Iceland Airwaves kynnir listamenn á 25 ára afmæli hátíðarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2024 11:01 Það var stemmning í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves í fyrra. Hér syngja tónleikagestir með Daða Frey. Joana Fontinha Shygirl, Bar italia, Charlotte Adigéry & Bolis Pupul, Joy (anonymous), Saya Gray, Klemens Hannigan og Inspector Spacetime eru á meðal þeirra sem koma fram á 25 ára afmælishátíð Iceland Airwaves í miðbæ Reykjavíkur 7. til 9. nóvember. Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og 25 árum af því að eiga þátt í fyrstu skrefum margra hæfileikaríkustu hljómsveita heims,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Tónleikagestur á Iceland Airwaves í fyrra.Iceland Airwaves „Í gegnum árin höfum við séð fjölmörg bönd ná heimsathygli í kjölfar þess að koma fram á Iceland Airwaves. Það er heiður á hverju ári að fá að koma með heitasta tónlistarfólk veraldar til Reykjavíkur og einnig að fá að deila okkar einstaka íslenska tónlistarsamfélagi með heiminum." Meðal þeirra sem kynnt eru í dag er Shygirl frá Suður-London sem er þekkt fyrir einstakt aldamótar klúbbapopp, hefur verið tilnefnd til Mercury-verðlaunanna 2023 og státar af lögum sem hafa verið gefin út í samstarfi við tónlistarfólk á borð við SOPHIE, Arca og FKA twigs. Lo-fi grunge sveitin bar italia er þegar búin að sanka að sér dyggum hópi aðdáenda. Japansk-skoska listakonan Saya Gray búsett í Toronto er þekkt fyrir framúrstefnulegan og tilraunahenndan hljóðheim. Iceland Airwaves ætlar að bjóða upp á heimsklassa raftónlist í ár og tilkynnir einnig í dag breska dúettinn Joy (Anonymous), sem og bandarísku synth-poppsveitina Magdalena Bay. Belgíska dans dúóið Charlotte Adigéry and Bolis Pupul munu leika raftónlistar list sína en þau eru þekkt fyrir að taka á málum samtímans. Einnig mun hústónlistarmúsíkantinn Anish Kumar leika fyrir dansi, en hann sem sækir innblástur víða að - allt frá Brendu Lee til hindí-kvikmyndatónlistar. Iceland Airwaves segist í tilkynningu fagna að sjálfsögðu því besta sem íslensk tónlist hafi upp á að bjóða og tilkynnir nokkra ástsæla íslenska listamenn. Þar á meðal séu eitt besta live band Íslands, Inspector Spacetime, hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sem hafi á sínum 15 árum þróað hljóðheim langt út fyrir hefðbundið rapp. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem kynntar eru í dag eru Klemens Hannigan – að mestu þekktur fyrir störf sín sem hluti af hljómsveitinni HATARI, og nýstirnið Róshildur sem vann Grapevine verðlaun í ár sem nýliði ársins. Iceland Airwaves bókar á hverju ári samansafn af hljómsveitum af jöfnu kynjahlutfalli og hefur í gegnum samstarf sitt við Keychange gert það síðan árið 2019. Jafnrétti kynjanna er mikilvægur hluti af því sem hátíðin stendur fyrir og það tónlistarsamfélag sem hátíðin endurspeglar. Í tilkynningu segir að Iceland Airwaves hafi verið fyrsta tónlistarhátíð heims til að ná þessum árangri. Miðasala á hátíðina er hafin á heimasíðu hennar. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31 Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hátíðin fagnar aldarfjórðungsafmæli með holskeflu af spennandi, nýju og framsæknu tónlistarfólki frá Íslandi og öllum heimshornum. Dagskráin í ár verður ein sú flottasta hingað til. „Við erum ótrúlega stolt af því að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves og 25 árum af því að eiga þátt í fyrstu skrefum margra hæfileikaríkustu hljómsveita heims,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves. Tónleikagestur á Iceland Airwaves í fyrra.Iceland Airwaves „Í gegnum árin höfum við séð fjölmörg bönd ná heimsathygli í kjölfar þess að koma fram á Iceland Airwaves. Það er heiður á hverju ári að fá að koma með heitasta tónlistarfólk veraldar til Reykjavíkur og einnig að fá að deila okkar einstaka íslenska tónlistarsamfélagi með heiminum." Meðal þeirra sem kynnt eru í dag er Shygirl frá Suður-London sem er þekkt fyrir einstakt aldamótar klúbbapopp, hefur verið tilnefnd til Mercury-verðlaunanna 2023 og státar af lögum sem hafa verið gefin út í samstarfi við tónlistarfólk á borð við SOPHIE, Arca og FKA twigs. Lo-fi grunge sveitin bar italia er þegar búin að sanka að sér dyggum hópi aðdáenda. Japansk-skoska listakonan Saya Gray búsett í Toronto er þekkt fyrir framúrstefnulegan og tilraunahenndan hljóðheim. Iceland Airwaves ætlar að bjóða upp á heimsklassa raftónlist í ár og tilkynnir einnig í dag breska dúettinn Joy (Anonymous), sem og bandarísku synth-poppsveitina Magdalena Bay. Belgíska dans dúóið Charlotte Adigéry and Bolis Pupul munu leika raftónlistar list sína en þau eru þekkt fyrir að taka á málum samtímans. Einnig mun hústónlistarmúsíkantinn Anish Kumar leika fyrir dansi, en hann sem sækir innblástur víða að - allt frá Brendu Lee til hindí-kvikmyndatónlistar. Iceland Airwaves segist í tilkynningu fagna að sjálfsögðu því besta sem íslensk tónlist hafi upp á að bjóða og tilkynnir nokkra ástsæla íslenska listamenn. Þar á meðal séu eitt besta live band Íslands, Inspector Spacetime, hip-hop dúettinn Úlfur Úlfur sem hafi á sínum 15 árum þróað hljóðheim langt út fyrir hefðbundið rapp. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem kynntar eru í dag eru Klemens Hannigan – að mestu þekktur fyrir störf sín sem hluti af hljómsveitinni HATARI, og nýstirnið Róshildur sem vann Grapevine verðlaun í ár sem nýliði ársins. Iceland Airwaves bókar á hverju ári samansafn af hljómsveitum af jöfnu kynjahlutfalli og hefur í gegnum samstarf sitt við Keychange gert það síðan árið 2019. Jafnrétti kynjanna er mikilvægur hluti af því sem hátíðin stendur fyrir og það tónlistarsamfélag sem hátíðin endurspeglar. Í tilkynningu segir að Iceland Airwaves hafi verið fyrsta tónlistarhátíð heims til að ná þessum árangri. Miðasala á hátíðina er hafin á heimasíðu hennar.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31 Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16 Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Dagbók Bents: Hátíðin í ár góð - kannski er djamm bara snilld? Ég verð að ná Fókus. Þær unnu Músíktilraunir í ár og eru að spila í Hinu húsinu. En þegar ég mæti í Pósthússtrætið man ég að það er auðvitað mathöll þarna núna og Hitt húsið komið upp í Árbæ. 6. nóvember 2023 11:31
Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. 5. nóvember 2023 20:16
Tískan á Airwaves: Hatarar, óvænt fataskipti og dansvænn klæðnaður Dags B Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt síðastliðinn fimmtudag þar sem fjöldinn allur af fjölbreyttum hópi tónlistarunnenda kom saman. 5. nóvember 2023 07:00