Lífið

Syndsam­lega góð bananasnickersstykki

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Gabríela deilir reglulega girnilega og hollar uppskriftir á samfélagsmiðlum með fylgjendum sínum.
Helga Gabríela deilir reglulega girnilega og hollar uppskriftir á samfélagsmiðlum með fylgjendum sínum.

Helga Gabríela heilsukokkur og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af frosnum bananasnickersstykkjum á samfélagsmiðli sínum sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt.

„Þessi frosnu bananasnickers eru algjör snilld þó að ég segi sjálf frá. Enda slóu þau heldur betur í gegn hjá okkur fjölskyldunni, syndsamlega gott,“ skrifar Helga Gabríela við færsluna. 

Frosið bananasnickers

Hráefni:

Þroskaðir bananar

Lífrænt hnetusmjör

Salthnetur

Dökkt lífrænt súkkulaði

Aðferð:

Skerið niður vel þroskaða banana í lengjur og til helminga.

Bræðið 1/4 bolla af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði (gott að bæta teskeið af kókosolíu með ef þið eigið til).

Smyrjið lífrænu hnetusmjöri yfir bananana og setjið súkkulaði yfir.

Toppið með salthnetum.

Frystið í 20 mín.

Helga Gabríela birtir iðulega fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir á samfélagsmiðlum sínum.


Tengdar fréttir

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.