Tröllaukinn kór valtaði yfir pínulítinn píanóleikara Jónas Sen skrifar 19. mars 2024 07:00 Stabat mater eftir Dvorák í flutningi Söngsveitarinnar Fílharmóníu undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson. Píanóleikur: Elena Postumi. Langholtskirkja, sunnudaginn 17. mars. Jónas Sen „Stóð við krossinn mærin mæra, mændi á soninn hjartakæra.“ Á þessum orðum hefst þýðing Matthíasar Jochumssonar á Stabat mater. Það er þekktur sálmur frá þrettándu öld eftir Jacopone da Todi. Ljóðið hefur verið tónsett af allmörgum tónskáldum á borð við Palestrina, Haydn, Gounod, Penderecki, Poulenc, Szymanowski, Verdi og Arvo Pärt. Meira að segja franska svartmetalbandið Anorexia Nervosa hefur samið tónlist við Stabat mater. Þjáningar Maríu meyjar Í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið mátti heyra enn eina útgáfuna af sálminum. Hún var eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák. Hann samdi verkið eftir að hafa misst dóttur sína. Ljóðið fjallar um ímyndaðar þjáningar Maríu meyjar þar sem hún stendur við krossinn á föstudaginn langa. Fyrsta útgáfan var fyrir blandaðan kór, fjóra einsöngvara og píanó. Þegar Dvorák svo missti tvö önnur börn sín bætti hann við verkið og skrifaði það líka fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er þekktasta útgáfan og sú sem er langoftast flutt. Falleg en vandmeðfarin tónlist Tónlistin er í sjálfu sér falleg, myrk vissulega en líka sigri hrósandi. Ég hef heyrt fínar upptökur af píanóútgáfunni. Til dæmis er ein góð með píanóleikaranum Brigitte Engerer, sem kom einu sinni hingað til lands og spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á upptökunni, sem er á Spotify, syngur kammerkórinn Accentus með Engerer og blandast kór og og píanó einkar vel saman. Því var ekki að heilsa á tónleikunum á sunnudagskvöldið. Söngsveitin Fílharmónía söng með píanóleikaranum Elenu Postumi undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Þar var fátt eins og það átti að vera. Kórinn alltof stór Söngsveitin var einfaldlega alltof stór fyrir tónsmíð þar sem píanóleikari þarf að vera í hlutverki heillar sinfóníuhljómsveitar. Kammerkórinn Accentus samanstendur t.d. af 32 einstaklingum, en Söngsveitin telur hátt í 70 manns. Á tónleikunum var því ekkert jafnvægi á milli píanistans og kórsins, sem valtaði yfir hann aftur og aftur. Og það þrátt fyrir að Elena Postumi legði sig alla fram og spilaði af fagmennsku og vandvirkni. Einsöngurinn blandaðist illa saman Inn á milli komu kaflar þar sem einsöngvararnir sungu, einn eða tveir í einu, bara með píanóleikaranum, án kórsins. Það kom auðvitað miklu betur út, en dugði ekki til. Enginn heillegur þráður var í tónlistarflutningnum, þar sem hann slitnaði alltaf í yfirgengilegum kórköflunum. Stóra myndin var því bjöguð og skringileg og tónlistin náði aldrei flugi. Einsöngvararnir voru Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson. Raddir þeirra blönduðust undarlega saman. Konurnar voru hálfvandræðalegar, eins og þeim liði illa að vera að standa í þessu yfirleitt. Hallveig virkaði skjálfrödduð en Hildigunnur var öruggari, söngur hennar hitti þó aldrei í mark. Oddur var meira sannfærandi og túlkaði sína rullu með viðeigandi krafti. Gissur var hins vegar út úr kú, því hann söng allt í einskonar ítölskum óperustíl. Það passaði engan veginn og var hálf afkáralegt. Kórinn góður í sjálfu sér Þetta er synd, því Söngsveitin söng í sjálfu sér prýðilega. Kórsöngurinn var hreinn og heildarhljómurinn var þéttur og voldugur. Hann kom einkar vel út í fyrra verki kvöldsins. Það var reyndar örstutt, Þögul nótt eftir úkraínska tónskáldið Natalíu Tsupryk, hugleiðingu um stríðið þar í landi. Tónlistin hverfðist um einn tón og var hugleiðslukennd og þrungin sársauka. Flutningurinn var frábær; meira svona hefði vel mátt vera á dagskránni um kvöldið. Niðurstaða: Þrátt fyrir flottan kórsöng og fínan píanóleik var tónblöndunin ómöguleg og því voru tónleikarnir fremur mislukkaðir. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það er þekktur sálmur frá þrettándu öld eftir Jacopone da Todi. Ljóðið hefur verið tónsett af allmörgum tónskáldum á borð við Palestrina, Haydn, Gounod, Penderecki, Poulenc, Szymanowski, Verdi og Arvo Pärt. Meira að segja franska svartmetalbandið Anorexia Nervosa hefur samið tónlist við Stabat mater. Þjáningar Maríu meyjar Í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið mátti heyra enn eina útgáfuna af sálminum. Hún var eftir tékkneska tónskáldið Antonin Dvorák. Hann samdi verkið eftir að hafa misst dóttur sína. Ljóðið fjallar um ímyndaðar þjáningar Maríu meyjar þar sem hún stendur við krossinn á föstudaginn langa. Fyrsta útgáfan var fyrir blandaðan kór, fjóra einsöngvara og píanó. Þegar Dvorák svo missti tvö önnur börn sín bætti hann við verkið og skrifaði það líka fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er þekktasta útgáfan og sú sem er langoftast flutt. Falleg en vandmeðfarin tónlist Tónlistin er í sjálfu sér falleg, myrk vissulega en líka sigri hrósandi. Ég hef heyrt fínar upptökur af píanóútgáfunni. Til dæmis er ein góð með píanóleikaranum Brigitte Engerer, sem kom einu sinni hingað til lands og spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á upptökunni, sem er á Spotify, syngur kammerkórinn Accentus með Engerer og blandast kór og og píanó einkar vel saman. Því var ekki að heilsa á tónleikunum á sunnudagskvöldið. Söngsveitin Fílharmónía söng með píanóleikaranum Elenu Postumi undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Þar var fátt eins og það átti að vera. Kórinn alltof stór Söngsveitin var einfaldlega alltof stór fyrir tónsmíð þar sem píanóleikari þarf að vera í hlutverki heillar sinfóníuhljómsveitar. Kammerkórinn Accentus samanstendur t.d. af 32 einstaklingum, en Söngsveitin telur hátt í 70 manns. Á tónleikunum var því ekkert jafnvægi á milli píanistans og kórsins, sem valtaði yfir hann aftur og aftur. Og það þrátt fyrir að Elena Postumi legði sig alla fram og spilaði af fagmennsku og vandvirkni. Einsöngurinn blandaðist illa saman Inn á milli komu kaflar þar sem einsöngvararnir sungu, einn eða tveir í einu, bara með píanóleikaranum, án kórsins. Það kom auðvitað miklu betur út, en dugði ekki til. Enginn heillegur þráður var í tónlistarflutningnum, þar sem hann slitnaði alltaf í yfirgengilegum kórköflunum. Stóra myndin var því bjöguð og skringileg og tónlistin náði aldrei flugi. Einsöngvararnir voru Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson. Raddir þeirra blönduðust undarlega saman. Konurnar voru hálfvandræðalegar, eins og þeim liði illa að vera að standa í þessu yfirleitt. Hallveig virkaði skjálfrödduð en Hildigunnur var öruggari, söngur hennar hitti þó aldrei í mark. Oddur var meira sannfærandi og túlkaði sína rullu með viðeigandi krafti. Gissur var hins vegar út úr kú, því hann söng allt í einskonar ítölskum óperustíl. Það passaði engan veginn og var hálf afkáralegt. Kórinn góður í sjálfu sér Þetta er synd, því Söngsveitin söng í sjálfu sér prýðilega. Kórsöngurinn var hreinn og heildarhljómurinn var þéttur og voldugur. Hann kom einkar vel út í fyrra verki kvöldsins. Það var reyndar örstutt, Þögul nótt eftir úkraínska tónskáldið Natalíu Tsupryk, hugleiðingu um stríðið þar í landi. Tónlistin hverfðist um einn tón og var hugleiðslukennd og þrungin sársauka. Flutningurinn var frábær; meira svona hefði vel mátt vera á dagskránni um kvöldið. Niðurstaða: Þrátt fyrir flottan kórsöng og fínan píanóleik var tónblöndunin ómöguleg og því voru tónleikarnir fremur mislukkaðir.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira