Lífið

Sjáðu glæsi­lega hálf­leiks­sýningu Us­her á Ofur­skálinni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Usher flutti marga af sínum þekktustu slögurum í nótt á Ofurskálinni.
Usher flutti marga af sínum þekktustu slögurum í nótt á Ofurskálinni. Vísir/Getty

Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum.

Meðal þeirra voru söngkonan Alicia Keys sem söng með honum My Boo og If I ain‘t got you, söngkonann H.E.R. og rappararnir Ludacris og Lil Jon.

Usher hóf sýninguna í hvítru skyrtu og fór beint í það að syngja röð vinsælla laga eins og Confessions pt 2, U Don’t Have to Call, Superstar, Love in This, Burn, OMG og mörg fleiri. 

Söngkonan Alicia Keys söng tvö lög með Usher. Vísir/EPA

Usher hefur síðustu misseri haldið afar vinsæla tónleika í Las Vegar en Ofurskálin fór einmitt fram í sömu borg. Eftir að tilkynnt var um það að hann myndi flytja sín lög á Ofurskálinni tilkynnti hann að hann færi á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum.

Usher fær góða dóma fyrir hálfleikssýninguna í erlendum miðlum og segir sem dæmi á Pitchfork að hann hafi verið meðvitaður um þarfir áheyrenda og farið úr skyrtunni þegar hann söng U got it bad og á vef NPR segir að sýningin hafi verið kaótísk en góður vitnisburður um hans þrjátíu ára feril í R&B tónlist. Á AP segir að sýningin hafi staðfest það að hann hafi verið rétta valið fyrir hana. Röddin, dansinn og vel þekkt lög hafi staðfest það.

Hægt er að horfa á sýninguna í fullri lengd hér að neðan.


Tengdar fréttir

Segist ekki vera meiddur en spilar ekki í kvöld

Útherjinn Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina í kvöld. Hann segist þó ekki vera meiddur líkt og forráðamenn liðsins halda fram.

Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok

Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×