Like a Dragon: Infinite Wealth - Fíflagangur í fyrirrúmi Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2024 09:22 Like a Dragon: Infinite Wealth er „japanskasti“ leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Í grunninn er um að ræða hlutverkaleik, þar sem maður byggir upp teymi bandamanna og berst gegn vondum körlum en að öðru leyti á ég gífurlega erfitt með að lýsa LADIW svo einfalt sé. LADIW setur spilara í spor Ichiban Kasuga, fyrrverandi glæpamanns, sem sett hefur sér það markmið að aðstoða aðra fyrrverandi glæpamenn við að komast á beinu brautina. Hann lendir þó í því að vera ranglega „cancelaður“ á samfélagsmiðlum í Japan og endar á Havaí í leit að móður sinni, held ég. Þar flækist hann inn í hin ýmsu vandræði og ævintýri. Fyrstu klukkutímarnir erfiðir Fyrstu klukkutímana sem ég spilaði Like a Dragon: Infinite Wealth, áttaði ég mig alls ekki á því af hverju þessi leikur hefði vakið svona mikla lukku. Leikurinn er með 89 í einkunn hjá gagnrýnendum á Metacritic. Grafíkin er ekkert til að hrópa húrra yfir, þvert á móti, mér þótti sagan merkilega óáhugaverð og á nánast engum tímapunkti var ég meðvitaður um hvað var að gerast í leiknum og af hverju. Leikurinn byrjaði bókstaflega á atvinnuviðtali og þar sem ég var að spila minn allra fyrsta Yakuza-leik, skildi ég hvorki upp né niður hvað í ósköpunum var að gerast í þessum leik. Ég skil það eiginlega ekki enn. Ég veit ekki hvort það gerir mig að drullusokki en ég hef alltaf átt erfitt með að setja mig inn í japanska leiki. Mér þykir þeir yfirleitt svo ýktir með tilheyrandi flugeldasýningum þegar einhver sveifla vopni eða hnefa og talsetning þeirra er oftar en ekki stórfurðuleg, eins og persónurnar sjálfar. Hugur minn gagnvart leiknum breyttist nokkuð þegar ég kom í þriðja kafla hans og hann opnaðist betur. Þá lagaðist margt og ég var sömuleiðis hættur að taka leikinn alvarlega. Maður var kominn í fíflaskapinn sjálfur. Á bakvið hvert horn má finna undarlegar persónur sem Ichiban þarf að hjálpa, yfirleitt á mjög undarlegan og fyndinn hátt. Það borgar sig oftar en ekki að elta uppi þetta fólk og tala við það. Leikurinn er mjög umfangsmikill og maður ver haug af tíma í að horfa á myndbönd, ræða við stelpur á stefnumótaforrit, flytja mat, vingast við fólk og höfrunga, keppa í „næstum því Pokémon og ýmislegt annað. Sagan þótti mér þó áfram fáránlega leiðinleg, og þykir enn. Mestum tíma hefði ég viljað verja í að berjast við menn og önnur kvikindi, þar sem bardagakerfið er það allra skemmtilegasta við LADIW, þó það sé tiltölulega einfalt. Bardagakerfið er frekar óhefðbundið og eins og allt annað í leiknum er það stútfullt af fíflagangi. Það er „turn based“ þar sem einn maður gerir í einu en maður þarf að hugsa vel út í árásir sína og fylgjast vel með. Maður gerir meiri skaða með því að ýta á rétta takka á réttum tíma og getur sömuleiðis varið teymi manns betur með því að verjast á réttum tíma. Maður þarf einnig að huga að útbúnaði meðlima teymisins. Klæða þá og vopna. Hægt er að sníða teymið sérstaklega eftir störfum meðlima þess og einnig er hægt að breyta því hvernig Ichiban sjálfur berst. Havaí lítur ágætlega út en grafík LADIW er ekki upp á margar kókoshnetur en þá á ég sérstaklega við allt umhverfi leiksins. Havaí lítur svolítið gamaldags út, ef svo má að orði komast. Það sakar þó eiginlega ekki því það hentar stíl leiksins og útskýrist væntanlega út af því hve stór og umfangsmikill leikurinn er. Samantekt-ish Like a Dragon: Infinite Wealth er líklega einhver undarlegasti leikur sem ég hef spilað. Ég á í raun erfitt með að segja hvað mér finnst um hann. Á köflum hefur þetta verið grútleiðinlegur en þegar maður kemst í gegnum fíflaskapinn og í rétt hugarfar fyrir leikinn, breytist allt. Bardagakerfið er það sem stendur upp úr eftir spilun, fyrir utan grínið og fíflaskapinn. Það sem stuðar mig samt smá er það hvað leikurinn flakkar ítrekað á milli þess að eiga að vera alvarlegur og í fíflaskap. Það er hægt að skemmta sér vel í þessum leik en mér fannst það geta tekið á, enda er þetta minn fyrsti Yakuza-leikur. Leikjadómar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
LADIW setur spilara í spor Ichiban Kasuga, fyrrverandi glæpamanns, sem sett hefur sér það markmið að aðstoða aðra fyrrverandi glæpamenn við að komast á beinu brautina. Hann lendir þó í því að vera ranglega „cancelaður“ á samfélagsmiðlum í Japan og endar á Havaí í leit að móður sinni, held ég. Þar flækist hann inn í hin ýmsu vandræði og ævintýri. Fyrstu klukkutímarnir erfiðir Fyrstu klukkutímana sem ég spilaði Like a Dragon: Infinite Wealth, áttaði ég mig alls ekki á því af hverju þessi leikur hefði vakið svona mikla lukku. Leikurinn er með 89 í einkunn hjá gagnrýnendum á Metacritic. Grafíkin er ekkert til að hrópa húrra yfir, þvert á móti, mér þótti sagan merkilega óáhugaverð og á nánast engum tímapunkti var ég meðvitaður um hvað var að gerast í leiknum og af hverju. Leikurinn byrjaði bókstaflega á atvinnuviðtali og þar sem ég var að spila minn allra fyrsta Yakuza-leik, skildi ég hvorki upp né niður hvað í ósköpunum var að gerast í þessum leik. Ég skil það eiginlega ekki enn. Ég veit ekki hvort það gerir mig að drullusokki en ég hef alltaf átt erfitt með að setja mig inn í japanska leiki. Mér þykir þeir yfirleitt svo ýktir með tilheyrandi flugeldasýningum þegar einhver sveifla vopni eða hnefa og talsetning þeirra er oftar en ekki stórfurðuleg, eins og persónurnar sjálfar. Hugur minn gagnvart leiknum breyttist nokkuð þegar ég kom í þriðja kafla hans og hann opnaðist betur. Þá lagaðist margt og ég var sömuleiðis hættur að taka leikinn alvarlega. Maður var kominn í fíflaskapinn sjálfur. Á bakvið hvert horn má finna undarlegar persónur sem Ichiban þarf að hjálpa, yfirleitt á mjög undarlegan og fyndinn hátt. Það borgar sig oftar en ekki að elta uppi þetta fólk og tala við það. Leikurinn er mjög umfangsmikill og maður ver haug af tíma í að horfa á myndbönd, ræða við stelpur á stefnumótaforrit, flytja mat, vingast við fólk og höfrunga, keppa í „næstum því Pokémon og ýmislegt annað. Sagan þótti mér þó áfram fáránlega leiðinleg, og þykir enn. Mestum tíma hefði ég viljað verja í að berjast við menn og önnur kvikindi, þar sem bardagakerfið er það allra skemmtilegasta við LADIW, þó það sé tiltölulega einfalt. Bardagakerfið er frekar óhefðbundið og eins og allt annað í leiknum er það stútfullt af fíflagangi. Það er „turn based“ þar sem einn maður gerir í einu en maður þarf að hugsa vel út í árásir sína og fylgjast vel með. Maður gerir meiri skaða með því að ýta á rétta takka á réttum tíma og getur sömuleiðis varið teymi manns betur með því að verjast á réttum tíma. Maður þarf einnig að huga að útbúnaði meðlima teymisins. Klæða þá og vopna. Hægt er að sníða teymið sérstaklega eftir störfum meðlima þess og einnig er hægt að breyta því hvernig Ichiban sjálfur berst. Havaí lítur ágætlega út en grafík LADIW er ekki upp á margar kókoshnetur en þá á ég sérstaklega við allt umhverfi leiksins. Havaí lítur svolítið gamaldags út, ef svo má að orði komast. Það sakar þó eiginlega ekki því það hentar stíl leiksins og útskýrist væntanlega út af því hve stór og umfangsmikill leikurinn er. Samantekt-ish Like a Dragon: Infinite Wealth er líklega einhver undarlegasti leikur sem ég hef spilað. Ég á í raun erfitt með að segja hvað mér finnst um hann. Á köflum hefur þetta verið grútleiðinlegur en þegar maður kemst í gegnum fíflaskapinn og í rétt hugarfar fyrir leikinn, breytist allt. Bardagakerfið er það sem stendur upp úr eftir spilun, fyrir utan grínið og fíflaskapinn. Það sem stuðar mig samt smá er það hvað leikurinn flakkar ítrekað á milli þess að eiga að vera alvarlegur og í fíflaskap. Það er hægt að skemmta sér vel í þessum leik en mér fannst það geta tekið á, enda er þetta minn fyrsti Yakuza-leikur.
Leikjadómar Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið