Maðurinn á bak við Æði þættina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Jóhann Kristófer hefur leikstýrt Æði seríunum fimm og sömuleiðis gefið út fjöldan allan af lögum undir nafninu Joey Christ. Vísir/Vilhelm Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu. Traustið kjarninn í þessu Jóhann segist ganga stoltur frá borði en nýlega fór síðasta Æði serían af stað. „Það er aðallega gaman að klára eitthvað. Þessi ákvörðun var líka bara mjög náttúruleg. Á sama tíma er þetta líka smá skrýtið því strákarnir eru orðnir það góðir í þessu og við erum orðin svo góð í að gera þættina. Þetta var allt orðið svo eðlilegt og það kemur bara gott stöff, alltaf.“ Hann segist sjá gríðarlegan mun á strákunum frá því í fyrstu seríunni. Þá tóku þau sex þátta seríu upp á átta dögum, í Reykjavík, á Akureyri og í Kaupmannahöfn. „Það var eiginlega bara á síðasta tökudegi þá þegar allir voru orðnir þægilegir fyrir framan myndavélina.“ Með hverri seríu hafi þetta orðið þægilegra og afslappaðra. „Í þessari seríu byrjuðum við bara og þeir eru strax ótrúlega þægilegir, fyndnir og ná að vera þeir sjálfir, sem er náttúrulega kjarninn í þessu.“ Hann segir að það skipti framleiðsluteymið gríðarlega miklu máli að búa til traust og gott umhverfi og aðstæður þar sem strákarnir geta fengið að skína. „Traustið á milli mín og Patriks er kjarninn í verkefninu. Árið 2017 sá ég að hann setur inn á Snapchat að hann langi að gera raunveruleikaþátt. Þá er ég nýbúinn að klára Listaháskólann og ég skrifaði lokaritgerðina mína um Keeping Up With The Kardashians. Ég var á einhverju raunveruleikasjónvarps trippi og sendi á hann á Snapchat að mig langi líka að gera raunveruleikaþætti.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Sáu stjörnuna í Bassa Maraj Út frá því tóku strákarnir upp stuttan pilot þátt sem hefur þó aldrei birst. „Það var alveg kostulegt. Við vorum strax þar á frekar svipuðum slóðum og þættirnir í dag. Þetta byggir því á samþykki á milli mín og Patta, eitthvað sem hann leitast eftir að gera, ég svara kallinu og við förum í þetta ferðalag saman. Hann er svo mikið hryggurinn í þessu.“ Í fyrstu seríu var Binni Glee lítið með en hann kom með krafti í annarri seríu. Áhorfendur kynnast svo Bassa Maraj í fyrsta þættinum af Æði þegar Patti hringir í hann í gegnum FaceTime. „Patti stingur svo upp á því í einhverju framhjáhlaupi að Bassi gæti verið góður í þættina. Við vissum ekkert hver hann var en við sáum strax að það væri mikil orka í honum. Við fórum niður í bæ og tókum upp með honum og það er bara alveg á hreinu að hann er algjör stjarna líka. Strákarnir voru svo opnir og ástæðan fyrir því að við erum búin að gera svona mikið af þessu er auðvitað að þeir eru svo gjafmildir á sig. Annars hefði maður ekki ástríðuna fyrir því að halda svona lengi áfram.“ Hann segir því blendnar tilfinningar fylgja því að loka þessu verkefni. Jóhann Kristófer ásamt Binna Glee, Patreki Jaime og Bassa Maraj. Instagram @binniglee Raunveruleikastjörnur sem vinna í aðhlynningu Patrekur og Binni höfðu þegar vakið athygli í samfélaginu á samfélagsmiðlum áður en þættirnir fóru af stað. „Þegar við vorum að byrja að vinna með þeim þá var svo eftirsóknarvert hjá þeim að vera áhrifavaldar þó að það væri ekki að borga neina reikninga en þetta var svo stór hugmynd. Það er það sem ég dýrka svo mikið við þá, þetta stærra en lífið viðhorf sem þeir hafa. Þeir hafa svo allir verið að vinna á elliheimilum og mér finnst það svo geðveik ferilskrá, að vera raunveruleikastjarna og vinna í aðhlynningu.“ Þegar Æði fór af stað var erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif þættirnir myndu hafa. „Ég tók samtal við þá eftir einhverja frumsýningu þar sem ég sagði að þeir væru að gera Ísland að betri stað til að búa á og stækka hugmyndina um það hvað það er að vera Íslendingur. En síðan hugsa ég þannig séð ekkert mikið um það hversu stórt þetta er. Ég er bara að reyna að búa til gott sjónvarp og ég fann réttu mennina í það verkefni. Ég elska að horfa á sjónvarpið og ég er alltaf að reyna að búa til eitthvað sem ég nenni að horfa á. Maður er bara ótrúlega heppinn að vera með þennan efnivið í höndunum. Fyrir nokkrum árum voru þeir að tala um að þeir væru áhrifavaldar en núna eru þeir áhrifavaldar en kannski ekki endilega á þann hátt sem þeir sáu fyrir. Þegar maður hugsar um þá hugsar maður um djúpstæð áhrif sem eru merkingarbærri. Þeir eru hugmyndafræðilegir og tilfinningalegir áhrifavaldar því þeir hafa haft áhrif á fólk á annan hátt en þeir sáu fyrir sér og ég sá fyrir mér til að byrja með.“ Slétt sama hvað fólki finnst Hann segist sömuleiðis kunna vel að meta það hve lítið álit annarra vegur hjá strákunum. „Ég er svona smá þreyttur á því hvernig samfélagsumræðan snýst um að maður þurfi að vera með stimpilinn sinn, ég er svona og þess vegna má ég haga mér nákvæmlega svona. Það sem ég dýrka svo mikið við þá er að þeir eru bara eins og þeir eru. Þeim finnst þeir ekkert þurfa að vera með nafnspjöld um það. Þeir eru gaurar, eru samkynhneigðir og eru ótrúlega margt. Ég veit ekki hvort það væri jafn gaman að horfa á raunveruleikaþátt um rosalega aktívísta. Meðvitundin er alveg pottþétt til staðar hjá þeim en þeir eru miklu uppteknari af því að hafa gaman, vera þeir sjálfir og lifa lífinu heldur en að vera í brjálaðri réttindabaráttu allan daginn.“ Hann segir þá orðna táknmynd fyrir fjölbreyttar fyrirmyndir en sömuleiðis séu þeir aldrei að ritskoða sig. „Þeir eru líka stundum pólitískt órétthugsandi (e. politically incorrect) og það kemur fyrir að þeir noti orðfæri sem einhver myndi segja að væri problematískt. Mér finnst það líka fyndið, skemmtilegt, hressandi og insperandi. Þeir eru táknmynd nútímans í hinni skýrustu mynd. Þeir eru auðvitað stundum svo uppteknir af sjálfum sér að þeir nenna ekki að setja sig í tengsl við neitt annað en þannig er líka bara samtíminn okkar er, samfélagsmiðlar hafa áhrif á sjálfsmynd ungs fólks og á það hvaða áherslur eru uppi á borðum í dag.“ Patti, Bassi og Binni ásamt Jóhanni. Þeir hafa myndað gott traust sín á milli á undanförnum árum. Instagram @binniglee „Frelsandi og valdeflandi“ fyrirmyndir Talið berst þá að hugmyndinni um hinsegin fólk sem pólítískt afl. „Það á ekki að þurfa að vera stöðugt að réttlæta hvernig það er. Fólk á bara að lifa lífinu og ef einhver er með eitthvað vandamál gagnvart því hvernig aðrir eru þá er það bara fullkomlega á þeirra eigin ábyrgð.“ Hann segist sömuleiðis hafa heyrt út undan sér hversu miklar fyrirmyndir strákarnir séu fyrir krakka og hjálpað mörgum að koma út. „Það er ótrúlega gaman að heyra það, því þeir eru líka rosalega góðar fyrirmyndir. Ekki af því þeir eru alltaf réttum megin við línuna heldur af því að þeir eru þeir sjálfir og þeim finnst þeir ekki þurfa að biðjast afsökunar á því. Þeir eru bara að gera sitt og þeim er drullusama hvað öðrum finnst um það. Það er frelsandi og valdeflandi finnst mér.“ Kvíðakast sem fylgir tökunum Það má segja að Æði hafi spilað bæði stórt og veigamikið hlutverk í lífi Jóhanns undanfarin ár og hefur ferlið einkennst af bæði hæðum og lægðum. „Alma konan mín sagði alltaf að þegar ég byrjaði í tökum væri ég í konstant kvíðakasti, allt tímabilið. Ég hef alveg unnið í alls konar próduksjonum og þetta er ekki endilega venjuleg framleiðsla.“ Þá hafi það gjarnan gerst að áður en tökur hófust hafi einhver meðlimur ákveðið að hætta. „Þá var ég einhvern veginn í vinnu við að reyna að tala fyrir þessu verkefni við þann aðila hverju sinni. En ég sagði líka á nokkrum tímapunktum bara: Ef ykkur finnst þetta ekki skemmtilegt þá bara getum við hætt þessu. Þið eruð ekki að gera þetta fyrir mig. Þá fann ég alltaf að þeim fannst þetta skemmtilegt og þá langaði að gera þetta. Því þetta er náttúrulega rosalega einstakt fyrir þá, að fá að documenta líf sitt á þennan hátt.“ Ákveðið markaleysi en miklu meira skemmtilegt en leiðinlegt Fólk hefur oft spurt Jóhann hvort hann sé ekki að skrifa handritið og ákveða hvað strákarnir segi. „Ég hugsa bara ég vildi óska þess að ég gæti skrifað þetta. Fólk heldur að það sé eitthvað verið að færa í stílinn í þeirra hegðun en ef eitthvað er þá eru þeir bara að dempa sig. Þeir eru ýktari off camera heldur en on camera.“ Framleiðsluteymið og strákarnir urðu að nokkurs konar lítilli fjölskyldu í þessu ferli og voru mörkin þá stundum óljós. „Þá leyfa þeir sér líka stundum að koma fram eftir eigin hentisemi, sem getur verið mis skemmtilegt. Oft á tímum var dálítið mikið markaleysi sem ég gerði mér bara grein fyrir að fylgdi þessu verkefni. Ég fattaði það ekkert til að byrja með, ég bara fylgdi flæðinu og leyfði þessu að verða að því sem þetta átti að verða. Í þriðju seríu þá var oft smá markaleysi og þetta var ekki framleiðsla eftir bókinni. Það sem mér fannst erfiðast við þetta allt saman var umstangið í kringum tökurnar. Þetta eru mikil mótunarár hjá þeim líka og oft eru þeir á mis góðum stað þegar það kemur að andlegri heilsu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera með raunveruleikaþátt um líf þitt þegar þú ert unglingur að verða að fullorðnum einstaklingi. Það var oft krefjandi en sömuleiðis dýpkandi fyrir traustið og sambandið mitt og framleiðslunnar við þá. Við þurftum að ígrunda verkefnið rosalega vel fyrir okkur sjálfum til að geta útskýrt það fyrir einhverjum sem var orðinn efins. Svo við gætum líka öll verið á sömu blaðsíðunni. Auðvitað voru stök móment sem voru mjög krefjandi og jafnvel leiðinleg en það góða stendur miklu meira upp úr. Það sem var skemmtilegt var skemmtilegra en það sem var leiðinlegt.“ Mikið gjafmildi að deila persónulegum sögum Hann segir mörg móment standa upp úr í ferlinu og oft hafi senur sem áttu kannski að vera á léttum nótum orðið merkingarbærar og djúpar. „Í fyrstu seríunni förum við heim til Patriks og það eru miklar hræringar í gangi í fjölskyldulífinu sem við vissum ekkert um. Við það að líta til baka og horfa á þær klippur þá er ég bara vá, þetta er mjög hugrakkur drengur sem er að taka massífan séns og fylgja draumum sínum. Hann var kominn með hóp af ókunnugum inn heima hjá sér að taka upp á sama tíma og það er skilnaður í fjölskyldunni hans og litlu bræður hans eru þarna. Hann heldur kúlinu og er að tala um ferð sem hann er að skipuleggja til Chile. Það stendur sannarlega upp úr.“ Jóhann og Lóa Björk sem vann með þeim um tíma eru bæði Listaháskólagengin og í fjórðu seríu ákváðu þau að senda strákana í míní listnám. „Þar lærðu þeir leiklist, listdans og lærðu að gera gjörning með Ragga Kjartans. Þar eru nokkrar senur sem ég er mjög stoltur af og mér finnst algjörlega brilliant sjónvarp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá strákana gera gjörning með Ragga Kjartans: „Líka þegar við náðum strákunum á rosalega einlægan stað, þegar þeir gáfu okkur svo mikið. Það var rosa þakklátt og var oft líka á mómentum sem við bjuggumst ekki við. Ef það kom einhvern tíma upp að strákarnir vildu ekki hafa eitthvað inni þá bárum við náttúrulega fullkomna virðingu fyrir því. En þeir vita auðvitað hvað virkar án þess að þeir færu nokkurn tíma í það að þvinga það fram. Ég man sérstaklega eftir senu þar sem Patti og Keem unnusti hans fóru á tvöfalt stefnumót með Bassa og vin hans Keem. Vinur Keem var að tala um að hann hefði gerst brottrækur úr heimalandi sínu fyrir samkynhneigð. Þetta átti að vera smá grínsena en við vorum bara agndofa á bak við myndavélina. Hann var að vera ótrúlega gjafmildur að segja frá sinni sögu. Það er líka oft svo stutt á milli, oft er hlátur grátur. Það eru mjög mörg augnablik sem eru skemmtileg og fyndin en líka mjög tilfinningaþrungin. Ég er mjög þakklátur fyrir svo mikið í þessu verkefni. Allir sem hafa komið að framleiðsluteyminu og fólk sem hefur staðið vörð um þáttinn á bak við tjöldin.“ Nefnir Jóhann til dæmis Alexis, Steinunni, Lóu, Eddu Kristínu, Birnu Ósk og Egil Ástráðs. Sömuleiðis segist hann ótrúlega þakklátur fyrir alla sem komu fyrir í þáttunum, gáfu þessu séns og héldu með verkefninu. Æði strákarnir og hluti af Æði hópnum saman við tökur. Instagram @binniglee Vel heppnað frumsýningarpartý og salurinn grenjaði úr hlátri Í þar síðustu viku héldu strákarnir vel heppnað frumsýningarpartý og fylltu Bíó Paradís. Jóhann segir að það hafi verið ótrúlega gaman að fagna þessum tímamótum og það hafi verið mjög augljóst í þessu partýi hve vinsælir strákarnir eru og hvað þeir hafa náð langt. „Það sást bara hvað fólk dýrkar þá mikið. Það var svo gaman að sjá þetta með fullum sal í Bíó Paradís og fólk var bara grenjandi úr hlátri. Ég var bara búinn að vera að sitja í klippiherbergjum eða einn uppi í sófa að horfa á þetta. Auðvitað er maður kominn með tilfinninguna fyrir þessu en það er svo gott að fá live viðbrögð. Mér fannst þetta fullkomið fyrir þessa lokaseríu, að fá þetta fólk inn í salinn, allir ánægðir og þeir stoltir og ánægðir með þetta. Það var ekkert ósætti og bara stolt og gleði. Það voru auðvitað móment í þessari fimmtu seríu sem voru mjög dramatísk, bæði á milli þeirra og á milli okkar. Þetta markaleysi sem ég talaði um áðan varð full bersýnilegt.“ Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að vinna aftur í raunveruleikastjónvarpi svarar Jóhann: „Fyrir nokkrum mánuðum hefði svarið mitt strax verið bara nei. En þegar að ég horfi yfir þetta hugsa ég að þetta sé hæfni sem ekkert sérstaklega margir eru með hérna heima og ég gæti alveg séð fyrir mér að finna með strákunum á einhvern hátt aftur. Ég held að það sé samt mjög hollt fyrir þá núna að vinna með einhverjum öðrum, líka svo að þeir fatti hvað þeir voru heppnir með mig,“ segir Jóhann og hlær. „En ég get alveg séð fyrir mér að búa til meira raunveruleikasjónvarp hérna heima. Þetta er náttúrulega svo sérstakt land, þessi smæð er svo mikil þannig að ég held að það sé alltaf mjög fyndið að vera raunveruleikastjarna hérna.“ Hann sæi þó ekki fyrir sér að gera raunveruleikaþætti um sitt eigið líf. „Það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það þyrfti þá að leikstýra því ansi vel.“ Bassi Maraj, Jóhann Kristófer, Egill Ástraðs og Alexis á frumsýningunni í Bíó Paradís. Vísir/Hulda Margrét Ekki fyrir boð og bönn Hann sjálfur birtir ekki mikið af sínu persónulega lífi á samfélagsmiðlum. „Mér finnst aðallega gaman að sýna frá því sem ég er að búa til eða gera grín. En ég er líka markvisst að reyna að vera ekki með einhver boð og bönn, þá er maður að gefa þessu alltof mikið vægi. Mín listsköpun fer ekki fram á samfélagsmiðlum þó að mér finnist gaman að gera grín þar. Ég fylgist samt vel með og finnst mjög gaman að sjá hvað annað fólk er að gera. Ég er náttúrulega sviðslistamenntaður og þetta er rosalegur vettvangur fyrir rannsóknir. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig samfélagsmiðlar eru búnir að breyta skynjun fólks á hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Jóhann hefur sömuleiðis gert það gott sem rapparinn Joey Christ og er nú að vinna að nýrri plötu. Þá er hann sömuleiðis að vinna að þætti fyrir Rúv um sviðslistir og fór nýverið með hlutverk í sjónvarpsseríunni Húsó. „Síðan er ég bara að vinna í handritum, að skrifa svolítið mikið og að fara með flæðinu. Ég er ekkert að ákveða of mikið. Minn fókus er alltaf á það að reyna að gera eitthvað sem er skemmtilegt og mitt markmið er að hafa gaman í kringum mig og vinna að einhverju skemmtilegu. Ég hlusta á innsæið þegar það kemur að öllu þessu, ég er bara alltaf mjög spenntur fyrir því sem ég er að vinna að og hlakka til að sýna frá því.“ Forvitnin og innsæið rauði þráðurinn Innsæið er mikilvægur partur af sköpun hans og segist hann taka öllum sínum vísbendingum frá sjálfum sér og líkama sínum. „Ég hugsa eiginlega aldrei um hvað öðrum finnst um það sem ég bý til. Ég hef eiginlega ekki hugsað um álit annarra í mörg ár. Ég var einmitt að ræða það við vin minn um daginn. Ég áttaði mig á því hvað það er frelsandi, að vinna á sínum eigin forsendum. Á sama tíma sér maður hvað fólk getur orðið miklir þrælar álits annarra og hvað það eru miklir hlekkir að ætla að búa til eitthvað einungis fyrir aðra. Þá ertu kominn á villigötur því þá er innsæið ekki að stýra ferðinni og þú ert smá búinn að glata tilganginum í sköpuninni, sem er alltaf að túlka heiminn í gegnum þinn líkama og frá þínu persónulega sjónarmiði. Maður er með sinn reynsluheim og það getur enginn búið til mína list nema ég. Það er klárlega rauði þráðurinn í öllu sem ég geri og þannig varð Æði til.“ Jóhann Kristófer er að eigin sögn mjög forvitin og er duglegur að hlusta á innsæið. Vísir/Vilhelm Jóhann segir forvitnina sömuleiðis leiða sig áfram en hann hefur alltaf verið mjög forvitinn. Sömuleiðis finnst honum allt í lagi að finna fyrir smá hræðslu. „Ég hlusta svo mikið á tónlist og ég horfi svo mikið á sjónvarp og stúdera þetta í þaular. Þessi forvitni er rosalegt afl í því sem ég geri. Ég er sömuleiðis góður í að staðsetja mig þannig að mér berist allar fréttir. Ég er kannski líka smá þannig manngerð að fólk á auðvelt með að tala við mig. Þessum kröftum fylgir ábyrgð þannig að ég fer varlega og passa mig að vera ekki að slúðra. En frá því ég var barn hef ég viljað búa eitthvað til og vinna í skapandi geiranum, ég held að ég myndi ekki fúnkera í öðru. Ég er fyrst og fremst bara mjög þakklátur fyrir það sem ég geri,“ segir Jóhann að lokum. Æði er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10, beint eftir kvöldfréttir. Bíó og sjónvarp Æði Menning Tónlist Tengdar fréttir „Held að Simmi hafi verið að spyrja hvort við værum strákur eða stelpa“ Fimmta og síðasta þáttaröðin af Æði fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2. Í þeim þætti var drengjunum boðið í mat heim til Simma Vill og skemmtu þeir sér konunglega. 16. febrúar 2024 09:35 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00 Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Ógeðslegt en líka „low key æðislegt“ að flaka fisk Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 12. júní 2022 23:00 Binni og Bassi í skrautlegri hundaþjálfun Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. 9. júní 2022 13:31 Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Bassi fer yfir Twitter málið sem setti allt á hliðina Í Æði þætti kvöldsins ræða strákarnir meðal annars um Twitter atvikið, þar sem Bassi Maraj lenti óvænt í einhvers konar Twitter stríði við fjármálaráðherra. 16. september 2021 17:00 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Traustið kjarninn í þessu Jóhann segist ganga stoltur frá borði en nýlega fór síðasta Æði serían af stað. „Það er aðallega gaman að klára eitthvað. Þessi ákvörðun var líka bara mjög náttúruleg. Á sama tíma er þetta líka smá skrýtið því strákarnir eru orðnir það góðir í þessu og við erum orðin svo góð í að gera þættina. Þetta var allt orðið svo eðlilegt og það kemur bara gott stöff, alltaf.“ Hann segist sjá gríðarlegan mun á strákunum frá því í fyrstu seríunni. Þá tóku þau sex þátta seríu upp á átta dögum, í Reykjavík, á Akureyri og í Kaupmannahöfn. „Það var eiginlega bara á síðasta tökudegi þá þegar allir voru orðnir þægilegir fyrir framan myndavélina.“ Með hverri seríu hafi þetta orðið þægilegra og afslappaðra. „Í þessari seríu byrjuðum við bara og þeir eru strax ótrúlega þægilegir, fyndnir og ná að vera þeir sjálfir, sem er náttúrulega kjarninn í þessu.“ Hann segir að það skipti framleiðsluteymið gríðarlega miklu máli að búa til traust og gott umhverfi og aðstæður þar sem strákarnir geta fengið að skína. „Traustið á milli mín og Patriks er kjarninn í verkefninu. Árið 2017 sá ég að hann setur inn á Snapchat að hann langi að gera raunveruleikaþátt. Þá er ég nýbúinn að klára Listaháskólann og ég skrifaði lokaritgerðina mína um Keeping Up With The Kardashians. Ég var á einhverju raunveruleikasjónvarps trippi og sendi á hann á Snapchat að mig langi líka að gera raunveruleikaþætti.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Sáu stjörnuna í Bassa Maraj Út frá því tóku strákarnir upp stuttan pilot þátt sem hefur þó aldrei birst. „Það var alveg kostulegt. Við vorum strax þar á frekar svipuðum slóðum og þættirnir í dag. Þetta byggir því á samþykki á milli mín og Patta, eitthvað sem hann leitast eftir að gera, ég svara kallinu og við förum í þetta ferðalag saman. Hann er svo mikið hryggurinn í þessu.“ Í fyrstu seríu var Binni Glee lítið með en hann kom með krafti í annarri seríu. Áhorfendur kynnast svo Bassa Maraj í fyrsta þættinum af Æði þegar Patti hringir í hann í gegnum FaceTime. „Patti stingur svo upp á því í einhverju framhjáhlaupi að Bassi gæti verið góður í þættina. Við vissum ekkert hver hann var en við sáum strax að það væri mikil orka í honum. Við fórum niður í bæ og tókum upp með honum og það er bara alveg á hreinu að hann er algjör stjarna líka. Strákarnir voru svo opnir og ástæðan fyrir því að við erum búin að gera svona mikið af þessu er auðvitað að þeir eru svo gjafmildir á sig. Annars hefði maður ekki ástríðuna fyrir því að halda svona lengi áfram.“ Hann segir því blendnar tilfinningar fylgja því að loka þessu verkefni. Jóhann Kristófer ásamt Binna Glee, Patreki Jaime og Bassa Maraj. Instagram @binniglee Raunveruleikastjörnur sem vinna í aðhlynningu Patrekur og Binni höfðu þegar vakið athygli í samfélaginu á samfélagsmiðlum áður en þættirnir fóru af stað. „Þegar við vorum að byrja að vinna með þeim þá var svo eftirsóknarvert hjá þeim að vera áhrifavaldar þó að það væri ekki að borga neina reikninga en þetta var svo stór hugmynd. Það er það sem ég dýrka svo mikið við þá, þetta stærra en lífið viðhorf sem þeir hafa. Þeir hafa svo allir verið að vinna á elliheimilum og mér finnst það svo geðveik ferilskrá, að vera raunveruleikastjarna og vinna í aðhlynningu.“ Þegar Æði fór af stað var erfitt að sjá fyrir hvaða áhrif þættirnir myndu hafa. „Ég tók samtal við þá eftir einhverja frumsýningu þar sem ég sagði að þeir væru að gera Ísland að betri stað til að búa á og stækka hugmyndina um það hvað það er að vera Íslendingur. En síðan hugsa ég þannig séð ekkert mikið um það hversu stórt þetta er. Ég er bara að reyna að búa til gott sjónvarp og ég fann réttu mennina í það verkefni. Ég elska að horfa á sjónvarpið og ég er alltaf að reyna að búa til eitthvað sem ég nenni að horfa á. Maður er bara ótrúlega heppinn að vera með þennan efnivið í höndunum. Fyrir nokkrum árum voru þeir að tala um að þeir væru áhrifavaldar en núna eru þeir áhrifavaldar en kannski ekki endilega á þann hátt sem þeir sáu fyrir. Þegar maður hugsar um þá hugsar maður um djúpstæð áhrif sem eru merkingarbærri. Þeir eru hugmyndafræðilegir og tilfinningalegir áhrifavaldar því þeir hafa haft áhrif á fólk á annan hátt en þeir sáu fyrir sér og ég sá fyrir mér til að byrja með.“ Slétt sama hvað fólki finnst Hann segist sömuleiðis kunna vel að meta það hve lítið álit annarra vegur hjá strákunum. „Ég er svona smá þreyttur á því hvernig samfélagsumræðan snýst um að maður þurfi að vera með stimpilinn sinn, ég er svona og þess vegna má ég haga mér nákvæmlega svona. Það sem ég dýrka svo mikið við þá er að þeir eru bara eins og þeir eru. Þeim finnst þeir ekkert þurfa að vera með nafnspjöld um það. Þeir eru gaurar, eru samkynhneigðir og eru ótrúlega margt. Ég veit ekki hvort það væri jafn gaman að horfa á raunveruleikaþátt um rosalega aktívísta. Meðvitundin er alveg pottþétt til staðar hjá þeim en þeir eru miklu uppteknari af því að hafa gaman, vera þeir sjálfir og lifa lífinu heldur en að vera í brjálaðri réttindabaráttu allan daginn.“ Hann segir þá orðna táknmynd fyrir fjölbreyttar fyrirmyndir en sömuleiðis séu þeir aldrei að ritskoða sig. „Þeir eru líka stundum pólitískt órétthugsandi (e. politically incorrect) og það kemur fyrir að þeir noti orðfæri sem einhver myndi segja að væri problematískt. Mér finnst það líka fyndið, skemmtilegt, hressandi og insperandi. Þeir eru táknmynd nútímans í hinni skýrustu mynd. Þeir eru auðvitað stundum svo uppteknir af sjálfum sér að þeir nenna ekki að setja sig í tengsl við neitt annað en þannig er líka bara samtíminn okkar er, samfélagsmiðlar hafa áhrif á sjálfsmynd ungs fólks og á það hvaða áherslur eru uppi á borðum í dag.“ Patti, Bassi og Binni ásamt Jóhanni. Þeir hafa myndað gott traust sín á milli á undanförnum árum. Instagram @binniglee „Frelsandi og valdeflandi“ fyrirmyndir Talið berst þá að hugmyndinni um hinsegin fólk sem pólítískt afl. „Það á ekki að þurfa að vera stöðugt að réttlæta hvernig það er. Fólk á bara að lifa lífinu og ef einhver er með eitthvað vandamál gagnvart því hvernig aðrir eru þá er það bara fullkomlega á þeirra eigin ábyrgð.“ Hann segist sömuleiðis hafa heyrt út undan sér hversu miklar fyrirmyndir strákarnir séu fyrir krakka og hjálpað mörgum að koma út. „Það er ótrúlega gaman að heyra það, því þeir eru líka rosalega góðar fyrirmyndir. Ekki af því þeir eru alltaf réttum megin við línuna heldur af því að þeir eru þeir sjálfir og þeim finnst þeir ekki þurfa að biðjast afsökunar á því. Þeir eru bara að gera sitt og þeim er drullusama hvað öðrum finnst um það. Það er frelsandi og valdeflandi finnst mér.“ Kvíðakast sem fylgir tökunum Það má segja að Æði hafi spilað bæði stórt og veigamikið hlutverk í lífi Jóhanns undanfarin ár og hefur ferlið einkennst af bæði hæðum og lægðum. „Alma konan mín sagði alltaf að þegar ég byrjaði í tökum væri ég í konstant kvíðakasti, allt tímabilið. Ég hef alveg unnið í alls konar próduksjonum og þetta er ekki endilega venjuleg framleiðsla.“ Þá hafi það gjarnan gerst að áður en tökur hófust hafi einhver meðlimur ákveðið að hætta. „Þá var ég einhvern veginn í vinnu við að reyna að tala fyrir þessu verkefni við þann aðila hverju sinni. En ég sagði líka á nokkrum tímapunktum bara: Ef ykkur finnst þetta ekki skemmtilegt þá bara getum við hætt þessu. Þið eruð ekki að gera þetta fyrir mig. Þá fann ég alltaf að þeim fannst þetta skemmtilegt og þá langaði að gera þetta. Því þetta er náttúrulega rosalega einstakt fyrir þá, að fá að documenta líf sitt á þennan hátt.“ Ákveðið markaleysi en miklu meira skemmtilegt en leiðinlegt Fólk hefur oft spurt Jóhann hvort hann sé ekki að skrifa handritið og ákveða hvað strákarnir segi. „Ég hugsa bara ég vildi óska þess að ég gæti skrifað þetta. Fólk heldur að það sé eitthvað verið að færa í stílinn í þeirra hegðun en ef eitthvað er þá eru þeir bara að dempa sig. Þeir eru ýktari off camera heldur en on camera.“ Framleiðsluteymið og strákarnir urðu að nokkurs konar lítilli fjölskyldu í þessu ferli og voru mörkin þá stundum óljós. „Þá leyfa þeir sér líka stundum að koma fram eftir eigin hentisemi, sem getur verið mis skemmtilegt. Oft á tímum var dálítið mikið markaleysi sem ég gerði mér bara grein fyrir að fylgdi þessu verkefni. Ég fattaði það ekkert til að byrja með, ég bara fylgdi flæðinu og leyfði þessu að verða að því sem þetta átti að verða. Í þriðju seríu þá var oft smá markaleysi og þetta var ekki framleiðsla eftir bókinni. Það sem mér fannst erfiðast við þetta allt saman var umstangið í kringum tökurnar. Þetta eru mikil mótunarár hjá þeim líka og oft eru þeir á mis góðum stað þegar það kemur að andlegri heilsu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera með raunveruleikaþátt um líf þitt þegar þú ert unglingur að verða að fullorðnum einstaklingi. Það var oft krefjandi en sömuleiðis dýpkandi fyrir traustið og sambandið mitt og framleiðslunnar við þá. Við þurftum að ígrunda verkefnið rosalega vel fyrir okkur sjálfum til að geta útskýrt það fyrir einhverjum sem var orðinn efins. Svo við gætum líka öll verið á sömu blaðsíðunni. Auðvitað voru stök móment sem voru mjög krefjandi og jafnvel leiðinleg en það góða stendur miklu meira upp úr. Það sem var skemmtilegt var skemmtilegra en það sem var leiðinlegt.“ Mikið gjafmildi að deila persónulegum sögum Hann segir mörg móment standa upp úr í ferlinu og oft hafi senur sem áttu kannski að vera á léttum nótum orðið merkingarbærar og djúpar. „Í fyrstu seríunni förum við heim til Patriks og það eru miklar hræringar í gangi í fjölskyldulífinu sem við vissum ekkert um. Við það að líta til baka og horfa á þær klippur þá er ég bara vá, þetta er mjög hugrakkur drengur sem er að taka massífan séns og fylgja draumum sínum. Hann var kominn með hóp af ókunnugum inn heima hjá sér að taka upp á sama tíma og það er skilnaður í fjölskyldunni hans og litlu bræður hans eru þarna. Hann heldur kúlinu og er að tala um ferð sem hann er að skipuleggja til Chile. Það stendur sannarlega upp úr.“ Jóhann og Lóa Björk sem vann með þeim um tíma eru bæði Listaháskólagengin og í fjórðu seríu ákváðu þau að senda strákana í míní listnám. „Þar lærðu þeir leiklist, listdans og lærðu að gera gjörning með Ragga Kjartans. Þar eru nokkrar senur sem ég er mjög stoltur af og mér finnst algjörlega brilliant sjónvarp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá strákana gera gjörning með Ragga Kjartans: „Líka þegar við náðum strákunum á rosalega einlægan stað, þegar þeir gáfu okkur svo mikið. Það var rosa þakklátt og var oft líka á mómentum sem við bjuggumst ekki við. Ef það kom einhvern tíma upp að strákarnir vildu ekki hafa eitthvað inni þá bárum við náttúrulega fullkomna virðingu fyrir því. En þeir vita auðvitað hvað virkar án þess að þeir færu nokkurn tíma í það að þvinga það fram. Ég man sérstaklega eftir senu þar sem Patti og Keem unnusti hans fóru á tvöfalt stefnumót með Bassa og vin hans Keem. Vinur Keem var að tala um að hann hefði gerst brottrækur úr heimalandi sínu fyrir samkynhneigð. Þetta átti að vera smá grínsena en við vorum bara agndofa á bak við myndavélina. Hann var að vera ótrúlega gjafmildur að segja frá sinni sögu. Það er líka oft svo stutt á milli, oft er hlátur grátur. Það eru mjög mörg augnablik sem eru skemmtileg og fyndin en líka mjög tilfinningaþrungin. Ég er mjög þakklátur fyrir svo mikið í þessu verkefni. Allir sem hafa komið að framleiðsluteyminu og fólk sem hefur staðið vörð um þáttinn á bak við tjöldin.“ Nefnir Jóhann til dæmis Alexis, Steinunni, Lóu, Eddu Kristínu, Birnu Ósk og Egil Ástráðs. Sömuleiðis segist hann ótrúlega þakklátur fyrir alla sem komu fyrir í þáttunum, gáfu þessu séns og héldu með verkefninu. Æði strákarnir og hluti af Æði hópnum saman við tökur. Instagram @binniglee Vel heppnað frumsýningarpartý og salurinn grenjaði úr hlátri Í þar síðustu viku héldu strákarnir vel heppnað frumsýningarpartý og fylltu Bíó Paradís. Jóhann segir að það hafi verið ótrúlega gaman að fagna þessum tímamótum og það hafi verið mjög augljóst í þessu partýi hve vinsælir strákarnir eru og hvað þeir hafa náð langt. „Það sást bara hvað fólk dýrkar þá mikið. Það var svo gaman að sjá þetta með fullum sal í Bíó Paradís og fólk var bara grenjandi úr hlátri. Ég var bara búinn að vera að sitja í klippiherbergjum eða einn uppi í sófa að horfa á þetta. Auðvitað er maður kominn með tilfinninguna fyrir þessu en það er svo gott að fá live viðbrögð. Mér fannst þetta fullkomið fyrir þessa lokaseríu, að fá þetta fólk inn í salinn, allir ánægðir og þeir stoltir og ánægðir með þetta. Það var ekkert ósætti og bara stolt og gleði. Það voru auðvitað móment í þessari fimmtu seríu sem voru mjög dramatísk, bæði á milli þeirra og á milli okkar. Þetta markaleysi sem ég talaði um áðan varð full bersýnilegt.“ Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að vinna aftur í raunveruleikastjónvarpi svarar Jóhann: „Fyrir nokkrum mánuðum hefði svarið mitt strax verið bara nei. En þegar að ég horfi yfir þetta hugsa ég að þetta sé hæfni sem ekkert sérstaklega margir eru með hérna heima og ég gæti alveg séð fyrir mér að finna með strákunum á einhvern hátt aftur. Ég held að það sé samt mjög hollt fyrir þá núna að vinna með einhverjum öðrum, líka svo að þeir fatti hvað þeir voru heppnir með mig,“ segir Jóhann og hlær. „En ég get alveg séð fyrir mér að búa til meira raunveruleikasjónvarp hérna heima. Þetta er náttúrulega svo sérstakt land, þessi smæð er svo mikil þannig að ég held að það sé alltaf mjög fyndið að vera raunveruleikastjarna hérna.“ Hann sæi þó ekki fyrir sér að gera raunveruleikaþætti um sitt eigið líf. „Það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það þyrfti þá að leikstýra því ansi vel.“ Bassi Maraj, Jóhann Kristófer, Egill Ástraðs og Alexis á frumsýningunni í Bíó Paradís. Vísir/Hulda Margrét Ekki fyrir boð og bönn Hann sjálfur birtir ekki mikið af sínu persónulega lífi á samfélagsmiðlum. „Mér finnst aðallega gaman að sýna frá því sem ég er að búa til eða gera grín. En ég er líka markvisst að reyna að vera ekki með einhver boð og bönn, þá er maður að gefa þessu alltof mikið vægi. Mín listsköpun fer ekki fram á samfélagsmiðlum þó að mér finnist gaman að gera grín þar. Ég fylgist samt vel með og finnst mjög gaman að sjá hvað annað fólk er að gera. Ég er náttúrulega sviðslistamenntaður og þetta er rosalegur vettvangur fyrir rannsóknir. Mér finnst alveg ótrúlegt hvernig samfélagsmiðlar eru búnir að breyta skynjun fólks á hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Jóhann hefur sömuleiðis gert það gott sem rapparinn Joey Christ og er nú að vinna að nýrri plötu. Þá er hann sömuleiðis að vinna að þætti fyrir Rúv um sviðslistir og fór nýverið með hlutverk í sjónvarpsseríunni Húsó. „Síðan er ég bara að vinna í handritum, að skrifa svolítið mikið og að fara með flæðinu. Ég er ekkert að ákveða of mikið. Minn fókus er alltaf á það að reyna að gera eitthvað sem er skemmtilegt og mitt markmið er að hafa gaman í kringum mig og vinna að einhverju skemmtilegu. Ég hlusta á innsæið þegar það kemur að öllu þessu, ég er bara alltaf mjög spenntur fyrir því sem ég er að vinna að og hlakka til að sýna frá því.“ Forvitnin og innsæið rauði þráðurinn Innsæið er mikilvægur partur af sköpun hans og segist hann taka öllum sínum vísbendingum frá sjálfum sér og líkama sínum. „Ég hugsa eiginlega aldrei um hvað öðrum finnst um það sem ég bý til. Ég hef eiginlega ekki hugsað um álit annarra í mörg ár. Ég var einmitt að ræða það við vin minn um daginn. Ég áttaði mig á því hvað það er frelsandi, að vinna á sínum eigin forsendum. Á sama tíma sér maður hvað fólk getur orðið miklir þrælar álits annarra og hvað það eru miklir hlekkir að ætla að búa til eitthvað einungis fyrir aðra. Þá ertu kominn á villigötur því þá er innsæið ekki að stýra ferðinni og þú ert smá búinn að glata tilganginum í sköpuninni, sem er alltaf að túlka heiminn í gegnum þinn líkama og frá þínu persónulega sjónarmiði. Maður er með sinn reynsluheim og það getur enginn búið til mína list nema ég. Það er klárlega rauði þráðurinn í öllu sem ég geri og þannig varð Æði til.“ Jóhann Kristófer er að eigin sögn mjög forvitin og er duglegur að hlusta á innsæið. Vísir/Vilhelm Jóhann segir forvitnina sömuleiðis leiða sig áfram en hann hefur alltaf verið mjög forvitinn. Sömuleiðis finnst honum allt í lagi að finna fyrir smá hræðslu. „Ég hlusta svo mikið á tónlist og ég horfi svo mikið á sjónvarp og stúdera þetta í þaular. Þessi forvitni er rosalegt afl í því sem ég geri. Ég er sömuleiðis góður í að staðsetja mig þannig að mér berist allar fréttir. Ég er kannski líka smá þannig manngerð að fólk á auðvelt með að tala við mig. Þessum kröftum fylgir ábyrgð þannig að ég fer varlega og passa mig að vera ekki að slúðra. En frá því ég var barn hef ég viljað búa eitthvað til og vinna í skapandi geiranum, ég held að ég myndi ekki fúnkera í öðru. Ég er fyrst og fremst bara mjög þakklátur fyrir það sem ég geri,“ segir Jóhann að lokum. Æði er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10, beint eftir kvöldfréttir.
Bíó og sjónvarp Æði Menning Tónlist Tengdar fréttir „Held að Simmi hafi verið að spyrja hvort við værum strákur eða stelpa“ Fimmta og síðasta þáttaröðin af Æði fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2. Í þeim þætti var drengjunum boðið í mat heim til Simma Vill og skemmtu þeir sér konunglega. 16. febrúar 2024 09:35 „Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01 Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00 Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Ógeðslegt en líka „low key æðislegt“ að flaka fisk Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 12. júní 2022 23:00 Binni og Bassi í skrautlegri hundaþjálfun Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. 9. júní 2022 13:31 Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08 Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Bassi fer yfir Twitter málið sem setti allt á hliðina Í Æði þætti kvöldsins ræða strákarnir meðal annars um Twitter atvikið, þar sem Bassi Maraj lenti óvænt í einhvers konar Twitter stríði við fjármálaráðherra. 16. september 2021 17:00 „Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Held að Simmi hafi verið að spyrja hvort við værum strákur eða stelpa“ Fimmta og síðasta þáttaröðin af Æði fór í loftið í gærkvöldi á Stöð 2. Í þeim þætti var drengjunum boðið í mat heim til Simma Vill og skemmtu þeir sér konunglega. 16. febrúar 2024 09:35
„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“ „Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu. 16. febrúar 2024 07:01
Æðisleg Dorrit stal senunni í Bíó Paradís Það var mikið um dýrðir og glæsilegheit á forsýningu fimmtu og jafntframt síðustu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum Æði í Bíó Paradís í gærkvöldi. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir og vöktu gríðarlega lukku meðal áhorfenda. 14. febrúar 2024 13:00
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15
Ógeðslegt en líka „low key æðislegt“ að flaka fisk Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um landið í dag. Í Reykjavík var líf og fjör á Grandanum þar sem hátíðargestir fengu meðal annars heldur óhefðbundna kennslu í hvernig flaka á fisk frá Æði strákunum. Ekki það æðislegasta sem þeir hafa gert en þó ekki það ógeðslegasta. 12. júní 2022 23:00
Binni og Bassi í skrautlegri hundaþjálfun Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. 9. júní 2022 13:31
Æði strákarnir taka upp þáttaröð fjögur á Tenerife Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj eru staddir á Tenerife í augnablikinu. Þeir eru þar í samstarfi við Úrval útsýn að taka upp fjórðu þáttaröð af Æði, sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. 24. mars 2022 10:08
Binni Glee fékk taugaáfall á Akureyri Það var heldur betur mikið um að vera í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2 í gærkvöldi en gengið skellti sér í ferð í heimabæ þeirra flestra, Akureyri. 22. október 2021 12:32
Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00
Bassi fer yfir Twitter málið sem setti allt á hliðina Í Æði þætti kvöldsins ræða strákarnir meðal annars um Twitter atvikið, þar sem Bassi Maraj lenti óvænt í einhvers konar Twitter stríði við fjármálaráðherra. 16. september 2021 17:00
„Ég er bestur“ Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 10. september 2022 11:31