Bremsutrix Polestar 2 sannaði sig þegar elgir stukku út á veginn Brimborg 15. mars 2024 11:45 Fullvaxinn elgur getur vegið hátt í tonn og því ekkert grín að keyra á einn slíkan. Ferðafélaginn í farþegasætinu var með símann á lofti þegar elgirnir birtust á veginum. Á ísilögðum vegum í Norður Svíþjóð þarf að hafa sérstakan vara á. Hér hlaupa hreindýr og elgir um skógana og virða engar umferðarreglur. Það fékk ökumaður á Polestar 2 í reynsluakstri milli Lulea og Jokkmokk að reyna á dögunum þegar þrír elgir stukku yfir veginn. Leiðin frá Lulea til Jokkmokk er þægileg, bein og greið. Umhverfið er eins og klippt út úr ævintýri Astrid Lindgren og rauðmáluð timburhús með þykku snjólagi á þakinu kúra í snjónum. Vegurinn liggur gegnum þéttan greniskóg og meðfram veginum eru skilti sem vara við hreindýrum og elgum á ferð og er víst ekki vanþörf á. Fullvaxinn elgur getur vegið hátt í tonn og því ekkert grín að keyra á einn slíkan. Taka þarf mark á þessum skiltum. Annarskonar Elgspróf Samkvæmt heimamönnum þýðir ekkert að flauta til að reka þessi dýr af veginum. Þau væru líklegri til að stoppa og horfa, heyri þau í bílflautu. Til að vara ökumenn við hengja heimamenn svarta ruslapoka á vegastikurnar þar sem nýlega hefur sést til dýra en þau taka heldur ekkert mark á þeim. Allavega voru engir pokar þar sem þrír elgir skelltu sér yfir þar sem við vorum á fullri ferð. Klippa: Elgir stukkku yfir veginn - Reynsluakstur í Jokkmokk Sem betur fer reyndi ekki á hið klassíska Elgspróf (e. Moose Test) sem gengur út á að beygja hart í aðra áttina og strax aftur í hina og sjá á hvaða hraða það er mögulegt án þess að velta bílnum. Við náðum einfaldlega að bomba hraðann niður með því einu að sleppa inngjöfinni um leið og við sáum til dýranna. Því var ekki hætta á ferðum í þetta sinn. Fyrir þetta bremsutrix fær Polestar 2 þónokkur prik. Það þarf nánast aldrei að stíga á bremsuna í venjulegum akstri því um leið og inngjöfinni er sleppt hægir bíllinn kröftuglega á sér og sem auka bónus tekur mótorinn til við að hlaða rafhlöðuna um leið og inngjöfinni sleppir sem kom sér vel í frostinu. Polestar 2 á heimavelli á norðurhjara Polestar bílaframleiðandinn prófar alla sína bíla norðan við heimskautsbaug.Mitchell Oke En af hverju ætti fólk að þvælast þarna norðan við heimskautsbaug um hávetur þar sem frostið getur farið niður fyrir 40 gráður, og það á rafbíl? Polestar 2 er reyndar hinn fullkomni ferðafélagi á þessum slóðum því segja má að hann sé „ættaður“ frá norðurhjaranum eins og nafnið gefur til kynna. Bílaframleiðandinn Polestar prófar bíla sína í Jokkmokk við hörðustu vetraraðstæður, vind, frost, snjó og ís og þar af leiðandi er Polestar 2 frábær í vetrarakstri. Þó ekki hafi reynt alvarlega á Elgsprófið á leiðinni eru aksturseiginleikar Polestar 2 frábærir og það er virkilega þægilegt að keyra hann. Búið er að uppfæra Polestar 2 og er 2024 árgerðin með nýjum rafmótorum og afturdrifi sem skilar enn betri aksturseiginleikum, meira afli og aukinni drægni eða allt að 655 km WLTP. Svo er hann flottur og gaman að keyra hann gegnum vetrarkyrrðina. Mitchell Oke Nóg pláss fyrir farangur Norður Svíþjóð er hrein paradís fyrir ískalda útivist og í kringum þorpið Jokkmokk liggja gönguskíðabrautir gegnum skógana og yfir ísilögð vötnin og hægt er að aka vélsleða beint úr miðbænum og inn í skógana. Muna bara að hafa augun hjá sér gagnvart hreindýrunum. Á þessum slóðum þýðir því ekkert annað en að klæða sig vel svo hnausþykkum dúnúlpum, ullarfatnaði og öðrum útivistarklæðnaði hafði verið pakkað niður. Við vorum tvær á ferðalaginu en rúmgott farangursrýmið í bílnum gleypti ferðatöskurnar okkar. Að auki má geyma farangur í „frunkinu“ undir vélarhlífinni að framan sem getur komið sér vel. Að innan er bíllinn stílhreinn og hönnunin látlaus og praktísk. Þakglugginn léttir mikið á innanrýminu en bíllinn er samt frekar rúmgóður og nægt fótapláss. Forhita bílinn gegnum appið Polestar 2 er búinn Android Automotive OS með innbyggt Google og var reyndar fyrsti bíllinn búinn slíkum tækniþægindum þegar hann kom á markað árið 2019. Hann er meðal annars með YouTube og Prime Video til að streyma efni þegar bílnum hefur verið lagt í stæði eða þegar hann er í hleðslu. Range Assistant appið hjálpar ökumanninum að fylgjast með eyðslunni og tekur til greina ytri aðstæður eins og frost og vind, sem hafa áhrif á drægni. Þetta eru allt rauntímaupplýsingar sem ökumaðurinn getur nýtt sér til að laga aksturlagið hjá sér. Þægilegasti fítusinn appinu í þessari ferð var að hægt er að forhita allt innrýmið í bílnum áður en ferðalagið hefst. Það var hreinn draumur að setjast inn í hlýjan bílinn í bítandi frostinu í Lulea, sem átti bara eftir að aukast þegar norðar dró en það er bæði hiti í stýrinu og sætum. Þetta er stór plús við Polestar 2 og nýtist heldur betur við íslenskar aðstæður. Skjárinn er stór og þægilegt að umgangast stýrikerfið og flakka á milli valglugga. Búið var að stilla áfangastað okkar, þorpið Jokkmokk, inn í leiðsögukerfið þegar við settumst inn í heitan bílinn og því ekkert annað að gera en bruna af stað. Rúmlega tveggja tíma akstur er frá flugvellinum í Lulea til Jokkmokk en einn af kostum Polestar 2 er hversu þægilegur hann er. Það fer einstaklega vel um bæði ökumann og farþega. Sætin halda þétt utan um mann og hægt að stilla hæð og halla eftir því hvernig ökumanni finnst best. Bíllinn er hljóðlátur og mjúkur á veginum sem var afar gott fyrir þreytta ferðalagna eftir tvo flugleggi. Friðsælt þorp Orðið Jokkmokk þýðir árkrókur á samísku og rennur áin Lilla Lulealven í sveig framhjá þorpinu. Jokkmokk telur tæplega þrjú þúsund manns og þar er andrúmsloftið afslappað og kyrrð yfir öllu. Bítandi frostið setur svip sinn á mannlífið og ekki margir á ferli þegar kaldast er. Kirkjan Nya Kirke er þess virði að skoða, hvít og ævintýraleg.Jokkmokks Infocenter Í þorpinu eru þó tvö hótel, veitingastaðir og reyndar pítsastaður sem gegnir einnig hlutverki næturklúbbs. Kirkjan á staðnum er afar ævintýraleg og þess virði að skoða og heimsókn á safnið Attjan svíkur engan en þar er afar falleg sýning um merkilega sögu Samaþjóðarinnar. Jokkmokks Infocenter Veturinn er sér skemmtilegur tími til að heimsækja Jokkmokk en til dæmis fer fram hinn merkilegi Jokkmokk-markaður, fyrstu helgina í febrúar, sem byggir á yfir fjögurhundruð ára hefð og trekkir að yfir fimmtíu þúsund gesti. Allt frá árinu 1606 hefur samískt handverksfólk komið þarna saman og selt varning, mat og listmuni. Sagan segir að Svíakonungur hafi viljað koma skatti á söluvarning Sama og því stofnað til þessa markaðar og það á kaldasta tíma ársins svo hann hefði betra utanumhald á fólkinu og viðskiptunum sem færu fram. Jokkmokks Infocenter Ost í kaffið einhver? Eins og gefur að skilja er hreindýra- og elgskjöt vinsælt á borðum á þessum stað og til að upplifa matarmenningu Jokkmokk ætti endilega að smakka, grafið, þurrkað, saltað og reykt hreindýrakjöt og elgskjöt. Ostagerð á sér einnig langa hefð í Norður Svíþjóð og ef heimamaður býður þér ostbita út í kaffbollann þinn, segðu þá endilega já takk, drekktu kaffið og borðaðu síðan heitan og mjúkan ostinn upp úr bollanum með skeið. Hreindýrapottréttur er vinsæll réttur á þessum slóðum. Fallega þorpið Jokkmokk í vetrarbúningi. Orðið Jokkmokk þýðir árkrókur á samísku.Jokkmokks Infocenter Leikbreytir í bítandi frosti Að minnsta kosti fjórar hleðslustöðvar er að finna í Jokkmokk svo það er lítið mál fyrir hleðslukvíðna að ferðast norður fyrir heimskautsbaug á rafbíl og Polestar 2 var sannarlega á heimavelli á norðurhjaranum. Fyrir utan frábæra aksturseiginleika í hálku og snjó voru þægindin við að geta forhitað bílinn áður en við settumst inn í hann leikbreytir í bítandi frosti. Þessi bíll er eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Mitchell OkeMitchell Oke Mitchell OkeMitchell OkeMitchell Oke Bílar Vistvænir bílar Ferðalög Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. 5. mars 2024 10:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Leiðin frá Lulea til Jokkmokk er þægileg, bein og greið. Umhverfið er eins og klippt út úr ævintýri Astrid Lindgren og rauðmáluð timburhús með þykku snjólagi á þakinu kúra í snjónum. Vegurinn liggur gegnum þéttan greniskóg og meðfram veginum eru skilti sem vara við hreindýrum og elgum á ferð og er víst ekki vanþörf á. Fullvaxinn elgur getur vegið hátt í tonn og því ekkert grín að keyra á einn slíkan. Taka þarf mark á þessum skiltum. Annarskonar Elgspróf Samkvæmt heimamönnum þýðir ekkert að flauta til að reka þessi dýr af veginum. Þau væru líklegri til að stoppa og horfa, heyri þau í bílflautu. Til að vara ökumenn við hengja heimamenn svarta ruslapoka á vegastikurnar þar sem nýlega hefur sést til dýra en þau taka heldur ekkert mark á þeim. Allavega voru engir pokar þar sem þrír elgir skelltu sér yfir þar sem við vorum á fullri ferð. Klippa: Elgir stukkku yfir veginn - Reynsluakstur í Jokkmokk Sem betur fer reyndi ekki á hið klassíska Elgspróf (e. Moose Test) sem gengur út á að beygja hart í aðra áttina og strax aftur í hina og sjá á hvaða hraða það er mögulegt án þess að velta bílnum. Við náðum einfaldlega að bomba hraðann niður með því einu að sleppa inngjöfinni um leið og við sáum til dýranna. Því var ekki hætta á ferðum í þetta sinn. Fyrir þetta bremsutrix fær Polestar 2 þónokkur prik. Það þarf nánast aldrei að stíga á bremsuna í venjulegum akstri því um leið og inngjöfinni er sleppt hægir bíllinn kröftuglega á sér og sem auka bónus tekur mótorinn til við að hlaða rafhlöðuna um leið og inngjöfinni sleppir sem kom sér vel í frostinu. Polestar 2 á heimavelli á norðurhjara Polestar bílaframleiðandinn prófar alla sína bíla norðan við heimskautsbaug.Mitchell Oke En af hverju ætti fólk að þvælast þarna norðan við heimskautsbaug um hávetur þar sem frostið getur farið niður fyrir 40 gráður, og það á rafbíl? Polestar 2 er reyndar hinn fullkomni ferðafélagi á þessum slóðum því segja má að hann sé „ættaður“ frá norðurhjaranum eins og nafnið gefur til kynna. Bílaframleiðandinn Polestar prófar bíla sína í Jokkmokk við hörðustu vetraraðstæður, vind, frost, snjó og ís og þar af leiðandi er Polestar 2 frábær í vetrarakstri. Þó ekki hafi reynt alvarlega á Elgsprófið á leiðinni eru aksturseiginleikar Polestar 2 frábærir og það er virkilega þægilegt að keyra hann. Búið er að uppfæra Polestar 2 og er 2024 árgerðin með nýjum rafmótorum og afturdrifi sem skilar enn betri aksturseiginleikum, meira afli og aukinni drægni eða allt að 655 km WLTP. Svo er hann flottur og gaman að keyra hann gegnum vetrarkyrrðina. Mitchell Oke Nóg pláss fyrir farangur Norður Svíþjóð er hrein paradís fyrir ískalda útivist og í kringum þorpið Jokkmokk liggja gönguskíðabrautir gegnum skógana og yfir ísilögð vötnin og hægt er að aka vélsleða beint úr miðbænum og inn í skógana. Muna bara að hafa augun hjá sér gagnvart hreindýrunum. Á þessum slóðum þýðir því ekkert annað en að klæða sig vel svo hnausþykkum dúnúlpum, ullarfatnaði og öðrum útivistarklæðnaði hafði verið pakkað niður. Við vorum tvær á ferðalaginu en rúmgott farangursrýmið í bílnum gleypti ferðatöskurnar okkar. Að auki má geyma farangur í „frunkinu“ undir vélarhlífinni að framan sem getur komið sér vel. Að innan er bíllinn stílhreinn og hönnunin látlaus og praktísk. Þakglugginn léttir mikið á innanrýminu en bíllinn er samt frekar rúmgóður og nægt fótapláss. Forhita bílinn gegnum appið Polestar 2 er búinn Android Automotive OS með innbyggt Google og var reyndar fyrsti bíllinn búinn slíkum tækniþægindum þegar hann kom á markað árið 2019. Hann er meðal annars með YouTube og Prime Video til að streyma efni þegar bílnum hefur verið lagt í stæði eða þegar hann er í hleðslu. Range Assistant appið hjálpar ökumanninum að fylgjast með eyðslunni og tekur til greina ytri aðstæður eins og frost og vind, sem hafa áhrif á drægni. Þetta eru allt rauntímaupplýsingar sem ökumaðurinn getur nýtt sér til að laga aksturlagið hjá sér. Þægilegasti fítusinn appinu í þessari ferð var að hægt er að forhita allt innrýmið í bílnum áður en ferðalagið hefst. Það var hreinn draumur að setjast inn í hlýjan bílinn í bítandi frostinu í Lulea, sem átti bara eftir að aukast þegar norðar dró en það er bæði hiti í stýrinu og sætum. Þetta er stór plús við Polestar 2 og nýtist heldur betur við íslenskar aðstæður. Skjárinn er stór og þægilegt að umgangast stýrikerfið og flakka á milli valglugga. Búið var að stilla áfangastað okkar, þorpið Jokkmokk, inn í leiðsögukerfið þegar við settumst inn í heitan bílinn og því ekkert annað að gera en bruna af stað. Rúmlega tveggja tíma akstur er frá flugvellinum í Lulea til Jokkmokk en einn af kostum Polestar 2 er hversu þægilegur hann er. Það fer einstaklega vel um bæði ökumann og farþega. Sætin halda þétt utan um mann og hægt að stilla hæð og halla eftir því hvernig ökumanni finnst best. Bíllinn er hljóðlátur og mjúkur á veginum sem var afar gott fyrir þreytta ferðalagna eftir tvo flugleggi. Friðsælt þorp Orðið Jokkmokk þýðir árkrókur á samísku og rennur áin Lilla Lulealven í sveig framhjá þorpinu. Jokkmokk telur tæplega þrjú þúsund manns og þar er andrúmsloftið afslappað og kyrrð yfir öllu. Bítandi frostið setur svip sinn á mannlífið og ekki margir á ferli þegar kaldast er. Kirkjan Nya Kirke er þess virði að skoða, hvít og ævintýraleg.Jokkmokks Infocenter Í þorpinu eru þó tvö hótel, veitingastaðir og reyndar pítsastaður sem gegnir einnig hlutverki næturklúbbs. Kirkjan á staðnum er afar ævintýraleg og þess virði að skoða og heimsókn á safnið Attjan svíkur engan en þar er afar falleg sýning um merkilega sögu Samaþjóðarinnar. Jokkmokks Infocenter Veturinn er sér skemmtilegur tími til að heimsækja Jokkmokk en til dæmis fer fram hinn merkilegi Jokkmokk-markaður, fyrstu helgina í febrúar, sem byggir á yfir fjögurhundruð ára hefð og trekkir að yfir fimmtíu þúsund gesti. Allt frá árinu 1606 hefur samískt handverksfólk komið þarna saman og selt varning, mat og listmuni. Sagan segir að Svíakonungur hafi viljað koma skatti á söluvarning Sama og því stofnað til þessa markaðar og það á kaldasta tíma ársins svo hann hefði betra utanumhald á fólkinu og viðskiptunum sem færu fram. Jokkmokks Infocenter Ost í kaffið einhver? Eins og gefur að skilja er hreindýra- og elgskjöt vinsælt á borðum á þessum stað og til að upplifa matarmenningu Jokkmokk ætti endilega að smakka, grafið, þurrkað, saltað og reykt hreindýrakjöt og elgskjöt. Ostagerð á sér einnig langa hefð í Norður Svíþjóð og ef heimamaður býður þér ostbita út í kaffbollann þinn, segðu þá endilega já takk, drekktu kaffið og borðaðu síðan heitan og mjúkan ostinn upp úr bollanum með skeið. Hreindýrapottréttur er vinsæll réttur á þessum slóðum. Fallega þorpið Jokkmokk í vetrarbúningi. Orðið Jokkmokk þýðir árkrókur á samísku.Jokkmokks Infocenter Leikbreytir í bítandi frosti Að minnsta kosti fjórar hleðslustöðvar er að finna í Jokkmokk svo það er lítið mál fyrir hleðslukvíðna að ferðast norður fyrir heimskautsbaug á rafbíl og Polestar 2 var sannarlega á heimavelli á norðurhjaranum. Fyrir utan frábæra aksturseiginleika í hálku og snjó voru þægindin við að geta forhitað bílinn áður en við settumst inn í hann leikbreytir í bítandi frosti. Þessi bíll er eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Mitchell OkeMitchell Oke Mitchell OkeMitchell OkeMitchell Oke
Bílar Vistvænir bílar Ferðalög Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. 5. mars 2024 10:03 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. 5. mars 2024 10:03