Sænska poppstjarnan sem lifir venjulegu lífi í Garðabæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:30 Amit Paul býr í Garðabæ með konu sinni og börnum. Hann og hljómsveit hans A*Teens fóru á langt tónleikaferðalag með Britney Spears upp úr aldamótum. Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens: Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens:
Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira