Segir annað fólk verst fyrir taugakerfið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. mars 2024 17:01 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl. Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“ Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“
Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57
Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02