Flestir spenntir fyrir Gylfa en ekki allir Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 15:01 Valsfólk virðist almennt spennt fyrir komu Gylfa á Hlíðarenda. Vísir/Samsett Mikil spenna virðist vera á meðal Valsara vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til liðsins. Púlsinn var tekinn meðal almennings í Valsheimilinu í gær. Gylfi Þór skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær og mun leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Um er að ræða ein stærstu skipti í sögu efstu deildar hérlendis og því við hæfi að fá viðbrögð Valsfólks við þessu. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Gylfi er bara minn maður og góður styrkleiki fyrir Val. Við tökum bara deildina með hann með okkur,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. „Dásamlegt. Ég er búinn að þekkja Gylfa í áratug, rúmlega. Toppmaður í alla staði. Hann mun lyfta öllu starfinu hér upp á annað plan. Það er frábært að fá svona sterkan karakter. Ég vona að hann plumi sig vel með liðinu og að Valur standi sig í sumar og spili samkvæmt væntingum,“ segir Þorgrímur Þráinsson. „Þetta er rosalega gaman. Ég fór beint að kaupa mér árskort, sem ég hef nú ekki gert áður og treyju og allt,“ segir Ingibjörg María Þórarinsdóttir, sem verður fastagestur á vellinum í sumar. „Maður hefur svo sem verið það en þetta er ótrúlega skemmtilegt og maður hefur svo sem heyrt aðeins af þessu áður. En það verður hrikalega gaman í sumar,“ „Mér finnst það bara algjörlega frábært. Sértaklega gott að hann komi hérna til okkar Valsara. Ég veit það verður mjög gott fyrir okkur, og vonandi fyrir hann líka náttúrulega,“ segir Elías Gunnarsson. Valsararnir ungu Jón Þórir, Davíð, Siggi og Dagur eru þá líka spenntir. Ekki allir sammála Það voru þó ekki allir eins spenntir í Valsheimilinu þar sem fleiri en einn aðili lýsti yfir áhyggjum við fréttamann og voru heldur varkárari í svörum. Nefnt var að Gylfi væri með erfitt mál á bakinu sem lítið væri vitað um. Vegna alvarleika þess máls hefðu viðkomandi aðilar áhyggjur af því að hann yrði að fyrirmynd fyrir unga iðkendur í félaginu. Þeir aðilar vildu þó ekki að nafn síns væri getið og vildu ekki tjá sig um málið á filmu. Þeir vildu þó koma þessum athugasemdum á framfæri. Viðtölin úr Valsheimilinu má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. 15. mars 2024 12:31 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Gylfi Þór skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær og mun leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Um er að ræða ein stærstu skipti í sögu efstu deildar hérlendis og því við hæfi að fá viðbrögð Valsfólks við þessu. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Gylfi er bara minn maður og góður styrkleiki fyrir Val. Við tökum bara deildina með hann með okkur,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. „Dásamlegt. Ég er búinn að þekkja Gylfa í áratug, rúmlega. Toppmaður í alla staði. Hann mun lyfta öllu starfinu hér upp á annað plan. Það er frábært að fá svona sterkan karakter. Ég vona að hann plumi sig vel með liðinu og að Valur standi sig í sumar og spili samkvæmt væntingum,“ segir Þorgrímur Þráinsson. „Þetta er rosalega gaman. Ég fór beint að kaupa mér árskort, sem ég hef nú ekki gert áður og treyju og allt,“ segir Ingibjörg María Þórarinsdóttir, sem verður fastagestur á vellinum í sumar. „Maður hefur svo sem verið það en þetta er ótrúlega skemmtilegt og maður hefur svo sem heyrt aðeins af þessu áður. En það verður hrikalega gaman í sumar,“ „Mér finnst það bara algjörlega frábært. Sértaklega gott að hann komi hérna til okkar Valsara. Ég veit það verður mjög gott fyrir okkur, og vonandi fyrir hann líka náttúrulega,“ segir Elías Gunnarsson. Valsararnir ungu Jón Þórir, Davíð, Siggi og Dagur eru þá líka spenntir. Ekki allir sammála Það voru þó ekki allir eins spenntir í Valsheimilinu þar sem fleiri en einn aðili lýsti yfir áhyggjum við fréttamann og voru heldur varkárari í svörum. Nefnt var að Gylfi væri með erfitt mál á bakinu sem lítið væri vitað um. Vegna alvarleika þess máls hefðu viðkomandi aðilar áhyggjur af því að hann yrði að fyrirmynd fyrir unga iðkendur í félaginu. Þeir aðilar vildu þó ekki að nafn síns væri getið og vildu ekki tjá sig um málið á filmu. Þeir vildu þó koma þessum athugasemdum á framfæri. Viðtölin úr Valsheimilinu má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. 15. mars 2024 12:31 „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01 Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16 Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Kunnum að reikna á Hlíðarenda og þetta er vel innan allra marka“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fagnar komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann segir hafa verið snúið að ganga frá samningum en þó ekki að fjármagna samninginn sem sé innan velsæmismarka. 15. mars 2024 12:31
„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14. mars 2024 23:01
Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. 14. mars 2024 16:16
Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14. mars 2024 15:32