Lífið

Tón­listar­fram­leið­andi sakar Did­dy um káf og önnur kyn­ferðis­brot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Diddy ásamt Taylor Swift á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra.
Diddy ásamt Taylor Swift á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/MTV/John Shearer

Tónlistarframleiðandi hefur höfðað mál á hendur athafna- og tónlistarmanninum Sean Combs vegna meintra kynferðisbrota. Segir maðurinn Combs meðal annars hafa káfað á sér og neytt sig til að sænga hjá kynlífsstarfsmönnum.

Samkvæmt gögnum málsins ásakar maðurinn Combs, sem er betur þekktur sem P Diddy eða Puff Daddy, meðl annars um að hafa neytt sig til að vinna inni á baðherbergi á meðan rapparinn fór í sturtu og labbaði um nakinn.

Þá á Combs að hafa skipað honum að ráða kynlífsstarfsmenn og stunda með þeim kynlíf. Í eitt skipti vaknaði framleiðandinn í rúmi með tveimur kynlífsstarfsmönnum og segist gruna að honum hafi verið byrlað.

Lögmaður Combs segir ásakanirnar uppspuna.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Combs er sakaður um kynferðisbrot en í fyrra gerði hann sátt við söngkonuna Cassie og þá var hann sakaður um að hafa nauðgað annarri konu fyrir tveimur áratugum, þegar hún var aðeins sautján ára.

Sú kona ásakaði einnig Harve Pierre, forseta útgáfufyrirtækisins Bad Boy Records, um kynferðisbrot og þriðja mann sem hefur ekki verið nefndur. Combs neitaði ásökununum í desember síðastliðnum og sagðist myndu berjast fyrir orðspori sínu, fjölskyldu sinni og sannleikanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×