„Augnablikið til að kveðja hann var farið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2024 14:01 Gunnar Ársæll bregður á leik. Björg Erla Gunnarsdóttir Gunnar Ársæll Ársælsson fyrrum afreksmaður í sundi og vaxtarrækt segir eina setningu frá dóttur sinni hafa gjörbreytt lífi sínu. Gunnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, lýsir því meðal annars í þættinum þegar hann kom að líki pabba síns eftir að hafa verið að djamma í heila viku. „Ég hafði alltaf upplifað að það vantaði eitthvað alveg frá því að ég man eftir mér. Ég var alltaf að eltast við hrósið frá pabba mínum, en fékk það aldrei. Ég var afreksmaður í sundi og kom kannski heim af Íslandsmeistaramóti með fjögur Íslandsmet, en hann gat ekki hrósað mér. Þessi höfnun olli því að ég var alltaf að leitast eftir samþykkinu sem ég fékk ekki.“ Sofandi eftir djamm á kveðjustundinni Gunnar segir að eftir mjög mörg Íslandsmet hafi hann gefist upp á að reyna að fá þetta samþykki. Á endanum hafi hann verið kominn í mikla neyslu. Innst inni hafi hann þó dreymt um að hann og pabbi sinn myndu finna tenginguna sín á milli. „Meira að segja eftir að hann var orðinn veikur af krabbameini. En svo er ég í eitt skiptið búinn að vera meira og minna sofandi í þrjá sólarhringa eftir mikið djamm og ætla að heimsækja hann á spítalann þegar ég sé út undan mér þrjá hjúkrunarfræðinga vera að þvo af honum líkið. Það höfðu allir í fjölskyldunni verið hjá honum að kveðja hann, en ég var sofandi eftir djamm þegar kom að kveðjustundinni. Augnablikið til að kveðja hann var farið og það kemur aldrei aftur,“ segir Gunnar. „Ég hafði séð fyrir mér að ég myndi halda utan um hann og segja honum að ég elskaði hann, en þarna var þetta bara búið. Í kjölfarið tók við versta ár í neyslu sem hægt er að hugsa sér. Mér bauð við eigin spegilmynd og fór helst bara út þegar það var myrkur. Meira að segja draugarnir sem ég sá þegar ég var upp á mitt versta hurfu líka. Ég var aleinn í heiminum og myrkrið var algjört.“ Á beinu brautina vegna orða dóttur sinnar Gunnar náði að koma sér af sínum versta stað, en samt hélt laumuneysla áfram og einnig notkun á efnum tengdum keppni í vaxtarrækt. Hann segist vera með mjög góð gen og alltaf hafa verið stór og sterkur. Þessu fylgi yfirleitt einhver veiki og segist hann hafa upplifað að hann yrði aldrei nógu stór. „Ég fór „all in“ í þessu eins og svo mörgu öðru í lífi mínu og það þýddi inntöku á alls konar efnum til þess að verða stærri og skornari. Það hættulegasta í þessu er insúlínið, sem er sterkasta vaxtarhormón sem til er. Það mætir bara í blóðstreymið og ætlar að fá stækkun. Ef þú gerir það ekki hárrétt getur þú beinlínis dáið. Ég var að taka margfaldan skammt af þessu og var alltaf að taka inn maltodextrín til að það væri sykur í kerfinu,“ segir Gunnar, sem segir að hann hafi ekki snúið á beinu brautina fyrr en daginn sem dóttir hans sagði honum að hann myndi aldrei breytast. Hann segir að þetta eina augnablik hafi gjörbreytt sér varanlega. „Ég sé það núna að ég var búinn að vera alveg týndur fram að þessu og myrkrið var orðið mikið. Það var auðveldast að flýja bara í eitthvað til að reyna að gleyma vandamálunum um stund. En þegar ég horfði á dóttur mína þar sem hún sagði þetta við mig og ég sá vonbrigðin í augunum á henni, þá brotnaði eitthvað. Öll mótstaðan innra með mér bara brotnaði. Ég fer beint inn í herbergi og segi við mína fyrrverandi að dóttir mín muni aldrei framar sjá mig undir neins konar áhrifum. Ég stóð við það, þó að í kjölfarið hafi fylgt skilnaður og svo mjög erfið deila sem olli því að ég fékk ekki að hitta dóttur mína þó að ég hafi ekkert viljað heitar en að laga samskiptin.“ Alltaf séð og heyrt það sem margir sjá ekki Í þættinum lýsir Gunnar ferli sem hann gekk í gegnum á síðasta ári, þar sem hann fór að sjá og tengja við hluti sem flestir sjá ekki. Hann segir það hafa verið mjög einmanalegt og flestir hafi talið að hann væri orðinn vitstola. „Alla ævi hef ég verið þannig að ég hef séð og heyrt ýmislegt sem margir sjá ekki. En ég hafði aldrei gert neitt í að opna á það fyrir alvöru. En svo er ég að fara í gegnum tímabil þar sem ég var búinn að vera mjög tengdur og þá gerist eitthvað. Ég var búinn að mæta mjög mikið á fundi í leynisamtökum hér í bæ og í kjölfarið á því að ég hafði mætt á sjö til átta fundi á viku gerist eitthvað á einum hugleiðslufundi. Þar byrjar bara bíó sem ég botnaði ekkert í. Ég byrjaði að heyra og sjá fjólubláan lit sem streymdi frá mér og samhliða því heyri ég eitthvað mjög sérstakt hljóð. Strax í kjölfarið sé ég svo áruna á manninum fyrir framan mig, sem var blá og streymdi út frá honum og eftir þetta varð ekki aftur snúið.“ Gunnar segir að næstu vikurnar hafi hann fengið hinar og þessar sýnir. Smám saman verði bara til samtal við sál hans. Þetta hafi verið eins og dulkóðað tungumál sem Gunnar hafi fyrst ekkert botnað í. „En ég fór bara „all in” í að tala um þetta við fólk og gerði allt til þess að opna meira á þetta í stað þess að loka á það. Það þýddi auðvitað að margir í kringum mig voru alveg sannfærðir um að ég væri búinn að missa vitið, en ég vissi að ef ég myndi ekki fara alla leið í þessu myndi ég ekki ná lengra,” segir Gunnar, sem hefur ákveðið að fara lengra í þessa átt eftir að ferlið byrjaði í fyrra. „Síðan í fyrra hef ég verið að vinna í því á fullum krafti að opna meira á þessar gjafir og færa mig hægt og rólega yfir í að aðstoða fólk. Ég er farinn að taka fólk í tíma og það hafa meira að segja komið til mín miðlar sem ég næ að leiðbeina enn lengra í sínum störfum." Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gunnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, lýsir því meðal annars í þættinum þegar hann kom að líki pabba síns eftir að hafa verið að djamma í heila viku. „Ég hafði alltaf upplifað að það vantaði eitthvað alveg frá því að ég man eftir mér. Ég var alltaf að eltast við hrósið frá pabba mínum, en fékk það aldrei. Ég var afreksmaður í sundi og kom kannski heim af Íslandsmeistaramóti með fjögur Íslandsmet, en hann gat ekki hrósað mér. Þessi höfnun olli því að ég var alltaf að leitast eftir samþykkinu sem ég fékk ekki.“ Sofandi eftir djamm á kveðjustundinni Gunnar segir að eftir mjög mörg Íslandsmet hafi hann gefist upp á að reyna að fá þetta samþykki. Á endanum hafi hann verið kominn í mikla neyslu. Innst inni hafi hann þó dreymt um að hann og pabbi sinn myndu finna tenginguna sín á milli. „Meira að segja eftir að hann var orðinn veikur af krabbameini. En svo er ég í eitt skiptið búinn að vera meira og minna sofandi í þrjá sólarhringa eftir mikið djamm og ætla að heimsækja hann á spítalann þegar ég sé út undan mér þrjá hjúkrunarfræðinga vera að þvo af honum líkið. Það höfðu allir í fjölskyldunni verið hjá honum að kveðja hann, en ég var sofandi eftir djamm þegar kom að kveðjustundinni. Augnablikið til að kveðja hann var farið og það kemur aldrei aftur,“ segir Gunnar. „Ég hafði séð fyrir mér að ég myndi halda utan um hann og segja honum að ég elskaði hann, en þarna var þetta bara búið. Í kjölfarið tók við versta ár í neyslu sem hægt er að hugsa sér. Mér bauð við eigin spegilmynd og fór helst bara út þegar það var myrkur. Meira að segja draugarnir sem ég sá þegar ég var upp á mitt versta hurfu líka. Ég var aleinn í heiminum og myrkrið var algjört.“ Á beinu brautina vegna orða dóttur sinnar Gunnar náði að koma sér af sínum versta stað, en samt hélt laumuneysla áfram og einnig notkun á efnum tengdum keppni í vaxtarrækt. Hann segist vera með mjög góð gen og alltaf hafa verið stór og sterkur. Þessu fylgi yfirleitt einhver veiki og segist hann hafa upplifað að hann yrði aldrei nógu stór. „Ég fór „all in“ í þessu eins og svo mörgu öðru í lífi mínu og það þýddi inntöku á alls konar efnum til þess að verða stærri og skornari. Það hættulegasta í þessu er insúlínið, sem er sterkasta vaxtarhormón sem til er. Það mætir bara í blóðstreymið og ætlar að fá stækkun. Ef þú gerir það ekki hárrétt getur þú beinlínis dáið. Ég var að taka margfaldan skammt af þessu og var alltaf að taka inn maltodextrín til að það væri sykur í kerfinu,“ segir Gunnar, sem segir að hann hafi ekki snúið á beinu brautina fyrr en daginn sem dóttir hans sagði honum að hann myndi aldrei breytast. Hann segir að þetta eina augnablik hafi gjörbreytt sér varanlega. „Ég sé það núna að ég var búinn að vera alveg týndur fram að þessu og myrkrið var orðið mikið. Það var auðveldast að flýja bara í eitthvað til að reyna að gleyma vandamálunum um stund. En þegar ég horfði á dóttur mína þar sem hún sagði þetta við mig og ég sá vonbrigðin í augunum á henni, þá brotnaði eitthvað. Öll mótstaðan innra með mér bara brotnaði. Ég fer beint inn í herbergi og segi við mína fyrrverandi að dóttir mín muni aldrei framar sjá mig undir neins konar áhrifum. Ég stóð við það, þó að í kjölfarið hafi fylgt skilnaður og svo mjög erfið deila sem olli því að ég fékk ekki að hitta dóttur mína þó að ég hafi ekkert viljað heitar en að laga samskiptin.“ Alltaf séð og heyrt það sem margir sjá ekki Í þættinum lýsir Gunnar ferli sem hann gekk í gegnum á síðasta ári, þar sem hann fór að sjá og tengja við hluti sem flestir sjá ekki. Hann segir það hafa verið mjög einmanalegt og flestir hafi talið að hann væri orðinn vitstola. „Alla ævi hef ég verið þannig að ég hef séð og heyrt ýmislegt sem margir sjá ekki. En ég hafði aldrei gert neitt í að opna á það fyrir alvöru. En svo er ég að fara í gegnum tímabil þar sem ég var búinn að vera mjög tengdur og þá gerist eitthvað. Ég var búinn að mæta mjög mikið á fundi í leynisamtökum hér í bæ og í kjölfarið á því að ég hafði mætt á sjö til átta fundi á viku gerist eitthvað á einum hugleiðslufundi. Þar byrjar bara bíó sem ég botnaði ekkert í. Ég byrjaði að heyra og sjá fjólubláan lit sem streymdi frá mér og samhliða því heyri ég eitthvað mjög sérstakt hljóð. Strax í kjölfarið sé ég svo áruna á manninum fyrir framan mig, sem var blá og streymdi út frá honum og eftir þetta varð ekki aftur snúið.“ Gunnar segir að næstu vikurnar hafi hann fengið hinar og þessar sýnir. Smám saman verði bara til samtal við sál hans. Þetta hafi verið eins og dulkóðað tungumál sem Gunnar hafi fyrst ekkert botnað í. „En ég fór bara „all in” í að tala um þetta við fólk og gerði allt til þess að opna meira á þetta í stað þess að loka á það. Það þýddi auðvitað að margir í kringum mig voru alveg sannfærðir um að ég væri búinn að missa vitið, en ég vissi að ef ég myndi ekki fara alla leið í þessu myndi ég ekki ná lengra,” segir Gunnar, sem hefur ákveðið að fara lengra í þessa átt eftir að ferlið byrjaði í fyrra. „Síðan í fyrra hef ég verið að vinna í því á fullum krafti að opna meira á þessar gjafir og færa mig hægt og rólega yfir í að aðstoða fólk. Ég er farinn að taka fólk í tíma og það hafa meira að segja komið til mín miðlar sem ég næ að leiðbeina enn lengra í sínum störfum." Hægt er að nálgast viðtalið við Gunnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira