Forstjórinn tekur fram kjuðana á ný Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 10:28 Birgir við settið hjá Dimmu. Þangað hvarflar hugurinn. vísir/vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play hefur ákveðið að rífa fram kjuðana á ný og hefja leik með sínum fornu félögum í þungarokkssveitinni Dimmu. „Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út. Tónlist Play Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út.
Tónlist Play Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira