Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 19:29 Kai Havertz tryggði Arsenal stigin þrjú. David Price/Arsenal FC via Getty Images Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leiknum og fór leikurinn að miklu leyti fram í og við vítateig Brentford. Þrátt fyrir það gekk illa hjá Arsenal að skapa sér opin marktækifæri, en liðið náði þó forystunni á 19. mínútu þegar Declan Rice stangaði fyrirgjöf Ben White í netið. Það leit allt út fyrir að þetta yrði eina mark fyrri hálfleiksins. Það er þangað til að á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, gerðist sekur um slæm mistök. Hann var þá of lengi að spyrna boltanum frá marki, sem gaf Yoane Wissa tíma til að setja á hann pressu og komast fyrir spyrnu Ramsdale með þeim afleiðingum að boltinn skaust í netið. Afar klaufalegt mark fyrir Ramsdale og staðan í hálfleik því 1-1. Brentford are level right at the end of the first half!Aaron Ramsdale prepares to send a ball long, but Yoane Wissa gets a block in and the ball goes into the Arsenal net 😮#ARSBRE pic.twitter.com/Bfbowj9UXR— Premier League (@premierleague) March 9, 2024 Síðari hálfleikur spilaðist svo að meiklu leyti eins og sá fyrri. Heimamenn í Arsenal voru mikið með boltann, en þéttur varnarmúr Brentford kom í veg fyrir að Skytturnar næðu að skapa sér opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu að heimamönnum tókst loksins að finna sigurmarkið þegar Kai Havertz skallaði boltann í netið af stuttu færi. Aftur kom mark Arsenal eftir fyrirgjöf frá Ben White og sigurinn var í höfn. Niðurstaðan því 2-1 sigur Arsenal sem nú trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 64 stig eftir 28 leiki, einu stigi meira en Liverpool sem situr í öðru sæti og tveimur stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City em sitja í þriðja sæti. Liverpool og Manchester City eiga þó bæði leik til góða, en þau mætast einmitt innbyrðis á morgun. Enski boltinn
Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar. Heimamenn í Arsenal voru mun sterkari aðilinn í leiknum og fór leikurinn að miklu leyti fram í og við vítateig Brentford. Þrátt fyrir það gekk illa hjá Arsenal að skapa sér opin marktækifæri, en liðið náði þó forystunni á 19. mínútu þegar Declan Rice stangaði fyrirgjöf Ben White í netið. Það leit allt út fyrir að þetta yrði eina mark fyrri hálfleiksins. Það er þangað til að á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, gerðist sekur um slæm mistök. Hann var þá of lengi að spyrna boltanum frá marki, sem gaf Yoane Wissa tíma til að setja á hann pressu og komast fyrir spyrnu Ramsdale með þeim afleiðingum að boltinn skaust í netið. Afar klaufalegt mark fyrir Ramsdale og staðan í hálfleik því 1-1. Brentford are level right at the end of the first half!Aaron Ramsdale prepares to send a ball long, but Yoane Wissa gets a block in and the ball goes into the Arsenal net 😮#ARSBRE pic.twitter.com/Bfbowj9UXR— Premier League (@premierleague) March 9, 2024 Síðari hálfleikur spilaðist svo að meiklu leyti eins og sá fyrri. Heimamenn í Arsenal voru mikið með boltann, en þéttur varnarmúr Brentford kom í veg fyrir að Skytturnar næðu að skapa sér opin marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu að heimamönnum tókst loksins að finna sigurmarkið þegar Kai Havertz skallaði boltann í netið af stuttu færi. Aftur kom mark Arsenal eftir fyrirgjöf frá Ben White og sigurinn var í höfn. Niðurstaðan því 2-1 sigur Arsenal sem nú trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 64 stig eftir 28 leiki, einu stigi meira en Liverpool sem situr í öðru sæti og tveimur stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City em sitja í þriðja sæti. Liverpool og Manchester City eiga þó bæði leik til góða, en þau mætast einmitt innbyrðis á morgun.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti