Lífið

Kántrí­stjarna tók upp nýtt mynd­band á Ís­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi.
Skjáskot úr myndbandinu við lagið Deeper Well sem tekið var upp á Íslandi. YouTube

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu.

„Myndbandið við Deeper Well var tekið upp á undurfagra Íslandi, í náttúrunni, með mosanum og huldufólkinu,“ segir Musgraves á Instagram. Þar lofar hún því einnig að hafa ekki truflað huldufólkið við gerð myndbandsins.

Á vef Pitchfork er fjallað um nýju plötuna og myndbandið. Þar segir að myndbandið sé framleitt af stúdíó London Alley og leikstýrt af Hannah Lux Davis.

„Stundum ertu komin að krossgötum. Vindarnir breytast. Það sem einu sinni hreif þig gerir það ekki lengur,“ er haft þar eftir Musgraves um plötuna.

Þar kemur einnig fram að hún hafi tekið upp plötuna í New York í Electric Lady Studios og að hún hafi unnið að plötunni með pródúsentunum og listamönnunum Daniel Tashian og Ian Fitchuk. Auk þess hafi Shane McAnally og Josh Osborn komið að gerð hennar en þeir unnu að hennar fyrstu tveimur plötum.

Lagalisti Deeper Well:

  1. Cardinal
  2. Deeper Well
  3. Too Good to Be True
  4. Moving Out
  5. Giver / Taker
  6. Sway
  7. Dinner With Friends
  8. Heart of the Woods
  9. Jade Green
  10. The Architect
  11. Lonely Millionaire
  12. Heaven Is
  13. Anime Eyes

Heimsótti Bláa lónið

Musgraves birti margar myndir af heimsókn sinni til landsins síðasta sumar. Hún heimsótti sem dæmi Bláa lónið í gulri viðvörun og skoðaði síðar norðurljósin. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var stór hluti myndbandsins tekið upp á Árbæjarsafninu í Reykjavík í október síðastliðnum. Ekki viðraði vel til myndatöku þótt það sjáist ekki á myndbandinu, raunar var bandvitlaust veður. Torfbæir Árbæjarsafnsins þekkjast vel í myndbandinu, senurnar þar sem dýrin koma við sögu, hún plantar blómum og það sem tekið er inni í gömlum íslenskum húsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.