Skrifaði undir draumasamninginn og hlakkar til að spila erlendis Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 12:30 Mikael Máni var að skrifa undir við djassútgáfufyrirtækið Act í Þýskalandi. Aðsend „Mér líður best þegar að ég er að spila og það er flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín á þessari plötu,“ segir tónlistarmaðurinn Mikael Máni, sem var að skrifa undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Act í Þýskandi. Strax draumurinn að gefa út hjá þýska djassrisanum Blaðamaður ræddi við Mikael sem hefur verið virkur í tónlistarlífinu frá árinu 2018. Hann segir að allt frá fyrstu útgáfu sinni hafi drauma samstarfið verið við Act. „Ég gaf út mína fyrstu plötu Bobby fyrir sex árum. Eftir útgáfu var ég að tala við Sigtrygg Baldursson, gamla Sykurmolann sem vinnur nú fyrir ÚTON. Við vorum að spjalla um útgáfuna og hver gæti gefið efnið mitt út. Sigtryggur spurði mig þá ef við gætum veifað töfrasprota og þú mættir velja hvaða útgáfufyrirtæki sem er hvert yrði valið? Ég sagði þá strax að ég myndi vilja gefa út hjá Act. Þeir eru eitt helsta útgáfufyrirtækið í djass tónlist og mér fannst það vera gott match fyrir tónlistina mína og sömuleiðis mjög gott tækifæri til þess að koma sér á framfæri á erlendum markaði.“ Plötuumslag fyrir Guitar Poetry plötu Mikaels Mána. Aðsend Langt ferli en innsæið náði yfirhendinni Mikael segist fljótlega hafa haft samband við Act með fyrstu plötuna sína. Eftir aðra plötuna hans fann hann fyrir smá áhuga frá þeim en segir að þeir hafi verið aðeins efins sökum þess að hann var ekki mikið að koma fram erlendis. Stundum geta draumar ræst þegar maður á minnst von á því. Í nóvember 2022 ákvað Mikael Máni að taka upp sólógítarplötu og fór óhefðbundnar leiðir, miðað við sig. „Venjulega þegar ég er að taka upp plötur þá undirbý ég þær í mjög langan tíma og helga lífi mínu því. Þetta getur verið mjög langt ferli. En með þessa sólógítarplötu ákvað ég einfaldlega bara að taka hana upp og var búinn að því tveimur mánuðum seinna. Þetta var mjög spontant hjá mér og ég var í raun ekki að hugsa hversu langt þessi plata myndi ná. Ég var eiginlega meira að gera þetta fyrir sjálfan mig. Ég var að ganga í gegnum mikið á þessum tíma, flutti einn erlendis og var eiginlega mjög ringlaður. Þannig að ég leitaði mikið í að spila sjálfur á sólógítarinn og var að gera þetta fyrir mig.“ Skýr tilfinningaleg áhrif Eftir upptökur ákveður Mikael Máni samt sem áður að senda plötuna á Act. „Ég fæ engin svör í fjóra mánuði þangað til að allt í einu ég fæ skilaboð frá manninum sem við höfðum mest megnis verið í samskiptum við hjá þeim. Hann segist hafa verið í sex mánaða leyfi en var nú kominn til baka og var hrifinn af plötunni. Hann ætlaði að hlusta vel á hana yfir næstu tvær vikur og hafa svo samband. Hann heyrir svo í ykkur og er virkilega hrifin af plötunni, segir að honum finnist hún mögnuð og talar mjög fallega um hana. Hann var sérstaklega hrifinn af því hversu skýr tilfinningaleg áhrif fylgdu lögunum og ætlaði að senda hana á yfirmann sinn sem tæki ákvarðanirnar.“ Mikael segir að maðurinn segist hafa ætlað að gera sitt besta til að sannfæra yfirmann sinn um að gefa hana út. „Nokkrum klukkustundum síðar hafði yfirmaðurinn hlustað á plötuna og var að tengja alveg jafn sterkt við hana. Út frá því ákváðu þeir að gefa út plötuna.“ Þetta kom í ljós síðastliðið haust og þá fór allt af stað. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Mikaels Mána Bus Stop: Spennandi tækifæri til að spila erlendis „Þetta gefur mér mun meira tækifæri til þess að spila tónlistina mína erlendis sem ég er mjög spenntur fyrir. Það er líka ákveðinn áreiðanleikastimpill sem fylgir þessu, það er ákveðinn fylgjendahópur sem kaupir tónlistina sem Act gefur út, samanber að kvikmyndaunnendur sem elska ákveðinn leikstjóra sækjast í að sjá myndirnar hans. Útgáfufyrirtækið velur líka gaumgæfilega það fólk sem það vinnur með og það heldur að fólk vilji hlusta á,“ segir Mikael Máni og bætir við: „Það er örugglega líka einhver ákveðin heppni í þessu, að þau séu að hugsa um eitthvað ákveðið sem þeim finnst passa á ákveðnum tímapunkti og ég hafi lent á því.“ Elskar bæði að tefla og vera í flæði Það er ýmislegt spennandi framundan hjá Mikael Mána sem hlakkar til að halda áfram að semja ný lög og þróast í tónlistinni. „Ég er líka mjög spenntur að geta spilað meira fyrir fólk.“ Blaðamaður spyr hann að lokum hvort lykillinn hafi verið í því að ofhugsa ekki og semja einfaldlega til að láta sér líða betur. „Ég fíla bæði að vera strategískur og að fylgja innsæinu. Ég elska til dæmis að tefla, sem er mjög strategískt, en síðan líður mér best þegar ég er að spila og það er ákveðið flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín vel á þessari plötu, þetta innsæi.“ Hér má hlusta á Mikael Mána á streymisveitunni Spotify: Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ástarlag til löngu strætóferðanna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf. 20. nóvember 2023 12:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Strax draumurinn að gefa út hjá þýska djassrisanum Blaðamaður ræddi við Mikael sem hefur verið virkur í tónlistarlífinu frá árinu 2018. Hann segir að allt frá fyrstu útgáfu sinni hafi drauma samstarfið verið við Act. „Ég gaf út mína fyrstu plötu Bobby fyrir sex árum. Eftir útgáfu var ég að tala við Sigtrygg Baldursson, gamla Sykurmolann sem vinnur nú fyrir ÚTON. Við vorum að spjalla um útgáfuna og hver gæti gefið efnið mitt út. Sigtryggur spurði mig þá ef við gætum veifað töfrasprota og þú mættir velja hvaða útgáfufyrirtæki sem er hvert yrði valið? Ég sagði þá strax að ég myndi vilja gefa út hjá Act. Þeir eru eitt helsta útgáfufyrirtækið í djass tónlist og mér fannst það vera gott match fyrir tónlistina mína og sömuleiðis mjög gott tækifæri til þess að koma sér á framfæri á erlendum markaði.“ Plötuumslag fyrir Guitar Poetry plötu Mikaels Mána. Aðsend Langt ferli en innsæið náði yfirhendinni Mikael segist fljótlega hafa haft samband við Act með fyrstu plötuna sína. Eftir aðra plötuna hans fann hann fyrir smá áhuga frá þeim en segir að þeir hafi verið aðeins efins sökum þess að hann var ekki mikið að koma fram erlendis. Stundum geta draumar ræst þegar maður á minnst von á því. Í nóvember 2022 ákvað Mikael Máni að taka upp sólógítarplötu og fór óhefðbundnar leiðir, miðað við sig. „Venjulega þegar ég er að taka upp plötur þá undirbý ég þær í mjög langan tíma og helga lífi mínu því. Þetta getur verið mjög langt ferli. En með þessa sólógítarplötu ákvað ég einfaldlega bara að taka hana upp og var búinn að því tveimur mánuðum seinna. Þetta var mjög spontant hjá mér og ég var í raun ekki að hugsa hversu langt þessi plata myndi ná. Ég var eiginlega meira að gera þetta fyrir sjálfan mig. Ég var að ganga í gegnum mikið á þessum tíma, flutti einn erlendis og var eiginlega mjög ringlaður. Þannig að ég leitaði mikið í að spila sjálfur á sólógítarinn og var að gera þetta fyrir mig.“ Skýr tilfinningaleg áhrif Eftir upptökur ákveður Mikael Máni samt sem áður að senda plötuna á Act. „Ég fæ engin svör í fjóra mánuði þangað til að allt í einu ég fæ skilaboð frá manninum sem við höfðum mest megnis verið í samskiptum við hjá þeim. Hann segist hafa verið í sex mánaða leyfi en var nú kominn til baka og var hrifinn af plötunni. Hann ætlaði að hlusta vel á hana yfir næstu tvær vikur og hafa svo samband. Hann heyrir svo í ykkur og er virkilega hrifin af plötunni, segir að honum finnist hún mögnuð og talar mjög fallega um hana. Hann var sérstaklega hrifinn af því hversu skýr tilfinningaleg áhrif fylgdu lögunum og ætlaði að senda hana á yfirmann sinn sem tæki ákvarðanirnar.“ Mikael segir að maðurinn segist hafa ætlað að gera sitt besta til að sannfæra yfirmann sinn um að gefa hana út. „Nokkrum klukkustundum síðar hafði yfirmaðurinn hlustað á plötuna og var að tengja alveg jafn sterkt við hana. Út frá því ákváðu þeir að gefa út plötuna.“ Þetta kom í ljós síðastliðið haust og þá fór allt af stað. Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Mikaels Mána Bus Stop: Spennandi tækifæri til að spila erlendis „Þetta gefur mér mun meira tækifæri til þess að spila tónlistina mína erlendis sem ég er mjög spenntur fyrir. Það er líka ákveðinn áreiðanleikastimpill sem fylgir þessu, það er ákveðinn fylgjendahópur sem kaupir tónlistina sem Act gefur út, samanber að kvikmyndaunnendur sem elska ákveðinn leikstjóra sækjast í að sjá myndirnar hans. Útgáfufyrirtækið velur líka gaumgæfilega það fólk sem það vinnur með og það heldur að fólk vilji hlusta á,“ segir Mikael Máni og bætir við: „Það er örugglega líka einhver ákveðin heppni í þessu, að þau séu að hugsa um eitthvað ákveðið sem þeim finnst passa á ákveðnum tímapunkti og ég hafi lent á því.“ Elskar bæði að tefla og vera í flæði Það er ýmislegt spennandi framundan hjá Mikael Mána sem hlakkar til að halda áfram að semja ný lög og þróast í tónlistinni. „Ég er líka mjög spenntur að geta spilað meira fyrir fólk.“ Blaðamaður spyr hann að lokum hvort lykillinn hafi verið í því að ofhugsa ekki og semja einfaldlega til að láta sér líða betur. „Ég fíla bæði að vera strategískur og að fylgja innsæinu. Ég elska til dæmis að tefla, sem er mjög strategískt, en síðan líður mér best þegar ég er að spila og það er ákveðið flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín vel á þessari plötu, þetta innsæi.“ Hér má hlusta á Mikael Mána á streymisveitunni Spotify:
Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ástarlag til löngu strætóferðanna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf. 20. nóvember 2023 12:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ástarlag til löngu strætóferðanna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf. 20. nóvember 2023 12:00