Banaslys í djammferð áhafnarinnar breytti öllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 10:12 Arnór Sveinsson er virkur á Instagram þar sem hann deilir boðskap sínum og auglýsir námskeið. @arnorsveinsson Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun. „Ég kunni mjög vel við mig á sjónum. Ég byrjaði þar ungur og átti mjög góða vini um borð og maður fann hvernig það var að vera í samfélagi þar sem allir sinna hlutverki og allir eru mikilvægir. Fólk getur verið ósammála og jafnvel harkalegt, en svo er það bara útkljáð hratt og allir eru vinir á eftir. Ég var búinn að vera í ellefu ár á sjónum þegar ég hætti. Lífsstíllinn minn í landi á milli túra var ekki sérstaklega góður. Maður var í algjöru fríi þegar maður var ekki úti á sjó og þá djammaði ég talsvert og reykti mikið gras, sem var orðinn minn flótti frá því að mæta sjálfum mér,“ segir Arnór. Hann segir að allt hafi breyst eftir utanlandsferð þar sem áhöfnin ætlaði að skemmta sér saman. „Náfrændi minn sem ég leit mikið upp til dó í þessari ferð í hræðilegu slysi. Þetta gerðist í Riga í Lettlandi. Hann var drukkinn og hafði orðið viðskila við hópinn og endaði einhvern veginn inni í spennistöð og lést strax. Ég fékk fréttirnar um morguninn og það var gríðarlegt sjokk fyrir mig. Hann var eldri en ég og ég leit mikið upp til hans, þannig að þetta var mikið högg. Eftir þetta áttaði ég mig á því að það væri meira í lífinu en að vera bara á sjónum og djamma og reykja gras þess á milli.“ Fjallað var um slysið í íslenskum fjölmiðlum. Svo virtist sem dyrnar á spennistöðinni hefðu verið skildar eftir opnar. Fram kom í fjölmiðlum í Lettlandi að eitt banaslys á ári yrði í Lettlandi af völdum þessa. Frændi Arnórs sem lést var á 29 .aldursári. Eftir þetta sneri Arnór lífi sínu gjörsamlega við og hefur ekki snúið aftur síðan. Hann byrjaði á að fara aðra leið til Taílands, einn út í óvissuna. „Ég flaug til Taílands og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í, en þar upphófst sérstök atburðarás, þar sem örlögin tóku í raun í taumana og gæfan leiddi mig áfram. Ég endaði í litlum bæ í norðurhluta landsins, þar sem ég kynntist munki sem ég var svo lánsamur að fá að verja dýrmætum tíma með. Þar fór ég í djúpa innri vinnu, lærði hugleiðslu og fékk grunninn að því sem er nálgun mín í því sem ég er að gera í dag. Þessi munkur var minn fyrsti kennari og ég lærði gríðarlega mikið af honum. Ég fylgdi honum um landið og og hugleiddum meðal annars í hellum og fleira. Hægt og rólega fór ég að átta mig á öllum hlutunum sem ég þarf ekki á að halda í lífinu og allt fór að verða einfaldara. Síðan þá hef ég ferðast víðs vegar um heiminn og sótt fjöldann allan af námskeiðum sem tengjast jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu.“ Arnór hefur síðustu 10 ár kennt jóga og öndun og haldið fjölmörg námskeið. Hann lærði líka kuldaþjálfun hjá ísmanninum Wim Hof, sem hann segir hafa verið stórmerkilega reynslu. Allt í steik á fjallinu „Ég fór 2017 að læra kuldaþjálfun í Póllandi. Ég vildi læra eitthvað sem væri meiri meiri brú inn í andlega heiminn fyrir karlmenn. Þegar þú ert kominn með snargeggjaðan Hollending sem á alls konar heimsmet að hoppa ofan í kalt vatn er líklegra að þú náir eyrum karlmanna en bara með yoga og hugleiðslu. Þetta var frábær hópur og það myndaðist mikið bræðralag, þó að við höfum ekki náð á toppinn á fjallinu sem farið er upp á á stuttbuxum einum, af því að veðrið var of slæmt.“ En svo þegar hann fór í kennaranámið hafi hópurinn farið aftur upp á fjallið. Þá fór allt í steik. „Síðasti hlutinn af fjallinu er mjög grýttur og erfiður. Þegar við vorum komin þangað upp byrjaði að hvessa og rigna rosalega og það var ískalt og það fór allt í rugl. Fólk var hætt að sjá meira en metra fram fyrir sig og kennararnir voru búnir að týna nemendunum. Rigningin var svo köld að hún fraus um leið og hún lenti. En einhvern vegin náði ég að komast í gríðarlegt flæði og upplifði eina mestu núvitund sem ég hef upplifað á ævinni. En eftir á að hyggja var þetta frekar klikkað og ástandið á sumum var ekki gott og þetta hefði hæglega getað endað illa. Þrír ofkældust og margir voru í algjöru sjokki.“ Arnór hefur undanfarið lagt sérstaklega mikla áherslu á að vinna með taugakerfið, enda sér hann í störfum sínum að stór hluti samfélagsins sé kominn yfir strikið í streitu og þurfi nauðsynlega að ná sér til baka. Láta símann vera og eiga stund með sjálfu sér „Við erum flest gríðarlega föst í vönum okkar og þess vegna er svo mikilvægt að byrja daginn á að tengja sig með einhverjum hætti, svo að maður sé ekki bara eins og lauf í vindi að bregðast við einhverju allan daginn. Þegar fólk byrjar að ástunda hugleiðslu og öndun gerast oft magnaðir hlutir. Það þarf þolinmæði, en hægt og rólega kemst maður að því hvaða vana maður vill ekki hafa og byrjar að veita því athygli sem maður vill vera. Því oftar sem þú getur tengt þig yfir daginn, því meira ertu á staðnum og því líklegra er að þú náir að aftengja þig þessu stöðuga streituástandi sem við erum flest orðin háð,“ segir Arnór. Mjög margir séu komnir á þann stað að vakna í streituástandi og byrja daginn á því að flýta sér af stað og fá sér kaffi. „Streituhormónin byrja strax að kikka inn, svo tekur umferðin við og svo yfirmaðurinn í vinnunni og svo framvegis. Svo notar fólk skyndibita, símann og meira kaffi til þess að halda sér gangandi, viðhalda streituhormónum og flýja sjálft sig. Meirihluta dagsins ert þú fastur í annað hvort „fight“ eða „flight“ ástandi. Þetta virkar í ákveðinn tíma, en til lengri tíma endar þetta svo í „freeze“ og þá kemur kulnun og fólk neyðist til að taka á málunum. Ég hvet fólk til að prófa að byrja daginn á að sleppa því að fara í símann og sitja aðeins með sjálfu sér og anda og velja hvernig þú vilt fara inn í daginn. Þetta þarf ekki að taka nema nokkrar mínútur.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Arnór og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Taíland Heilsa Jóga Tengdar fréttir Hætti á sjónum og varð jógakennari Arnór Sveinsson ákvað að hætta á sjó og gerast jógakennari eftir að vinnufélagi hans lést af slysförum. Hann hélt til Asíu í leit að hugljómun og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann kynntist munki fyrir hreina tilviljun og hafðist við í helli. 18. nóvember 2013 09:38 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég kunni mjög vel við mig á sjónum. Ég byrjaði þar ungur og átti mjög góða vini um borð og maður fann hvernig það var að vera í samfélagi þar sem allir sinna hlutverki og allir eru mikilvægir. Fólk getur verið ósammála og jafnvel harkalegt, en svo er það bara útkljáð hratt og allir eru vinir á eftir. Ég var búinn að vera í ellefu ár á sjónum þegar ég hætti. Lífsstíllinn minn í landi á milli túra var ekki sérstaklega góður. Maður var í algjöru fríi þegar maður var ekki úti á sjó og þá djammaði ég talsvert og reykti mikið gras, sem var orðinn minn flótti frá því að mæta sjálfum mér,“ segir Arnór. Hann segir að allt hafi breyst eftir utanlandsferð þar sem áhöfnin ætlaði að skemmta sér saman. „Náfrændi minn sem ég leit mikið upp til dó í þessari ferð í hræðilegu slysi. Þetta gerðist í Riga í Lettlandi. Hann var drukkinn og hafði orðið viðskila við hópinn og endaði einhvern veginn inni í spennistöð og lést strax. Ég fékk fréttirnar um morguninn og það var gríðarlegt sjokk fyrir mig. Hann var eldri en ég og ég leit mikið upp til hans, þannig að þetta var mikið högg. Eftir þetta áttaði ég mig á því að það væri meira í lífinu en að vera bara á sjónum og djamma og reykja gras þess á milli.“ Fjallað var um slysið í íslenskum fjölmiðlum. Svo virtist sem dyrnar á spennistöðinni hefðu verið skildar eftir opnar. Fram kom í fjölmiðlum í Lettlandi að eitt banaslys á ári yrði í Lettlandi af völdum þessa. Frændi Arnórs sem lést var á 29 .aldursári. Eftir þetta sneri Arnór lífi sínu gjörsamlega við og hefur ekki snúið aftur síðan. Hann byrjaði á að fara aðra leið til Taílands, einn út í óvissuna. „Ég flaug til Taílands og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í, en þar upphófst sérstök atburðarás, þar sem örlögin tóku í raun í taumana og gæfan leiddi mig áfram. Ég endaði í litlum bæ í norðurhluta landsins, þar sem ég kynntist munki sem ég var svo lánsamur að fá að verja dýrmætum tíma með. Þar fór ég í djúpa innri vinnu, lærði hugleiðslu og fékk grunninn að því sem er nálgun mín í því sem ég er að gera í dag. Þessi munkur var minn fyrsti kennari og ég lærði gríðarlega mikið af honum. Ég fylgdi honum um landið og og hugleiddum meðal annars í hellum og fleira. Hægt og rólega fór ég að átta mig á öllum hlutunum sem ég þarf ekki á að halda í lífinu og allt fór að verða einfaldara. Síðan þá hef ég ferðast víðs vegar um heiminn og sótt fjöldann allan af námskeiðum sem tengjast jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu.“ Arnór hefur síðustu 10 ár kennt jóga og öndun og haldið fjölmörg námskeið. Hann lærði líka kuldaþjálfun hjá ísmanninum Wim Hof, sem hann segir hafa verið stórmerkilega reynslu. Allt í steik á fjallinu „Ég fór 2017 að læra kuldaþjálfun í Póllandi. Ég vildi læra eitthvað sem væri meiri meiri brú inn í andlega heiminn fyrir karlmenn. Þegar þú ert kominn með snargeggjaðan Hollending sem á alls konar heimsmet að hoppa ofan í kalt vatn er líklegra að þú náir eyrum karlmanna en bara með yoga og hugleiðslu. Þetta var frábær hópur og það myndaðist mikið bræðralag, þó að við höfum ekki náð á toppinn á fjallinu sem farið er upp á á stuttbuxum einum, af því að veðrið var of slæmt.“ En svo þegar hann fór í kennaranámið hafi hópurinn farið aftur upp á fjallið. Þá fór allt í steik. „Síðasti hlutinn af fjallinu er mjög grýttur og erfiður. Þegar við vorum komin þangað upp byrjaði að hvessa og rigna rosalega og það var ískalt og það fór allt í rugl. Fólk var hætt að sjá meira en metra fram fyrir sig og kennararnir voru búnir að týna nemendunum. Rigningin var svo köld að hún fraus um leið og hún lenti. En einhvern vegin náði ég að komast í gríðarlegt flæði og upplifði eina mestu núvitund sem ég hef upplifað á ævinni. En eftir á að hyggja var þetta frekar klikkað og ástandið á sumum var ekki gott og þetta hefði hæglega getað endað illa. Þrír ofkældust og margir voru í algjöru sjokki.“ Arnór hefur undanfarið lagt sérstaklega mikla áherslu á að vinna með taugakerfið, enda sér hann í störfum sínum að stór hluti samfélagsins sé kominn yfir strikið í streitu og þurfi nauðsynlega að ná sér til baka. Láta símann vera og eiga stund með sjálfu sér „Við erum flest gríðarlega föst í vönum okkar og þess vegna er svo mikilvægt að byrja daginn á að tengja sig með einhverjum hætti, svo að maður sé ekki bara eins og lauf í vindi að bregðast við einhverju allan daginn. Þegar fólk byrjar að ástunda hugleiðslu og öndun gerast oft magnaðir hlutir. Það þarf þolinmæði, en hægt og rólega kemst maður að því hvaða vana maður vill ekki hafa og byrjar að veita því athygli sem maður vill vera. Því oftar sem þú getur tengt þig yfir daginn, því meira ertu á staðnum og því líklegra er að þú náir að aftengja þig þessu stöðuga streituástandi sem við erum flest orðin háð,“ segir Arnór. Mjög margir séu komnir á þann stað að vakna í streituástandi og byrja daginn á því að flýta sér af stað og fá sér kaffi. „Streituhormónin byrja strax að kikka inn, svo tekur umferðin við og svo yfirmaðurinn í vinnunni og svo framvegis. Svo notar fólk skyndibita, símann og meira kaffi til þess að halda sér gangandi, viðhalda streituhormónum og flýja sjálft sig. Meirihluta dagsins ert þú fastur í annað hvort „fight“ eða „flight“ ástandi. Þetta virkar í ákveðinn tíma, en til lengri tíma endar þetta svo í „freeze“ og þá kemur kulnun og fólk neyðist til að taka á málunum. Ég hvet fólk til að prófa að byrja daginn á að sleppa því að fara í símann og sitja aðeins með sjálfu sér og anda og velja hvernig þú vilt fara inn í daginn. Þetta þarf ekki að taka nema nokkrar mínútur.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Arnór og öll viðtöl og hlaðvörp Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Taíland Heilsa Jóga Tengdar fréttir Hætti á sjónum og varð jógakennari Arnór Sveinsson ákvað að hætta á sjó og gerast jógakennari eftir að vinnufélagi hans lést af slysförum. Hann hélt til Asíu í leit að hugljómun og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann kynntist munki fyrir hreina tilviljun og hafðist við í helli. 18. nóvember 2013 09:38 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hætti á sjónum og varð jógakennari Arnór Sveinsson ákvað að hætta á sjó og gerast jógakennari eftir að vinnufélagi hans lést af slysförum. Hann hélt til Asíu í leit að hugljómun og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann kynntist munki fyrir hreina tilviljun og hafðist við í helli. 18. nóvember 2013 09:38