósett og taka smá stund þar og henda af mér þessu stressi. Við værum komnar, og það væri ekki í boði að fara að beila á öllu núna. Þegar við komum fram í anddyrið á flugvellinum þá tók ég strax eftir þeim, blóðpabba mínum, Brandy konunni hans og krökkunum. Það fyrsta sem ég hugsaði var: „Vá, hvað þau eru eitthvað lítil.“ Og það var eitthvað svo skrítið að sjá hann þarna, að geta snert hann. Síðan tók við fjögurra tíma bílferð í heimabæinn þeirra og þetta var frekar sérstök stemning þarna í bílnum. Þetta var dálítið vandræðalegt, það vissi enginn hvað ætti að segja.“ Tori Lynn og blóðfaðir hennar, Michael Howard voru sameinuð á ný eftir fimmtán ára aðskilnað.Aðsend Tori Lynn segir það þó hafa breyst fljótt, eftir að þau komu til Greensburg. Hún hitti afa sinn og ömmu og það voru miklir fagnaðarfundir. Daginn eftir hélt fjölskyldan jólin, að amerískum sið. Fjölskyldan hafði nefnilega ákveðið að „fresta“ jólahaldinu þar til Tori Lynn kæmi. Hún fékk að upplifa alvöru amerískan jóladagsmorgun með blóðföður sínum, Brandy og syni þeirra, auk þess sem hálfsystur hennar tvær voru með, auk fjögurra barna Brandy af fyrri samböndum. „Og mér var tekið opnum örmum. Ég er öðruvísi en þau, tala með íslenskum hreim og er ekki vön hinum og þessum bandarísku venjum. En það breytti engu, ég varð strax hluti af fjölskyldunni. Ég var ekki bara einhver útlendingur sem var í heimsókn hjá þeim. Það var svo magnað. Tveimur dögum seinna hitti ég síðan bróður minn og við smullum strax saman. Við erum bestu vinir í dag. Við grínumst með það að ég sé stelpuútgáfan af honum.“ Tori Lynn ásamt blóðföður sínum og systkinum sínum sem hún "græddi."Aðsend Tori Lynn og Anna Karólína voru í alls tólf daga í Bandaríkjunum og tíminn leið að sögn Tori Lynn alltof hratt. „Þau sýndu mér bæinn, við fórum á rúlluskauta og í keilu og á allskonar staði og þess á milli sátum við heima, spiluðum og spjölluðum um heima og geima.“ Í þessari heimsókn áttu Tori Lynn og blóðfaðir hennar ófá samtöl þar sem Tori Lynn fékk örlítið nánari mynd af uppruna sínum, og því sem hafði gengið á áður en hún og móðir hennar fluttu til Íslands á sínum tíma. „Hann sagði mér að hann hefði aldrei hætt að hugsa um mig, eða tala um mig. Hann hélt alltaf upp á afmælið mitt. Hann hafði alltaf þráð að komast í samband við mig, en hafði bara ekki hugmynd um hvernig hann ætti að finna mig, eða hvernig ég ætti eftir að taka honum.“ Öll spil uppi á borðum Í dag er Tori Lynn í nánu og góðu sambandi við blóðföður sinn og fjölskyldu sína úti í Bandaríkjunum. „Við heyrumst á hverjum degi og erum búin að halda áfram að rækta tengslin á milli okkar. Planið er núna að halda jólin til skiptis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ég á ennþá eftir að hitta marga úr fjölskyldunni minni úti.“ Tori Lynn bætir við að eftir að hún fann blóðföður sinn og komst í samband við hann þá sé eins og að ákveðnum kafla sé lokið. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Það er eins og það séu ekki lengur ský á himninum, það er orðið heiðskýrt. Það eru öll spil uppi á borðum,“ segir hún. Tori Lynn er fyrst og fremst þakklát Gísla, stjúpföður sínum, sem gekk henni í föðurstað á sínum tíma og sá til þess að hún átti gott líf á Íslandi.Aðsend „Ef það er einhver boðskapur með þessari sögu þá held ég að það sé að gefast aldrei upp. Taka slaginn. Búa sig undir það góða en vera tilbúin fyrir það versta. Fyrst og fremst er ég óendanlega þakklát Gísla pabba mínum og ömmu og afa, og allt sem þau hafa gert fyrir mig. Þau hafa stutt við bakið á mér í gegnum þetta allt, og það er ekki endilega sjálfsagt, að vera með þetta bakland. Ég er ótrúlega heppin.“
Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira