Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Taylor Swift hefur í nógu að snúast þessa dagana á tónleikaferðalagi og kærir sig ekki um að láta fylgjast með ferðum þotunnar. Christopher Jue/TAS24/Getty Images Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira