Lífið

„Er þetta síðasta af­mælið mitt með þeim?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mæðgurnar Linda og Anja Sæberg ræddu við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mæðgurnar Linda og Anja Sæberg ræddu við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég er í stelpuferð með vinkonum mínum í Edinborg. Fyrsta morguninn finn ég einhverja perlu í brjóstinu á mér. Ég tek mig til, fer í morgunmat með stelpunum og þar er vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fæ hana til að fara með mér inn á klósett og skoða þetta. Hún nær að róa mig niður og sannfærir mig um að kíkja á þetta þegar ég kem heim,“ segir Linda Sæberg sem á ungan son og unglingsstúlku.

Hún greindist stuttu seinna með brjóstakrabbamein. Rætt var við Lindu og dóttur hennar, Önju Sæberg, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég klára stelpuferðina og kem svo heim og segi ekki neinum frá þessu nema tveimur vikum seinna. Ég klára að halda barnaafmæli og segi síðan frá því að það sé eitthvað í brjóstinu á mér.“

Þetta var fyrir fimm árum þegar Linda var 36 ára og Anja tólf ára.

„Mamma mín hafði greinst ellefu árum áður með brjóstakrabbamein og hafði alltaf verið að segja mér að vera dugleg að dreifa á þeim. Ég var alltaf að spyrja hana, ég veit ekki hverju ég er að leita að. Hún sagði alltaf, þú veist það þegar þú finnur það. Svo bara allt í einu er þetta þarna, hefur aldrei verið þarna og er allt öðruvísi. Og þá kemst ekkert annað að, þetta var bara stanslaust í hausnum á mér. Á þessum tíma þar til að ég kemst undir læknishendur er ég hætt að geta talað, hætt að borða, get ekki sofið og held ekki uppi samræðum. Ég man að ég var að halda upp á barnaafmæli, held á barninu mínu og við hliðin á dóttur minni þegar það er tekin mynd af okkur og ég hugsa, guð er þetta síðasta afmælið mitt með þeim? Maður verður alveg heltekin af hræðslu.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Er þetta síðasta afmælið mitt með þeim





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.