Grét í tvær vikur eftir greininguna Jón Þór Stefánsson skrifar 7. febrúar 2024 08:00 Bjarki Gylfason greindist með fjórða stigs krabbamein. Bjarki Gylfason greindist með ristilkrabbamein árið 2022, þá 35 ára gamall, en þá hafði hann verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. „Mér leið eins og ristillinn á mér væri bara bólginn. Ég hringi í tengdamömmu mína og hún kemur og skutlar mér upp á bráðamóttöku. Konan mín kemur þarna til mín eftir aðgerðina og fær að hitta mig, og þá kemur læknirinn okkar inn og segir að aðgerðin hafi gengið vel, en því miður hafi fundist þarna lítill óvinur sem væri illkynja æxli,“ segir Bjarki, sem deilir sögu sinni fyrir átakið Lífið er núna, sem stendur yfir þessa dagana. Hann segist hafa grátið sennilega í um tvær vikur eftir að hann greininguna, sem var að hann væri með fjórða stigs ristilkrabbamein. „Bara það að þetta sé komið á tvo staði og óskurðtækt þá er það fjórða stigs, ólæknandi.“ „Í mínu tilfelli eru eitt prósent líkur á að ég læknist og það er talið sem kraftaverk. En það er ekki kraftaverk. Það er fullt af fólki sem hefur fengið fjórða stigs ristilskrabbamein og læknast,“ segir Bjarki. „Læknar þurfa að passa sig á að taka aldrei vonina. Af því ef þú hefur ekki von þá hefur þú ekkert.“ Bjarki er í lyfjameðferð og er verið að reyna halda krabbameininu niðri en hann lifir fyrir hvern dag með konu sinni og börnum. Hann segir að það séu einhvern veginn allir með honum í þessu en hann sé líka búinn að vera opinskár svo að fólk viti hvað er í gangi. Bjarki hefur nýtt sér starf Krafts. Hann hefur farið í andlega vinnu og í hugleiðslu til að sigrast á þeim ótta sem kemur upp við greiningu sem þessa. Fjáröflunarátak Krafts stendur nú yfir. Kraftur vekur athygli á málefninu í átakinu og selur Lífið er núna armbönd sem eru perluð af sjálfboðaliðum víða um land. Fimmtudaginn 8. febrúar hvetur Kraftur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna-daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Mér leið eins og ristillinn á mér væri bara bólginn. Ég hringi í tengdamömmu mína og hún kemur og skutlar mér upp á bráðamóttöku. Konan mín kemur þarna til mín eftir aðgerðina og fær að hitta mig, og þá kemur læknirinn okkar inn og segir að aðgerðin hafi gengið vel, en því miður hafi fundist þarna lítill óvinur sem væri illkynja æxli,“ segir Bjarki, sem deilir sögu sinni fyrir átakið Lífið er núna, sem stendur yfir þessa dagana. Hann segist hafa grátið sennilega í um tvær vikur eftir að hann greininguna, sem var að hann væri með fjórða stigs ristilkrabbamein. „Bara það að þetta sé komið á tvo staði og óskurðtækt þá er það fjórða stigs, ólæknandi.“ „Í mínu tilfelli eru eitt prósent líkur á að ég læknist og það er talið sem kraftaverk. En það er ekki kraftaverk. Það er fullt af fólki sem hefur fengið fjórða stigs ristilskrabbamein og læknast,“ segir Bjarki. „Læknar þurfa að passa sig á að taka aldrei vonina. Af því ef þú hefur ekki von þá hefur þú ekkert.“ Bjarki er í lyfjameðferð og er verið að reyna halda krabbameininu niðri en hann lifir fyrir hvern dag með konu sinni og börnum. Hann segir að það séu einhvern veginn allir með honum í þessu en hann sé líka búinn að vera opinskár svo að fólk viti hvað er í gangi. Bjarki hefur nýtt sér starf Krafts. Hann hefur farið í andlega vinnu og í hugleiðslu til að sigrast á þeim ótta sem kemur upp við greiningu sem þessa. Fjáröflunarátak Krafts stendur nú yfir. Kraftur vekur athygli á málefninu í átakinu og selur Lífið er núna armbönd sem eru perluð af sjálfboðaliðum víða um land. Fimmtudaginn 8. febrúar hvetur Kraftur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna-daginn og staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig.
Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira